Vikan


Vikan - 16.09.1971, Qupperneq 26

Vikan - 16.09.1971, Qupperneq 26
© Á veizluborðinu er danskt matarstell Dan-Ild 66. Það er úr postulíni eldföstu með gráum og bláum doppum meðfram brúnum diskanna. Postulín er yfirleitt sterkara en leir (fajance) en þó er styrkleikinn einnig kominn undir þykkt efnisins og lögun hlutarins. Brennslustigið er mjög hátt, þegar verið er að brenna postuiín, svo að hlutirnir verða næstum því gagnsæir. Með því að halda disk upp í ljós eða birtu, má sjá, hvort hann er gerður úr postulíni, þá sést skugginn af fingr- unum gegnum diskinn. Vínglösin eru frá Holmegárds glasværk í Danmörku. Minni glösin kosta 240 kr. en þau stærri 270 kr. Hnífapörin úr ryðtraustu stáli eru frá Austurríki. Skeið, hnífur og gaffall kosta 296 kr., teskeiðar 47 kr. stvkkið og kökugafflar 54 kr. Ef ábætisrétturinn er t. d. rjómaís, er þægilegt fyrir gestina að nota tvö áhöld og hafa því hér verið látin gaffall og skeið f.vrir ofan disk- inn. I borðskreytingunni eru rósir, brúðarslör og gerbera. Alltaf er heppilegt að leggja hvítan damaskdúk á borðið en mislitir dúkar eru einnig fallegir, enda er nú á dögum völ á dúkaefni í ótal litum og munstrum. Diskarnir kosta 276 kr. en allt matarstellið fyrir átta (3 diskar á mann) með þremur matarfötum, sósukönnu, skaftpott og tveim grænmetisskálum kostar samtals 11377 kr. © Hér er danskt kaffistell Relief. Smádúkarnir eru handofnir úr hampi. Litirnir fara sérlega vel við kaffistellið. Gaman er að eiga kertastjaka eins og stellið. Tekannan er með hanka gerðum úr tágum. Bolli með kökudisk kostar 591 kr. en kaffistellið fyrir sex með öllu tilheyrandi kostar 8604 kr. o Hér sjáum við grænt matarstell með grænu munstri á ljósgrænum damaskdúk. En dúkurinn var áður hvítur og hefur verið litaður í samræmi við matarstellið. Matarstellið er frá Rörstrand postulíns- verksmiðjunni 1 Svíþjóð og heitir grön Anna. Munstrið er málað undir gljáhúðina eins og á matarstellinu Cadiz. Hver matardiskur kostar 155 kr. en bollinn 185 kr. 26 VIKAN 37. TBL. fcí j II I CsI'jÆéZI;-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.