Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 5
fáránleg mótsögn að lögvernda neyzlu tóbaks og alkóhóls en banna hass og marijuana, sem margir trúverðugir menn hafa fullyrt að sé að minnsta kosti alls ekki skaðlegra en áfengi. En á hitt má líka benda að nóg sé að hafa brennivínið og tó- bakið til að eitra fyrir okkur og börn okkar, þótt ekki sé farið að bæta hassinu ofan á. Hass og marijúana hefur þegar um langt skeið verið almenn neyzluvara fjölda fólks í Banda- rikjunum, þrátt fyrir öll boð og bönn, og má því heita eðlilegt þar að á brott sé numinn laga- stafur, sem flestir virða að vett- ugi hvort sem er. Öðru máli gegnir hér á landi. Þótt svo virð- ist að oftast sé hægt að fá hass með litlum fyrirvara ef reynt er (og aldrei greiðlegar en síðan hundkvikindið fræga fluttist inn), þá er ekki að heyra að eftirspurnin eftir því sé mjög al- menn. Væri það hins vegar leyft með lögum, gæti það vel orðið til að stórauka neyzluna. Skyldi nokkur ástæða vera til þess? Ætli við höfum ekki nóg eitur og dóp samt — lögum sam- kvæmt? Og svo eitt enn: hingað til hef- ur verið talið hæpið að taka mark á skoðunum manna á áfengi, þegar þeir hafa sjálfir verið undir áhrifum þess. Ætli skoðanir stónaðs manns á hassi séu nokkuð hlutlægari? Annars væri mjög áhugavert að fá meiri skrif um þetta hingað í Póstinn — einnig frá þér, ekki sízt ef áhrifin skyldu einhvern tíma rjúka úr þér. Kodak Instamatic 55-X kr. 1.579.00 Kodak Instamatic 155-X kr. 1.999.00 Kodak Instamatic 255-X kr. 3.057.00 3 Kodak Instamatic-X myndavélar, sem ekki nota rafhlöður við flashlampa. Eru til stakar og í gjafakössum. Kodak Instamatic — gjöf sem gleður. HANS PETERSENt BANKASTR. — SÍMI 20313 GLÆSIBÆ — SÍMI 82590 GOÐAR FERMINGAR GJAFIR FRÁ KODAK 15. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.