Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 15

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 15
— Það er sorglegt, frú, en þessi maður er dáinn, við verðum að kalla á lögregluna, sagði sjúkrabílstjór- inn. — Hann verður að liggja óhreyfður þar til lögreglan keinur. Mér þykir fyrir því, en þannig eru lögin. Lögregluþjónn skrifaði niður framburð systranna. Leonard Day kom oft drukkinn heim, seint á kvöldin, sögðu þær. Það hafði ein- mitt skeð þetla kvöld. Þær hefðu verið komnar í rúmið, en lirokkið upp við hávaða og þegar þær komu fram, lá hann þarna. Þær hefðu hringt eftir sjúkrabíl. Annað höfðu þær ekki að segja. Lögregluforing- inn sagði þeim að hann þyrfti ekki að vita meira, en síðar yrðu þær að sjálfsögðu að mæta til yfirheyrslu. Bettina skrifaði undir formlega yf- irlýsingu um að likið væri af eigin- manni hennar og síðan var farið með það í líkhúsið. Stutt rannsókn gaf til kynna ,að Day hafði kafnað. 'Hann liafði verið mjög drukkinn, þegar hann féll niður stigann og þar sem hann kom niður á höfuðið, liafði innihald magans kæft hann. Systurnar mættu til yfirheyrslu, klæddar sorgarbúningi, og gáfu sömu skýrslu og áður. l’rskurðað var að Day hefði látizt af slysförum og þess var getið bæði í morgun- og kvöldblöðum og sagt að systurnar liefðu vaknað við hávaða klukkan 23.30 um kvöldið. Daginn eftir yfirheyrsluna kom áhyggjufullur bjórkarl inn á lög- reglustöðina og sagðist liafa grun um að systurnar hefðu ekki sagt rétt frá. Hann var kunningi hins látna Leonards Day og honum fannst þetta allt mjög dularfullt. — Það er ekkert dularfullt, sagði lögregluforinginn. — Hann var dauðadrukkinn, datt niður stigann og dó. — Já, einmitt, sagði maðurinn. — En hann heflir ekki getað dottið nið- ur stigann klukkan hálf tólf, eins og frúrnar sögðu. Ég fylgdi honum heim og liann fékk mér lykilinn að útidyrunum og ég opnaði fyrir hon- um. Svo stóð ég þar og horfði á hann staulast upp stigann. Ég skellti svo í lás og fór heim. En þá var klukkan ekki hálf tólf, heldur vant- aði hana kortér i ellefu. Þær hafa kannski litið skakkt á klukkuna, en hún var ekki meira en það sem ég sagði, það get ég svarið. Lögregluforinginn, sem hafði yf- irheyrt systurnar, skrifaði hjá sér framburð mannsins og fór svo til knæpunnar - þar sem félagarnir liöfðu setið við drykkju þetta um- rædda kvöld. Hann talaði við þjón- ustustúlku, sem hafði verið á vakt og spurði hana ýmissa spurninga. Hún sagði að félagarnir hefðu farið af knæpunni klukkan liálf ellefu eða eitthvað þar um bil. Þeir hefðu háðir verið mjög drukknir. Lög- , regluforinginn komst líka að því að það tók þá ekki nema i hæsta lagi tiu minútur að ganga heim til Days. Lögregluforinginn liafði ekki til- hneigingu til að leggja eyrun að framburði drukkins manns, en hann tók samt fram öll gögn í málinu, til að vega þau og meta. Tvibura- systurnar höfðu liahiið því fram að Dav hefði komið heim klukkan hálf tólf, eða að þá hefðu þær vakn- að. Það var engin ástæða til að rengja það. Það gat verið að Day liefði komizt upp stigann, eins og félagi hans sagði. Síðar gat hann hafa setið þar um stund til að hvíla sig, staðið svo upp og fallið niður. Lögregluforinginn hafði ekki hugsað sér að táka málið fyrir að nýju, en hann athugaði samt skýrsl- ur læknisins og sá að krufning hafði ekki farið fram. Sú staðreynd að maðurinn hafði verið ofurölvi og Framhald á bls. 35.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.