Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 32
Vegna misskilning voru þau aðskilin um alla eilífS ... Thérese var trúnaðarmaður Daniéle og Gérards. Daniéle skrifaði henni úr fangelsinu og Gérard laumaðist til hennar, til að fá fréttir. Þegar Slangan var látin laus missti Daniéle alveg trúna á sjálfa sig. Hún var nú algerlega einmana, á valdi örvæntingar sinnar. „Mig langar til að segja að mér líði vel og að ég reyni að sýna einhverja mótspyrnu, en þannig er það ekki. Ég hefi enga orku til að bera hönd fyrir höf- uð mér hvað þá annað. Ég finn að ég er orðin allt önnur. Ég að taka hendurnar úr kápuvös- unum. — Mér er kalt, sagði hún. Hún leit upp. Henni fannst heil eilífð frá því hún hafði séð fyrrverandi eiginmann sinn. Hann var hrærður, en sýndi ekkert annað en háttvísi. Það var gott, — það bezta sem hann gat gert fyrir hana. Daniéle hafði ekki þörf fyrir viðkvæmn- isleg orð þessa stundina, hún þarfnaðist aðeins einhvers, sem gat hjálpað henni, hugsað um hana. Hann kom, svo einfalt var það. — Hvar eru börnin? spurði Daniéle. — Heima hjá mér. Þeim líð- ur vel og þau vita ekki neitt. — Er það satt? Hann kinkaði rólega kolli og tók undir arm hennar og þau gengu hægt áleiðis. Daniéle var hún hafði notið að undanförnu, væri til einskis. Angistin heltók hana. — Brostu ekki, sagði frú Jaias. — Komdu út, ég ætla svo að koma bílnum fyrir. Daniéle gerði eins og hún sagði og tróð sér í gegnum mannþröngina. Henni fannst líða heil eilífð, þangað til hún var sezt á stól inni í réttarsaln- um. Gegnum opnar dyr salarins sáust starfsmenn réttarins og Daniéle. Dyravörðurinn rýmdi salinn. Á göngunum tróðst hver um annan þveran. Dyraverðir og lögregluþjónar ruddu forvitn- um skaranum frá, en það gekk ekki hljóðalaust. Marc, Alain og Therése stóðu framarlega og reyndu að veita mótspyrnu, en hún. — Er það ekki? sagði hún hlæjandi og horfði glettnislega é. unga manninn. Gérard svaraði ekki. Konan hristi höfuðið og gekk leiðar sinnar. Það var nú meira hvernig þessi veröld var um- snúin. Therése stóð vörð við litlar hliðardyr, sem lágu beint út á götuna frá ráðhúsinu. Dyrnar opnuðust og Daniéle kom út. Frú Jaias studdi hana. — Hvernig var þetta? spurði Therése áköf. . — Hræðilegt, svax-aði Dani- éle. —Það gekk ágætlega, sagði frú Jaias. — En við vitum ekki íirslitin fyrr en á morgun. — Gérard er hérna! sagði Therése. Það var eins og Daniéle vakn- FRAMHALDSSAGA EFTIR PIERRE DUCHESNE. 7. HLUTI. SÖGULOK Ást hennar var afbrot iofaði Gérard að berjast, en ég veit ekki hversvegna ég hefi svikið loforð mitt. Ef við eigum eftir að hittast, þá munt þú ekki þekkja mig ...“ Gérard lagði frá sér bréfið. í augum hans sást ekkert annað en tómleiki. Hann stóð graf- kyrr andartak, en svo gekk hann til dyra. Hann kastaði ekki einu sinni kveðju á Ther- ése en gekk rakleitt út. Svo fór hann beina leið til dómarans ... Með einhverju móti varð hann að losa Daniéle úr fangelsinu. Það gat verið að henni yrði sleppt og leyft að vera frjáls, meðan hún biði eftir réttarhöld- unum, ef hann færi heim til sín. Annars yrði hún að vera þar þangað til réttarhöldin hæf- ust... Eftir mikið þras, lét dómar- inn undan. Stórar dyr fangelsisins opn- uðust treglega, eins og þær vildu ekki sleppa hinni vesælu veru sem þar stóð. Hún deplaði augunum, því að sólin skein í augu hennar. Hún var óstöðug á fótunum, lyfti öxlum og stakk höndunum í kápuvasana. Maður stóð og beið hennar. Hann flýtti sér til henn- ar og tók hana í faðm sinn. Hún hallaði sér að honum, án þess veikluleg og mögur. Það var eins og hún ætti fullt í fangi með að halda höfði. Hún varð að nema staðar við og við. Hana svimaði. Það var stuttur spölur út að bílnum, en þau stönzuðu oft. — Heyrðu ... sagði Daniéle lágt. — Lofaðu mér nú ... ég verð að fá að vita það... Ef eitthvað kemur fyrir mig, færð þú þá ekki að halda börnunum? — Ég er faðir þeirra, svaraði maðurinn brosandi. — En úr þessu þarft þú ekkert að óttast. — Jú! Daniéle gat ekkert annað sagt. — Jú! Hún vissi betur... Framhlið ráðhússins var grá- svört og skellótt af dúfnadriti. Það gerði bygginguna ennþá skuggalegri. Fjöldi forvitinna hafði hópast saman fyrir framan þrepin. Það urðu miklar stympingar og oln- bogaskot, allir vildu sjá þegar bíl Daniéle, sem frú Jaias ók, var ekið upp að gangstéttinni. Myndavélar hófust á loft og blaðamennirnir olnboguðu sig áfram og umkringdu bílinn. Flassljósin blossuðu áður en Daniéie komst út úr bílnum. — Hvað á ég að gera? spurði Daniéle, sem var gripín ofboði. Það var eins og sú hvíld, sem lögregluþjónarnir stjökuðu þeim frá. — Hvað gengur á? spurði einhver. — Fyrir luktum dyrum, sagði Therése. Mann fjöldinn beið fyrir ut- an ráðhúsið. Fólkið stóð í smá- hópum á tröppunum og talaði ákaft saman. Á gangstéttinni námu veg- farendur staðar, til að forvitn- ast um orsökina að þessum lát- um. Húsmóðir gekk framhjá, með körfu á handleggnum og niðursokkin í hugsanir sínar. Hún hafði næstum rekizt á ung- an mann, sem stóð og horfði á það sem fram fór við ráðhús- tröppurnar. Konunni fannst þetta geðugur piltur. — Hvað gengur á? spurði hún. — Hvað er allt þetta fólk að gera? Ungi maðurinn sneri sér að henni, eins og hann hefði vakn- að af draumi. Hann brosti hæ- versklega og hann hafði mjög fallegt bros. — Það er verið að dæma kennara, sagði ungi mað- urinn. — Kennslukonu. Hún er ákærð fyrir að elska einn af nemendum sínum. Konan varð hneyksluð á svip- inn. — Eins og það séu ekki nóg- ir karlmenn í Rouen! hrópaði aði til lífsins. -— Hvar er hann? . — Nú megið þið ekki fara heimskulega að, sagði frú Jaias og dró Daniéle með sér að biln- um. — Það væri hreint brjálæði að hitta hann hér, þar sem allt er fullt af blaðamönnum og 1 j ósmyndurum! -—- Hann verður þá í Jardin des Plantes! sagði Therése. Frú Jaias svaraði engu en átti Daniéle upp í bílinn. Ther- ése hljóp til að finna Gérar. Gérard var kominn, þegar Daniéle kom á mótstaðinn. Hún þaut 1 faðm hans og gekk svo nokkur skref aftur á bak, til að virða hann fyrir sér. Hún vildi líka að hann gæti séð hana. Hún var svo falleg að Gérard gat ekki leynt viðkvæmni sinni og þrá eftir henni. — Hvernig gekk þetta? var það eina sem hann gat stunið upn. Daniéle hvarf aftur til veru- leikans. Brosið hvarf af ásjónu hennar. — Skap’ega, sagði hún í léttum tón. Hún vildi ekki iþyngja honum með ótta sínum og áhyggjum. En röddin sveik hana. Óttin og angistin fengu yfirhöndina. Gérard tók hana í fað sinn og ioksins lét hún undan tilfinn- ingunum. Hversvegna átti hún ekki að treysta honum. Hann 32 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.