Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 31
VEKIÐ EKKI SOFANDI BjÖRN
SMÁSAGA EFTIR
NILS PARLING
Og nú var það grábjörn,
sem þeir leituðu
að. Þeir komu hingað
eftir götustígnum
mínum frá aðalveginum
og vildu, að ég
hjálpaði þeim við að
vekja bjarndýr, sem
þeir svo að segja höfðu
keypt fyrirfram ...
■mm
11111
,
I I
'v S ' s
:
Traustlega byggður bjálkakofi með
rúmfletum og stríðhærðum skinn-
ábreiðum. Á borðinu reykt elgs-
læri, rýtingi stungið í þykkasta
kjötbitann eins og skrautpinna.
Rjúkandi svart kaffi eða glas af
sterku „Ever Clair“, til að taka saltbragð-
ið af kjötöinu. Þetta er meira en nauð-
þurftir lífsins. Þetta er veizla.
Og fyrir þessu gestgjafi, sem er reiðu-
búinn til að skýrafrá óralangri reynslu
sinni sem veiðimaður hérna í auðninni.
Óli gamli Jansen, fornmaðurinn norski við
Kathleen-vatn í landamærafjöllunum
milli Kanada og Alaska.
— Sem sagt, drengir. Þið getið aldrei
treyst honum. Hann er duttlungafullur,
bráður og reiðigjarn. Og sérstaklega ef
hann er truflaður eftir að hann er lagztur
til dvalar fyrir veturinn ... Heima í gamla
daga var til málsháttur... Og eins og
með þennan hérna ...
„Þessi hérna" er hlutur, sem hann sæk-
ir inn í skáp í litla svefnskálanum. Hrjúf-
ar og veðurbarðar hendur hans snúa hlutn-
um til og venda, til að sýna hann betur.
Hrukkótt andlitið er óvenjulega alvarlegt,
dapurlegar minningar varpa skugga á sæ-
blá augu hans.
Lampaljósið varpar beingulum bjarma
á hauskúpuna í höndum hans. Tveggja
tommu langar höggtennurnar skína ó-
hugnanlega. Svartar augntóftirnar gína
tómlega mót gestunum, sem skjálfa af
æsingi.
— Hauskúpa af morðingja, heldur gamli
veiðimaðurinn áfram og lætur þykka nögl
vísifingurs fylgja margra millimetra
djúpri skoru í ennisbeini hauskúpunnar.
— Og þarna sjáið þið, hve tilgangslaust er
að reyna að skjóta í hauskúpuna að fram-
an, ef vinkillinn er of stuttur. Eins og
kom fyrir annan þeirra þeirra. Kúlan kom
skáhallt og rauk í burtu... Jæja, ég skal
segja ykkur söguna ...
Hann leggur glottandi grábjarnarhaus-
kúpuna á borðið við hlið elglærisins. Lyft-
ir glasinu til að fá sér smásopa. Tekur
fram tóbaksdósina, bankar í hana og læt-
ur vænan skammt í stórgert nefið. Mað-
urinn er áttræður, en innan þykkra var-
anna má sjá allsendis óskemmdar tennur,
þó að svo virðist sem yfir þær hafi verið
strokið með þjöl allt niður að tannholdi.
— Já, strákar. Það var málshátturinn, já.
Vekið ekki sofandi björn! Og það er svo
sannarlega rétt.
Óhjákvæmileg þögn meðan hann treður
tóbaksdósinni í buxnavasann og þurrkar
biún tóbakskorn af hökunni. Beingul
hauskúpan á hrjúfri borðplötunni fær ó-
blítt augnatillit. Síðan:
—• Þeir komu hingað frá Reddings við
Sacromento-ána í Kaliforníu. Það var fyr-
ir fimm árum... Það verða fimm ár í
næsta mánuði. Tom Bradley hét annar.
Hann átti plastverksmiðju. Kunningi hans
hét Ernie Thompson, og hann átti víst
bílaverkstæði þarna niðurfrá. Báðir voru
þrautreyndir veiðimenn, eftir því sem
þeir sögðu sjálfir. Maður hefði getað hald-
ið að þeir hefðu með vopnum sínum út-
rýmt öllum elgsdýrum úr Klettafjöllum,
ef trúandi var afrekssögum þeirra. Verk-
smiðjueigandinn hafði þar að auki skotið
bjarndýr. Svart! Drottinn minn, drengir!
Samanborið við Old Efraim, grábjörninn,
má segja, að sá svarti sé sára meinlaus
eins og úrkynjaður Nýfundnalandshund-
ur, og heldur ekki ýkja stærri.
Og nú var það grábjörn, sem þeir leituðu
að. Eyddu 500 dölum í leyfi, því að grá-
bjarnaóhræsið er friðað ... nema í sjálfs-
vörn... og stjórnin ein veitir leyfin. Og
svo komu þeir hingað eftir götustígnum
mínum frá aðalveginum og vildu að ég
hjálpaði þeim við að vekja bjarndýr, sem
þeir svo að segja höfðu keypt fyrirfram
af slægum Indíána í Klukshu, gamlan grá-
björn, sem Indíáninn vissi af í híði nokkr-
ar mílur uppi í fjallinu hinu megin við
Kathleen-vatnið.
Indíáninn hafði sjálfur engan áhuga á
að fara með þeim. Rauðskinnarnir hafa
kannski ekkert orðatiltæki eins og ég
sagði ykkur frá, en þeir vita alveg, hvað
þeir gera. Og þeir ganga ekki til móts við
dauðann, nema þeim sé þvingað til þess.
— Þeir komu hingað um miðjan dag og
voru yfir nóttina. Ekki vantaði hvatningar
af þeirra hálfu, og þeir sögðust vera góðir
v eiðimenn, báðir tveir. En ég neitaði. Ég
var farinn að eldast og vildi ekki þvæl-
ast út í ónauðsynleg ævintýri. Þar að
auki var ég með nokkrar fellur norður
með ánni. Ég sagðist verða að passa mitt,
því að fjallfressinn er alltaf á kreiki og
Framhald á bls. 39.
15. TBL. VIKAN 31