Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 8
EFIIR LÚPUS
STEFÁN VALGEIRSSON
HANN NÝTUR SÍN
INNAN UM FÓLKIÐ,
ÞÓ AÐ HANN VIRÐIST
SPAUGILEGUR TILSÝNDAR
Framsóknarmenn í Eyjafirði liafa
undanfarin ár séð á bak tveimur
foringjum sínum. Bernharð Stef-
ánsson hætti þingmennsku við kjör-
dæmabreytinguna haustið 1959,
settist í helgan stein eftir langan
stjórnmálaferil og að loknu merku
ævistarfi, og átti skammt ólifað.
Garðar Halldórsson bóndi á Ril'kels-
stöðum í Öngulsstaðahrep])i skipaði
svo þriðja sæti á framl)oðslista
Framsóknarflokksins á Norðurlandi
evstra, þegar Bernharð kvaddi, og
var kjörinn þingmaður héraðsins,
en farinn að lieilsu og lézl á kjör-
tímabilinu. Fóru Eyfirðingar hrak-
farir fyrir Þingeyingum og Akur-
eyringum, er Framsóknarflokkur-
inn fylkti liði á þessum slóðum við
alþingiskosningarnar 1959. Ingvar
Gíslason kom þá i stað Garðars lieit-
ins á Rifkelsstöðum, en Hjörtur Eld-
járn Þórarinsson á Tjörn í Svarfað-
ardal skipaði fjórða sæti framboðs-
listans, þar eð Karl Kristjánsson og
Gísli Guðmundsson högguðust hvor-
ugur í tveimur efstu sætunum. Vann
Framsóknarflokkurinn drjúgum á í
kjördæminu þessu sinni, en Iljört-
ur bóndi féll eins og við mátti bú-
ast og virðist upp úr þvi liafa gerzt
afhuga þátttöku í landsmálum. Undi
flokksdeildin í Eyjafirði hlut sín-
um illa og hugðist rétta hann hrátt.
Gafst tækifæri til þess, er leið að
alþingiskosningunum 1967. Kom þá
til sögunnar Stefán Valgeirsson
bóndi i Auðbrekku í Hörgárdal og
tók upp merkið eftir Bernharð og
Garðar. Fannst mörgum frami hans
skjótur, en aðdragandi var nokkur.
Stefán Valgeirsson fæddist að
Auðbrekku í Hörgárdal 20. nóvem-
ber 1918, sonur Valgeirs Árnasonar
bónda þar og lconu hans. Önnu Ein-
arsdóttur, og er föðurættin úr
Eviafirði og Þingeyjarþingi, en
móðurkynið austfirzkt. Ólst Stefán
upp mjög að hætti jafnaldra sinna
i þá tíð. Hann naut aðeins far-
kennslu i sveit sinni á æskuskeiði.
én nam svo búfræði i Hólaskóla
hinum nýja og lauk prófi þaðan
1942. Vandist hann öllum venjuleg-
um landbúnaðarstörfum og að auki
nýrri véltækni og þótti ungur lið-
tækur. Vann hann um skeið að
jarðabótum fyrir hændur i Hörgár-
dal og grennd eftir skólavistina á
Hólum í Hjaltadal, en hélt til
Reykjavíkur 1944 og hugðist láta til
sín taka í höfuðstaðnum. Starfaði
liáhn fyrst að trésmíði, en gerðist
síðan verkstjóri hjá Reykjavíkurbæ
og vann einkum við garðlöndin og
íþróttavellina. Stefán hvarf aftur
heim í Auðbrekku 1948 og hóf fé-
lagshúskap móti Þóri hróður sín-
um. Hann veiktist af Akureyrar-
veikinni svokölluðu 1949 og varð
hart úti. Reyndist honum erfiðis-
vinna ofraun og hugði því á önnur
úrræði sér til framfæris en smala-
mennsku og heyskap eða slík úti-
verk. Fluttist liann til Keflavíkur
1953 og réðst bifreiðastjóri lil setu-
liðsins á Keflavíkurvelli, en atvinna
á vegum j)ess taldist þá uppgrip.
Komu og hrátt í hlut lians ýmis
trúnaðarstörf. Stefán var kjörinn
formaður í félagsskap starfsmanna
á Keflavíkurflugvelli á stofnfundi
og síðan skipaður félagsmálafuíl-
trúi þar til leiðbeiningar og fyrir-
greiðslu. Gekk liann vasklega fram
að bæta kjör og aðbúð íslenzku
starfsmannanna í herstöðinni á Mið-
nesheiði og lenti í sögulegum deil-
um. Vék hann hrott af j)essum vett-
vangi af þvi tilefni, en gerðist leigu-
bílstjóri í Keflavík, oddviti Bif-
reiðastöðvar Keflavíkur og verka-
lýðsforingi á Suðurnesjum. Jafn-
framt átti liann j)átt í félagsbú-
skapnum heima á ættaróðalinu og
starfaði þar á sumrum, er þess var
kostur. Fluttist hann svo alfarinn
lieim í átthagana 1961 og settisi að
í Auðbrekku.
Aldrei hefur dulizt, livar Stefán
Valgeirsson teldi sig í flokki. Hann
var á sínum tíma formaður ungra
framsóknarmanna í Eyjafirði og
hefur ávalll þótt ákveðinn í skoð-
unum og ódeigur að halda þeim
8 VIKAN 15. TBL.