Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 33
var karlmaður og maðurinn sem hún elskaði. — Ég skal segja þér það, sagði hún, — þetta er eins og martröð. Fólk sem fyrirlítur mig og talar um mig eins og ég sé alls ekki viðstödd. Og ég verð að hlusta ... hlusta ... ... í tólf mánaða fangelsi skilorðisbundið, las dómforset- inn. Daniéle horfði á hann, skiln- ingsvana. Hún heyrði alls ekki allan pistilinn, sem hann las á eftir. Maðurinn var ekki hýr á brá, hann var súr og geðvonzku- legur, einfaldlega umboðsmað- ur embættisins. Daniéle hélt að allt væri glatað. Svo fann hún að einhVer tók um Jiendur hennar. Hún var hrædd. En þetta var verjandi hennar. Hann var himinlifandi. — Sýknuð, sagði hann. — Heyrðuðu þér það ekki? Daniéle hristi höfuðið. Hún átti erfitt með að trúa því. En hún sá að geði verjandans var engin uppgerð, svo hún varð rólegri. Þetta var á síðasta augnabliki, hugsaði hún, ég hefði ekki hald- ið þetta út lengur, ekki þolað meiri angist og ótta. Hún gekk út, blindaðist af sólinni og var næstum dottin í tröppunum. Frú Jaias studdi hana. Nú er þessu lokið, hugs- aði Daniéle. En þar skjátlaðist henni. Gleðihátíðin á heimili henn- ar fékk skjótan endi. Dyrabjöll- unni var hringt og Daniéle hljóp til dyra, hélt að það væri Gér- ard. En svo var ekki. Hún varð vandræðaleg og vonsvikin. Það var lögfræðingurinn. — Áttuð þér von á Gérard? sagði hann. — Hann kemur ekki. Brosið hvarf af ásjónu henn- ar. — Hvað hefir skeð? — Ekkert alvarlegt, sagði hann og róleg rödd hans gerði Daniéle ennþá órólegri. — Ákserandinn hefir áfrýjað. Þeir eru ekki ánægðir með sýknun- ina. Sýknunin felur það í sér að ekki er hægt að krefjast neinnar refsingar. Það er, til dæmis, ekki hægt að vísa yður úr starfi við skólann. Það er undirstaðan í mótmælum þeirra. Ef þér fáið fulla uppgjöf saka, þá getið þér krafist þess að fá aftur stöðu yðar... og eins og þér vitið, þá eru þeir svo hræddir við hneyksli... Ég er viss um að þér vinnið málið, en þér verðið að vera mjög var- kár. Þér megið ekki undir nein- um kringumstæðum hitta Gér- ard, fyrr en dómur er fallinn. Hann skilur það og hefir geng- izt inn á það. Hann þráir ekk- ert heitar en að sjá yður frjálsa. Hann sneri sér að unga fólk- inu, sem var saman komið hjá Daniéle. — Lofið því nú öll að þið gerið allt til þess að Dani- éle og Gérard hittist ekki! sagði sagði hann, alvarlegur í bragði. — Ef Daniéle vill það, sagði Therése og sneri sér að henni. — Já, sagði Daniéle, — ég vil það ... Daniéle fór á hvíldarheimili, þar sem hún ætlaði að dvelja meðan á biðtímanum stóð. Þetta var ljómandi notalegur staður í veraldlegum skilningi. Allt var snyrtiiegt, fólkið notalegt og umhverfið ákaflega fagurt. Daniéle hafði dvalið þar í hálfan mánuð. Hún gekk hugs- andi eftir malarstígnum í garð- inum. Henni fannst hún vera komin á það stig að hún yrði að taka einhverja ákvörðun. Hún flýtti sér upp á herberg- ið sitt, þar sem hún settist nið- ur til 'að skrifa Therése. „Ég þoli ekki lengur við hér, ég hefi ákveðið að fara. Ég er alveg uppgefin. Mig langar til að hitta Gérard. Það er mín síðasta von. Ég kem á laugardagskvöld ... Þetta var á þriðjudegi. Á íimmtudegi hringdi Gérard til Therése. Faðir hennar kom í símann. — Nei. Therése er ekki heima. Hún fór í nokkurra daga íerðalag með móður sinni. Hún kemur heim á sunnudaginn. — Þér vitið líklega ekki hvort hún hefir heyrt nokkuð frá Daniéle? spurði Gérard hik- andi. Faðir Therése beið um stund, áður en hann svaraði. Á síma- borðinu fyrir framan hann lá þykkt óopnað bréf, sem var með tveggja dag gömlum póst- stimpli. Hann vissi að það var frá Daniéle Guénot. Hann var kominn á fremsta hlunn með að segja Gérard það og bjóðast til að lesa bréfið fyrir hann, en svo skipti hann um skoðun. Þetta kom honum ekki við. — Nei, það veit ég ekki, sagði hann. Laugardagskvöld . . . Það var uppstigningardagur Maríu. Járnbrautarstöðin var mannlaus .Lestin hafði verið troðfull af ungu fólki, sem var að fara í helgarleyfi. Daniéle gekk gegnum auðan biðsalinn og sá að gólfið var allt stráð Framháld. á bls. 36. 15. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.