Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 9

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 9
fram. Heimkominn eftir dvölina á Suðurnesjum hafði liann þó hægt um sig, en varð allt í einu lands- kunnur 1966. Urðu þá sem oftar miklar deilur um verðlagsmál landhúnaðarafurða og kjör bænda. Hafði Stefán í Auðbrekku orð fyrir þeim, sem kröfuharðastir þóttu, og eggjaði bændur fast að duga. Ár- angurinn kom í ljós, þegar alþing- iskosningarnar 1967 fóru í hönd. Karl Kristjánsson Þingeyingagoði vék þá af framboðslista Framsókn- arflokksins á Norðurlandi eystra, en ])ar með var sýnt, að þingsæti losn- aði. Gísli Guðmundsson skipaði öndvegið, og Ingvar Gislason færð- ist í annað sætið. Urðu framsóknar- menn í Þingeyjarþingi að sætta sig við sönui niðurlægingu og samherj- ar þeirra i Eyjafirði 1963. Spratt af þessu sundurþykkja, enda litlum vafa bundið, að flokksdeildirnar á Akureyri og í Eyjafirði höfðu gert með sér bandalag á hak við söfn- uðinn austan Vaðlaheiðar. Hafði Framsóknarflokkurinn storm í fangi í kosningunum nyrðra, en Stefán komst ekki í neina hætlu og varð þingmaður. Hélzl framboðs- listi Framsóknarflokksins á þessum slóðum óhreyttur um skipan efstu sætanna 1971 og var Stefán Val- geirsson endurkjörinn. Uppreisnarhugur Stefáns 1966 var aðeins látalæti til að minna á lil- veiu bóndans í Auðbrekku. Fyrir honum vakti að hreppa þing- mennsku og sjá sér farborða með léttri innivinnu. Þó situr hann eng- an veginn þegjandi i hægu sæti. Stefán hefur sig mikið i frammi á alþingi og fjallar ósmeykur um dag- skrá hvers fundar að kalla. Er mælgi hans næsta kostnaðarsöm og öðrum þingmönnum dálitið hvim- leið. Hann þekkir ekki feimni og ætlar sýnu minni vanda að rekja mál á löggjafarsamkomunni en smala fjöll og grundir í Hörgár- dalnum vor og haust. Eigi að síður sleppur Slefán furðanlega við harða árekstra. Garpar hafa skemmtun af tilhurðum Iians og hlíl'a honúm, en jafningjar gera sér naumast grein fyrir, hvað hann stendur höllum fæti í brekku. Þó munar um Stefán, þegar hann rek- ur erindi Framsóknarflokksins eða olar tota sjálfs sin utan al])ingis. Hann veit mátt samtaka og leggur mikið upp úr persónulegri kynn- ingu og' er ólatur að ferðast um kjördæmi sitt og hafa tal af kjós- endum. Ber þá mun minna á þeirri yfirborðsmennsku, sem einkennir framkomu lians og málflutning í þingsölum og þykir skopleg. Venju- legt fólk tekur manninum vel og álítur sér skvlt að greiða götu hans. Stefán á þess vegna mun auðveld- ara að telja um fyrir því en gáfna- ljós og menningarvitar. Hann nýt- ur sín innan um fólkið, þó að hann virðisl spaugilegur tilsýndar. Búskapurinn í Auðbrekku kvað til fyrirmyndar og auka mjög hróð- ur þingmannsins, sem á þar heim- ili. Finnnti ættliður í röð situr nú jörðina og býr þar við góða afkomu. Stefán Valgeirsson unir og glaður heima í Hörgárdal. Hann er skap- heitur og tilfinninganæmur og mun ljóst, að mörgum færi betur upp- hefðin á alþingi. Þangað fór liann af ríkri nauðsyn eins og norðlenzk- ur sveitamaður á vertíð sunnan lands eða vestan forðum daga. Stefán réðst á þing eins og í verk- stjórnina í Reykjavik og setuliðs- vinnuna á Keflavíkurflugvelli til þess að afla fjár að færa í búið heima í Auðbrekku. Hann er stolt- ur af þessum garði, sem Þorleifur faðir Björns rika gerði nafnkunn- an fyrrum. Stefán skortir vinnu- þrek eftir lömunina af völdum Ak- ureyrarveikinnar og verður aldrei samur aftur, en hann gefst ekki upp, þó að óvænlega horfi og syrti í álinn. Hraustur væri hann liins vegar önnum kafinn við húsýslu myrkranna milli dag hvern og hygði naumast á mannaforráð. Lúpus. 15. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.