Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 35
r
S. Oskarsson & Co. hf.
GarSástræti 8 - Sími 21840-21847
BARBARA OG
BETTINA
Framhald af bls. 15.
fallið niður stigann, virtist hafa
nægt til þess að.læknirinn tók
hana gilda' sem dánarorsök.
Lögregluforinginn ákvað samt
að athuga þetta mál nánar, án
þess að mikið bæri á. Hann
var ekki lengi að komast að
því að Day hafði gortað af
því að eiga tvær konur, sem
sé, konu sina og mágkonu, sem
nýlega var orðifT ekkja.
- Leonard Day sagði sjálf-
ur upp vinnu sinni, sagði einn
af félögum hans. — Hann og
konan hans fluttu til systur
hennar og einu sinni, þegar
hann var alidrukkinn, gortaði
hann af því að hann væri á
grænni grein, ætti tvær fal-
legar konur og þyrfti aldrei
að þræla meir, þar sem mág-
kona hans væri vellrík. Það
var engu líkara en að hann
hefði eitthvert vald yfir mág-
konunni . . .
Tim O'Connor lögreglufor-
ingi tók því til við að rann-
saka málið að nýju. Hann fór
til heimilislæknis Blanchettes.
Hann hafði lítið upp úr því, en
eftir að hann hafði talað við
nokkra af svallbræðrum Days,
ákvað hann að rannsaka mál-
ið gaumgæfilega, án þess að
ónáða ekkjurnar. Hann talaði
við opinbera ákærandann.
Sjálfur hafði hann lítið til að
hengja hatt sinn á, annað en
óljóst hugboð um að ekki væri
allt með felldu. Það var þessi
mismunur á tímanum, frá því
að félagi Days hafði séð hann
fara upp stigann til þess að
frúrnar sögðu að þær hefðu
vaknað við hávaðann, þegar
hann datt niður stigann. Og
þótt læknirinn hefði sagt að
Charles Blanchette hefði látizt
af hjartaslagi, voru engar
rannsóknarniðurstöður fyrir
hendi. Hann hefði því geta lát-
izt af öðrum orsökum. O'Conn-
or vildi vera viss í sinni sök
og þess vegna vildi hann láta
kryfja Leonard Day. Ef það
sýndi sig að dánarorsökin væri
sú sama, sem stóð í réttarskjöl-
unum, þá þurfti enginn að vita
um frekari rannsókn og ekkj-
urnar losnuðu við allt ónæði.
En réttarlæknirinn komst
að því að Leonard Day hafði
alls ekki kafnað í fallinu, held-
úr hafði einhverju verið þrýst
að hálsi hans, þar til hann gaf
upp öndina.
Þegar þetta kom i ljós, bað
lögregluforinginn um leyfi til
að láta grafa upp lík Charles
Blanchettes, áður en hann héldi
áfram frekari rannsóknum.
Líkið var grafið upp, með
mestu leynd og rannsakað. Það
sýndi sig þá að Blanchette
hafði alls ekki dáið úr hjarta-
slagi heldur af arsenikeitrun.
Systurnar voru teknar fastar
sama daginn, grunaðar um
morð. Þær voru settar sín i
hvorn klefann, svo þær hefðu
ekki tækifæri til að tala sam-
an og voru látnar bíða eftir
yfirheyrslu í marga daga.
Ef tvíburasysturnar hefðu
íhugað aðferðir lögreglunnar
jafnvel og þær íhuguðu morð-
aðferðirnar, þá er ekki víst að
þær hefðu svo auðveldlega
fallið í gildru lögreglunnar,
gildru, sem stíluð var upp á
frumstæðustu eðlishvöt mann-
skepnunnar: sjálfsbjargarvið-
leitnina. Sumir dómstólar við-
urkenna ekki slík vinnubrögð,
en það er ekkert í lögum, sem
bannar þau. Lögregluforingi
kom-inn í klefann til Bettinu,
með vélritaða pappírsörk í
15. TBL. VIKAN 35