Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 43
JUMBO svefnsófasettid og DAG yðuríhag JUMBÓ-sófasettið er einnig svefnsófasett. Sófinn er með lausum púðum f baki og sæti. Það getur enginn séð að um svefnsófa sé að ræða. JUMBÓ-settið er græsilegt sófasett. JUMBÓ-settið er norsk einkaleyfisframleiðsla frá EMKO. SKEIFAN KJORGA R-ÐI SIMI, 16975 snjóinn og þeir miðað vel á hann. — Drottinn minn, drengir. Hefði ég aðeins vitað, hvern endi þessi bjarndýraveiði átti eftir að hafa, þá hefði ég slegið þá í rot meðan þeir sváfu, bund- ið þá saman í böggul, merkt þá Haines Junction og sent í bögglapósti heim í Sacromento- dalinn. En þetta fór nú sem fór. Þrátt fyrir aðvaranir mín- ar, tóku þeir málið í sínar hend- ur... Þeir lögðu af stað yfir vatnið um sjöleytið næsta morgun. Sjálfur tók ég hundasleðann og fór í norðurátt. Ef til vill von- aðist ég til að þeir hættu Við allt saman og kæmu aftur, án þess að vekja upp einhvern skapvondan grábjörn, og þá væri ævintýrið úr sögunni. Færið var gott og veðrið milt, snjórinn varla meira en fet að dýpt niðri í dalnum. Ég var ekki með margar fellur, svo að ég var kominn aftur eftir 4—5 klukkustundir. Ég kastaði litl- um otri, renglulegum refi og nokkrum rjúpum í kassa utan dyra og ætlaði að ganga betur frá því síðar. Ég var einmitt að gefa hund- unum lax, þegar ég heyrði hvell innan úr skógarþykkninu vest- an vatnsins. Eitt einasta skot. Ég hlustaði, en heyrði ekki fleiri. Ég sagði því við sjálfan mig, að ef þetta hefði verið vegna grábjarnar, þá væri kannski eitthvað satt í þessu raupi og sjálfshóli mannanna um veiðileikni þeirra. Ég fór inn og setti kaffiketil- inn yfir, til að eiga nú eitthvað hressandi fyrir bjarnarveiði- mennina, þegar þeir kæmu aft- ur. En ég varð að drekka kaff- ið einn — þeir komu ekki. Óli gamli þagnar snöggvast, þurrkar sér um munninn með handarbakinu og gýtur augun- um til hauskúpunnar, alvarleg- ur á svip. —• Nei, drengir mín- ir. Þeir komu ekki. Ekki næsta klukkutímann og ekki þann næsta. Það var farið að rökkva í dalnum, þegar ég hlóð byss- una, lagði á hundana aftur og fór af stað til að leita. Við röktum spor þeirra yfir vatnið. Það var óhugur í mér og ég lét Duschka, forystuhund- inn, auka hraðann eins og sleð- inn þoldi. Ferðin gekk vel yfir ísinn, og innan skamms vorum við við skógarmörkin. Þar fund- um við annan veiðimanninn. Hann kom skríðandi niður brattann. Eins og slegin ugla eða öllu heldur eins og særður selur, sem í síðustu krampa- teygjunum reynir að ná til vatnsins. Þannig skreiddist hann milli trjánna. Bak við hann var sióðin eins og rguð renna á hvítum grunni. Drottinn minn, drengir. Það var enn nógu bjart til að skjóta, og ef þess gerðist þörf, gat ég sleppt hálfvörgun- um, sem voru fyrir sleðanum. En sannleikurinn er sá, að það var sem kalt vatn rynni eftir hryggnum á mér, þeg^r ég sneri þessari skríðandi byrði við á sleðanum. Þetta var Bradley, eigandi plastverksmiðjunnar. Ég þekkti hann aftur á stór- köflótta jakkanum, sem líktist mínum eigin jakka. En jafnvel hans eigin móður hefði verið um megn að þekkja hann aftur af andlitsdráttunum, svo illa var hann leikinn í andlitinu. Hann hlaut að hafa fengið bjarnarklærnar í andlitið, því að augabrúnirnar héngu í lufs- um niður fyrir nefið og önnur kinnin var rifin í burtu, svo að skein í kjálkabeinið. Brjóstið var bara tætlur og blóð, og mitt út úr þessari eymd gnæfði eitt rifbein. En hann lifði, og af þeim fáu orðum, sem hann gat stunið upp, skildi ég, að það væri hann, sem öllu máli skipti, nú orðið. Hann tal- aði eitthvað um grábjörn, bezta vininn, dauðann og eitthvað fleira, sem mér gafst ekki tóm til að hlusta eftir þá. Ég spennti hann fastan á sleðann, lét hund- ana spretta úr spori, og svo komum við hingað. Það varð ekkert af því, að ég gengi frá litla otrinum eða mjóslegna refinum þetta kvöld. En Guð minn góður, hve aumur og ve- sæll einn syndari getur orðið, þegar ólánið dynur yfir hann, þrengir sér yfir hann og krefst fórnar. Bradley hafði misst of mikið blóð. Læknir var hvergi nær en í White Horse, og þang- að voru um 100 kílómetrar. Sjúkraflugvél og blóðgjöf á stundinni hefði kannski getað bjargað honum. En við vorum fjarri allri byggð og höfðum engin flutningstæki. Lífið fjar- aði fljótlega úr tættum líkam- anum, hvað sem ég gerði til að stöðva blæðingarnar. Einhver stór æð hlýtur að hafa verið slitin. Hið eina, sem ég að lok- um gat gert, var að hella í hann brennivíni, til að lina kannski þjáningarnar. Hann hlýtur að hafa verið orðinn algjörlega Framhald á bls. 46. 15. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.