Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 48
lega, svo nærgætin og ennþá einu sinni furðaði ég mig á því að hún skildi vilja mig. — Ég stakk af, sagði ég bit- urlega, — þau í burtu með róf- una milli lappanna. — En maðurinn var dáinn, þú gazt ekkert gert fyrir hann. Mér finnst það ekkert hetjulegt að horfa á slys. Mér finnst þú hafir gert það rétta. — En það var ekki þess vegna sem ég hljó í burtu. Ég var hræddur um að einhver myndi segja að ég hefði hrint honum. — En þetta eru alveg eðlileg viðbrögð. — Já, auðvitað, táknræn fyr- ir mig. Ég hætti ekki á að segja upp auðvirðilegu starfi og byrja á einhverju nýju, ég þori ekki að hætta á neitt, ég þori ekki einu sinni að koma mannlega fram. Jú, að vísu er það eðlilegt... Næsta morgun var skafheið- ur himinn og glampandi sól- skin. Alice lét sem ekkert hefði skeð og Polly vildi endilega sitja á hnjánum á mér við morgunverðinn. Hún var gælin og glöð, alveg dásamleg, þessi litla dóttir mín. Hún fylgdi mér út að hliðinu og þegar ég kom að horninu, sneri ég mér við og þá stóð hún þar ennþá og veif- aði til mín. Ég var í léttu skapi og hafði næstum gleymt mar- tröðinni frá því daginn áður. Nú fannst mér ég hefði gert mér óþarfa áhyggjur og það var fyrst þegar við nálguðumst strætisvagnastöðina að ég stakk hendinni í vasann, til að taka upp lykilinn. Hann var ekki í vasa mínum. En svo mundi ég eftir því að ég hafði skipt um föt, lykillinn hlaut að vera í jakkavasanum á hinum fötunum. Mér fannst ör- uggara að hringja til Alice frá vagnastöðinni. — Viltu gá hvort ekki er lykill í vasanum á gráa jakk- anum mínum. Flatur lykill að bankahólfi. — En við höfum ekki banka- hólf. — Gerðu eins og ég segi! Ég á ekki þennan lykil, fyrirtækið á hann. Mér var ískalt á höndunum og ég varð að þurrka svitann af enninum, meðan ég beiS. Loksins kom Alice til baka. — Ég fann hann. — Það er gott, geymdu hann vel. Bless. Þegar ég kom út úr símaklef- anum, út í sólina, varð ég ró- legur aftur. Ég fékk sæti í lest- inni og fletti í sundur blaðinu mínu. Ég hafði aldrei lagt það í vana minn að lesa forsíðu- fréttirnar um morð og ofbeldi, en nú var eins og ég gæti ekki íest hugann við annað. Óróleik- inn greip mig aftur. Blaðið var fullt af fréttum um allskonar ofbeldi og morð, það var stað- reynd og alls ekki hugarfóstur. Ég vafði blaðinu saman aftur. Þegar ég leit upp, sá ég unga konu á ganginum, virti hana fyrir mér um stund, en bauð henni svo sætið mitt. Ég gerði það ekki af hæversku einni saman, heldur vegna þess að hún var einfegursta stúlka, sem ég hafði augum litið, Það var l,íka betra að virða hana fyrir sér, ef hún sat en ég stóð. Hún var svarthærð og grá augun voru svolítið skásett, hörundið var eins og rjómi og andlits- drættirnir ákaflega fíngerðir. Það var hrein unun að horfa á hana. Að vísu elskaði ég kon- una mína, en sá maður sem við- urkennir ekki að hann hafi ánægju af að horfa á fagra konu, er hræsnari. Við Alice höfðum verið gift í fjögur ár, þegar Polly fædd- ist. Þegar við giftum okkur, var hún tuttugu og fimm ára og ég tuttugu og sjö. Hana langaði til að eignast heimili, þar sem hún hefði garð, svo við spöruðum allt hvað við gátum, til að tryggja okkur litla húsið í Trenton. Við vorum bæði mik- ið fyrir börn og vonuðum að viðættum eftir að eignast heíl- an hóp. En það varð að taka Polly með keisaraskurði, sem hafði ýmsar afleiðingar í för með sér og læknirinn sagði að við mættum ekki gera okkur vonir um að eignast fleiri börn. Ég kom tuttugu mínútum of seint á skrifstofuna og Fritz tók eftir því að ég átti bágt með Pöntunarseðill KLIPPIÐ HÉR Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, [ þv[ númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með I ávísun/póstávísun/frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). ....... Nr. 58 (9778) Stærðin á að vera nr. ...... Vikan - Símplicíty KLIPPIÐ HÉR Nafn Heimili 48 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.