Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 19
eru ótrúlega góðir . . . Hverj- um lánaði ég Woody Guthrie- plötuna mína? í guðanna bæn- um skilaðu henni, ég sef ekki á nóttinni . . . Þeir sem ekki hafa hlustað á Randy Newman ættu að gera það strax. Hann er stórfenglegur, samdi meðal annars „I think it‘s going to rain today“, sem m. a. Dusty Springfield söng á SÞ Festival- plötu nr. II . . . Ný plata er komin út með Ritu Coolidge og þykir sú góð . . . Jón Ólafsson (úr Töturum) og Herbert Guð- mundsson (Tilvera) hafa stofn- að hljómsveit ásamt Grími trommara úr Tilveru og tveim- ur bandarískum gítarleikurum . . . Mott the Hoople hafa tek- izt á hendur hljómleikaferða- lag. Með í förinni er sirkus . . . ha ha ha . . . Ætlunin var. að 1. apríl kæmi á markaðinn tvö- falt albúm með Rolling Stones . . . Neil Reed, skozki skóla- strákurinn sem söng Mother of mine var stoppaður af og rek- inn í skólann. í Skotlandi eru lög sem banna fólki á hans aldri að koma fram oftar en 40 sinnum á ári . . . Þetta minnir á vísuna eftir Davíð: Anna er bezt af öllum/hún ætti að búa í höllum./Hjá henni vildi ég vera/og vefja hana að mér bera. /Og væta hana tittlingstári/200 sinnum á ári!!! . . . Hlustið á The Great Blind Degree með Richie Havens . . . T. Rex eru í Ameríku og sagðir gera það gott . . . Platan með Graham Nash & David Crosby á að vera komin út. Hún tafðist vegna þess að kompaníum kom ekki saman um umslagið . . . Næsta plata frá Steve Stills heitir Monassis og er væntan- ileg á hverri stundu . . . Jose Feliciano er hættur að spila . eingöngu á kassagítar. Hann segist líka hafa gaman af að spila á rafmagnað tól . . . Með Jefferson Airplane er nú mað- ur á áttræðisaldri, fiðlari að nafni John Creach, kallaður Papa Creaeh . . . Hvar er Woody Guthrie-platan mín??? ? . . . Getur einhver selt mér vel með farið eintak af Sögu Hljóma? . . . Hinn svokallaði „bootleg“-markaður í Bretlandi hefur svo gott sem verið kæfð- ur . . . Kinks hafa bætt við sig fjórum mönnum til að koma fram á hljómleikum, eru það blásarar . . . „Þegar ég hafði spilað með Leslie & Corky, gerði ég mér grein fyrir að ég vildi ekki spila með neinum öðrum,“ sagði Jack Bruce um félaga sína í nýju hljómsveit- inni. Báðir voru úr Mountain Henry McCulloch og Paul McCartney í hljómsveitinni Wings, sem kom fram í fyrsta skipti í febrúar. Mynd- in var tekin við það tækifæri. . . . Leyndarmál: Fyrirhugað er að halda hljómleika í Reykjavík í byrjun sumars. — Verða þeir hljóðritaðir og gefnir út á grammifónplötu. Látið þetta ekki fara lengra, ég lofaði að þegja yfir því. Svo getur náttúrlega vel verið að ekkert verði úr þessu . . . Gunnar Þórðarson fékk sér píanó nýlga og segja kunnugir að honum fari svo mikið fram, að það sé hlægilegt . . . Man ekki eftir meiru í bili . . . hitt- umst á fimmtudaginn kemur, veriði sæl ... ☆ Kynþokkafulla stúlkan á myndinni heitir Sarah Gordon og er hluti af hljómsveitinni Quintessence. Verra gæti þaS verið. Nýjasta hljómsveitin hans Jack Bruce. Á myndinni eru Bruce, Leslie West og Corky Laing. Hljómsveitin heitir Bruce, West & Laing. 15. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.