Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 10
HEIMKOMAN SMÁSAGA EFTIR FRANCESCO CHIESA Hiö fyrsta, sem honum datt í hug, var að hlaupa, hlaupa burt, svo aö engin hætta væri á, að þeir tækju hann aftur til fanga ... —• Þú ert sýknaður, heyr- irðu það, sýknaður. Skilurðu það ekki? Lögfræðingurinn æpti dóm- inn í eyrað á honum, tvisvar sinnum, þrisvar sinnum og hristi hann til, en ungi maður- inn hélt áfram að drúpa höfði og bar fram hljóðlausri röddu spurninguna: — Hve mörg ár? . . . Hve mörg ár? Loksins skildi hann það. Það hljóp roði í andlit honum, hvarf síðan skyndilega og hann varð náfölur. Þeir leiddu hann burt og honum var sleppt fyrir rökkur, þegar ajlar nauðsyn- legar skýrslur höfðu verið und- irskrifaðar. Nú hafði hann sem sagt öðlazt frelsi á ný . . . Hið fyrsta sem honum datt í hug var að hlaupa, hlaupa burt, burt, svo að engin hætta væri á, að hann yrði aftur tekinn til fanga. En fæturnir neituðu að hlýða skipunum hans. f heilt ár höfðu réttarhöld og rann- sóknir staðið yfir, og hann hafði tamið sér sérstakt göngu- lag, hægt og silalegt. Hann gat ekki losnað við það á svip- stundu. Nú var allt -svo fallegt í kringum hann, allt svo stórt, svo óendanlegt, hvergi neinar hindranir, hvergi neitt, sem stöðvaði hann á vegi hans, hvergi varðm^nn með vopn og borðalagðar húfur. Átti hann að hætta sér á opna svæðið? Nei, hann taldi varlegar að ganga hægt umhverfis það meðfram húsaröðunum. Hér og þar stanzaði hann fyrir fram- an glugga eða fyrir framan bifreið, sem stóð við vegar- brúnina, en eftir andartaks töf hrökk hann við og leit skelfdur í kringum sig. Hann gat ekki losnað við þá óþægi- legu tilfinningu, að einhver væri að veita honum eftirför. Hin mörgu ljós götunnar kvikn- uðu allt í einu öll samtímis. í sterku ljósinu varð hann grip- inn hræðslu, — hræðslunni við að verða aftur tekinn til fanga. Þrátt fyrir þetta gat hann ekki slitið sig frá körfunum, sem voru fullar af tómötum, kirsu- berjum og grænmeti. Þessi sjón yljaði bóndahjarta hans. Að lokum kom eigandinn, sem var kona, út úr .verzlun sinni og spurði unga manninn, sem starði á varir hennar, hvort hann vildi kaupa nokkuð. Þetta voru fyrstu orðin, sem sögð voru við hann, eftir að hann slapp úr fangelsinu. Þau verk- uðu á hann eins og frelsun og vöktu hann úr þeim drauma- heimi, sem hann hafði lifað í undanfarinn klukkutíma. Því næst hélt hann áfram í sömu átt og hann hafði stefnt til og kannaðist brátt við veginn, sem lá um engi, skóga og litla bæi. Honum tókst smátt og smátt að greikka sporið og fyrir miðnætti náði hann til hins afskekkta bæjar foreldra sinna. Það var niðadimmt, ekki hið minnsta ljós sást, allt virtist í fastasvefni. Honum datt skyndi- lega í hug, hvernig hann gæti opnað dyrnar á fjósinu. Hann stakk hendinni inn um op við dyrnar, náði til lykilsins að innan, opnaði dyrnar hægt og varfærnislega, svo að ekkert marr heyrðist, og lokaði á eft- ir sér. Hann stóð kyrr í fjós- inu og virti fyrir sér þetta góðkunna umhverfi. Hann trúði því varla, að þetta væri satt . . . Yfir höfði hans blik- uðu stjörnur. Inni rak hann augun í knippi, sem stóð við einn stólpann. Af ilminum vissi hann, að þetta voru mórberja- kvistir . . . Já, það var víst maí eða júní . . . Tími silkipúpanna . . . Hann sá líka að það var sumar á því, að glugginn stóð opinn. Hann var alltaf látinn standa opinn í sumarhitunum til þess að hleypa fersku lofti til skepnanna. Hann lagði enn- ið við gluggakarminn. Nú heyrði hann greinilega þungan andardrátt skepnanna og örlít- ið skrjáf í keðjum. Hann and- aði að sér heitu og dásamlegu fjósloftinu. Nú fyrst fór um hann sælutilfinning. Nú fann hann loks, að hann var aftur frjáls, — að hann var kominn heim. — Ég er sýknaður, sagði hann upphátt, svo að einnig dýrin gætu heyrt það. Hann gekk ákveðinn að bæj- arhúsinu, barði að dyrum og kallaði, unz dauft ljós kvikn- aði í einum glugganum. Dyrn- ar opnuðust brátt. —• Nú, það ert þá bara þú, sagði faðir hans og lyfti ljós- inu og lýsti framan í son sinn. Síðan hengdi hann lampann á krók yfir borðinu, sneri sér aftur að syni sínum, sem enn- þá stóð á þröskuldinum. —- Það ert þá bara þú, end- urtók hann. —- Já, það er ég. Þeir hafa sýknað mig. Báðir þögðu. Faðirinn gekk að eldstæðinu, dró fram tré- skó, sem voru undir bekknum, fór í þá, sneri sér enn að syni sínum og tók um axlir honum til þess að fullvissa sig um, að það væri nú hann. Við dauft 10 VIKAN 15. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.