Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 39
ir og ber að dyrum og sparkar
: þær.
— Þér getið ekki verið hér,
segir húsvörðurinn, sem hafði
elt hann upp.
Fótatakið í stiganum þagnar.
Allt er aftur orðið hljótt.
Gérard gengur út á götuna.
„Ég óska þess“, skrifaði Dani-
éle, „ég óska þess, að það sem
henti mig, verði einhverjum
til góðs, jafnvel þótt þetta líti
út sem slys, uppgjöf...“
Daniéle Guénot er dáin. Það
er nótt.
Sngulok.
ÚLFKONAN
Framhald aj bls. 22.
ógnandi urr, sem kom á móti
ckkur, sýndi, að það var alls
ekki autt.
Ég kveikti á ljósinu — og
stóð síðan og starði á þessa
ótrúlegu mynd, sem fyrir aug-
un bar, í birtunni.
Það var ekki það, að sjá helj-
arstóran úlfinn hringa sig í
rúminu, sem olli mér anda-
teppu, svo að ég næstum snökti
— því að við því var ég búinn.
Nei, það sem orkaði mest á
taugarnar í mér, var að sjá
litla barnið hvíla milli fótanna
é stóra dýrinu, suða ánægju-
lega og hnoða mjúka gráa loð-
feldinni með litlu hnefunum.
Byssan rann úr hendi mér og
datt á gólfið. Heilinn í mér gat
varla trúað því. sem augun
horfðu á. En þá var,eins og
einhver dýrðlegur geisli af
himnum ofan fengi mig til að
átta mig.
Hin almáttuga, himneska
móðurást hafði sigrazt á alda-
gamaili bölvun. Stóra, grimma
úlfynjan var raunverulega að
gefa barninu að sjúga — barn-
inu , sem álögin höfðu ætlað
henni að tortíma!
Allt þetta sá ég, en lögreglu-
maðurinn leit ekki á annað en
dýrið. sem hann hafði verið að
elta. Ég sá glampa á gljáfægt
st-ál, er hann lyfti hendinni.
— Skjóttu ekki, bölvaður
bjáninn þinn! öskraði ég og
slökkti um leið ljósið, til þess
að rugla fyrir honum, ef hann
skyldi ekki hlýða mér.
En um leið og Ijósið slokknaði
klauf eldtunga myrkrið og
hvellurinn frá skammbyssunni
hans var eins og smáþruma.
— Bölvaður asninn! æpti ég.
■— Hvað hefurðu gert.
— Líklega er ég búinn að
kvitta reikninginn . . .
En hreyknin í honum varð
að óskiljanlegu tauti, þegar ég
kveikti aftur. Úlfurinn var horf-
inn, en í stað hans lá þarna
marmarahvítur og hreyfingar-
laus líkami Corinne Grantham
— stúlkunnar, sem nú hafði
fyrir fullt og allt aflétt bölvun-
inni, sem hafði öldum saman
legið eins og óhugnanlegur
skuggi yfir konunum í Josselin.
Lögreglumaðurinn stóð karl-
mannlega fyrir máli sínu við
réttarhaldið, sem á eftir fór.
Manngreyið varð að hlusta á
ýmsar óþægilegar athugasemdir
um „ógætilega meðferð vopna“.
En hann hafði vit á að þegja um
það, að úlfurinn hefði orðið að
konu á dauðastundinni.
Líklega hefur hann haldið, að
enginn mundi trúa þessu, og
hann langaði ekkert til að verða
talinn klaufal^gur lygari í við-
bót við hitt að vera klaufaleg
skytta. Svo yar fyrir að þakka
að örlæti og göfugmennsku Al-
ans, að mér tókst að tryggja
það, að lögreglumaðurinn skyldi
einskis i missa fyrir þagmælsku
sina. í dag er hann sennilega
efnaðisti lögregluþjónn í Sussex
— ef hann er þá ekki hættur
störfum fyrir löngu.
Dómarinn úrskurðaði „dauða
fyrir slysni". Og sá úrskurður
stendur góður og gildur enn í
dag.
Alan Grantham, sem var jafn-
hrærður af sorg eftir konu sína
og gleði yfir björgun sonar síns
á svo óvæntan hátt, hafði aldrei
minnstu hugmynd um „slysn-
ina“, sem hafði svo heppilega
höggvið á gordíonshnút hinnar
óhugnanlegu örlagaflækju, sem
hann hafði lent í.
Og hann fær heldur aldrei að
vita sannleikann — nema það
verði á þeim degi, handan graf-
arinnar, þegar öll leyndarmál,
verða uppvís.
ENDIR.
VEKIÐ EKKI
SOFANDI BJÖRN
Framhald af bls. 31.
getur átt það til að heimsækja
snörur og fellur. Og refurinn er
ekki seinn á sér að ráðast þar
til atlögu, ef hann festist ekki
sjálfur. Annars aðvaraði ég þá
og sagði þeim einmitt það, sem
ég hef verið að segja ykkur. Ég
minnti þá hvað eftir annað á
málsháttinn, sem ég var að
segja ykkur áðan. En þeir hlógu
bara að því, og Ernie Thomson
sagði, að svo sannarlega mætti
grábjörninn fá að sofa áfram ...
þeir ætluð bara að vekja hann,
svo að hann gæti hrist af sér
Framhald á bls. 43.
ÞU SVÆRR BETUR
með Centerfill sæng og kodda
* Fylling: 100% TERYLENE.
* Fellur aldrei saman.
* Tekur ekki raka.
* Þolir vélþvott.
jf Hindrar ekki útgufun.
* Margar gerðir.
12 nýtizku litir.
Jf Betra en.dúnn.
Centerfill ábyrgð.
© Vörumarkaðurinn fíí.l
1 Ármúli 1 a - Sími 86-113
15. TBL. VIKAN 39