Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 25

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 25
vinsælt í lieilan áratug. Þegai- förleiknum var lokið og tjaldið dregið frá, kom í ljós miðaldra kven- maður á miðju hlaði hóndabæjar og var að skaka strokk. Ekki var |>að efnilegt. En í sama l)ili lieyrðist hjartur haritón- söngur: ,.()h, What A Beautiful Mornin‘“ Litlu siðar kom söngvarinn i Ijós og revndist vei-a ung- ur og myndarlegur kúreki, geislandi af ánægju og auðvitað riðandi. Síðan fylgdi í kjölfarið hvert lag- ið öðru skemmtilegra, un/ ekki var lengur um að vill- ast: Leikhúsgestir höfðu gleymt sér og fylgdust sj)enntir með áframhald- inu. ()g þeir héldu áfram að njóta þess, sem þeir sáu og heyrðu. þar til tjaldið féll. Haldið var áfram að sýna þennan söngleik á Broadway á hverju kvöldi til 29. mai árið 1918 eða samfleytt í fimm ár og niu vikur. Arið 1955 var Okla- homa kvikmyndað og seinna gerð cinemascope- kvikmvnd af þvi. Hvað er það við þennan söngleik, sem gert hefur liann svona vinsælan? Þar eru vitanlega fleiri en einn og fleiri en tveir þættir samanfléttaðir, og að hverjum fyrir sig stóð úr- valsmaður. En það sem þeim tókst sameiginlega undir stjórn Mamoulians var að ná anda bandarisks sveilalífs í nýlegum hænda- hyggðum miðríkjanna und- 'f ir lok 19. aldar. Þá lifði þar J)ré)ttmikil og safarik kynslóð, hörn hrautryðj- endanna, sem söng og dansaði eins og andinn hlés henni í hrjóst. Jafnframt var þarna hrotið hlað í sögu söngleikjanna á Broadway. Hér voru engar steljmaraðir, sem bæta skyldu upp listrænt getu- leysi með kroppasýningu, Framhalcl á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.