Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 50
að koma mér að vinnunni.
— Nú ertu búinn að sitja í
tíu mínútur og horfa á þetta
uppkast, án þess að draga eitt
einasta strik, sagði hann. —
Hefir eitthvað óþægilegt komið
fyrir þig?
Rétt í því hringdi síminn, svo
ég slapp við að svara. — Þetta
er til þín, sagði Fritz og rétti
mér heyrnartólið.
— Er þetta Chamber? sagði
gróf rödd með kokhljóði.
— Já, hver er það sem talar?
— Ég heiti Shlakman. Segir
það yður nokkuð? En ég skal
hressa upp á minni yðar. Gamli
maðurinn var faðir minn. Ég
vil fá að tala við yður.
— Ég hefi ekkert við yður að
tala.
— En um lykilinn? Þér hafið
lykilinn.
— Ég get ekki talað við yður
hér, sagði ég og lagði á. Hönd
mín skalf, þegar ég greip penn-
ann.
Síminn hringdi aftur. Það
var sama röddin.
— Chamber. Ég ræð yður frá
því að leggja símann á. Ég er
að vara yður við, Chamber. Þér
eruð flæktur í hættulegan leik
og þér skuluð ekki ímynda yð-
ur að þér getið bjargað yður út
úr þeirri klemmu. Þér getið
komizt í verri vandræði en að
verða undir lest. Það er ýmis-
legt ennþá verra til, Camber.
Því fyrr sem við getum talað
saman, því betra. Það er hættu-
spil að hafa þennan lykil í fór-
um sínum. Nú hefi ég varað yð-
ur við.
Ég lagði hægt á og Fritz sagði:
— Ertu í einhverjum vandræð-
um?
Ég gat aðeins hrist höfuðið.
Allt var þetta með þeim ólík-
indum að ég' gat ekkert sagt,
þetta gat hreinlega ekki hent
mann eins og mig — John
Camber.
Klukkutíma síðar var ég kall-
aður inn til húsbóndans. Hann
sat með teikningu, sem ég hafði
gert, á milli handanna. — Hvað
é þessi teikning eiginlega að
þýða? sagði hann í reiðitón. Svo
íeit hann á mig og sagði vin-
gjarnlega: — Hvað er að sjá
þig? Líður þér ekki vel?
— Nei, mér líður ekki rétt
vel.
— Er þá ekki bezt að þú far-
ir heim? Gerðu það. Farðu bara
heim og legðu þig, þér líður
þá kannski betur á morgun. Er
eitthvað að heima hjá þré?
— Nei. Ég hristi höfuðið. —
Ekki meira en hjá fólki al-
mennt. Alice, já Alice ... Hann
horfði undrandi á eftir mér,
þegar ég fór út. Það var mikill
léttir að komast út.
Lyftuvörðurinn brosti til mín
og sagði: — Ég myndi líka flýta
mér, ef einhver lík henni biði
mín!
Ég horfði undrandi á hann.
— Unga daman, bætti hann
við.
— Hvaða dama?
— Ég veit ekki hver hún er.
Hún spurði eftir yður og ég
sagði henni hvar þér væruð og
hún sagðist ætla að bíða eftir
yður í anddyrinu.
Svo vorum við komnir alla
leið niður. Þetta hlaut að vera
einhver misskilningur, hugsaði
ég, þegar ég nálgaðist þá glæsi-
legu veru, sem stóð við gler-
hurðina og sneri baki í mig. Svo
sneri hún sér við og þá kann-
aðist ég við hana. Þetta var
stúlkan frá neðanjarðarlestinni!
Ég fann hvernig blóðið þaut
mér til höfuðs, bæði af gleði og
æsingi. Ég hugsaði ekki um
það þá stundina að það væri
undarlegt að hún þyrfti að tala
við mig.
Hún gekk á móti mér og rétti
fram höndina: — Þér eruð herra
Camber? Er það ekki? Rödd
hennar var lágvær og mjúk og
hún talaði með örlitlum hreim.
— Hvernig vitið þér hvað ég
heiti?
— Það skal ég segja yður
bráðlega, sagði hún hlæjandi.
— Ég heiti Lenny Montez. Ég
þarf að tala við yður. Eigum
við að ganga út?
— Ganga? Hvert?
— Hvert sem er.
Þegar við vorum komin út á
götuna var ég búinn að jafna
mig, svo ég gat hugsað. Ég nam
staðar og sagði: — En ég skil
þetta ekki, ungfrú Montez. Ég
þekki yður alls ekki. Ég hefi
aldrei séð yður áður.
— O, jú, sagði hún brosandi.
— Við hittumst í neðanjarðar-
lestinni í morgun. Eruð þér
búnir að gleyma því? Ég hefi
ekki gleymt því.
Ég virti hana fyrir mér og
varð mjög vandræðalegur.
Þegar ég sá hana svona ná-
lægt mér, varð mér ljóst að
hún var eldri en ég hafði haldið,
en jafnvel þótt hún væri tutt-
ugu og sjö til átta ára. var eitt-
hvað svo sakleysislegt yfir-
bragðið að ég skaut frá mér
þeirri hugsun að hún gæti ver-
ið viðriðin nokkuð vafasamt.
Ég gleymdi Alice, Polly og
því að ég var á heimleið...
Frarriháld í nœsta blaði.
SÍÐAN SÍÐAST
Framhrild aj bls. 6.
Og fjöldi fólks hefur eignazt
áhugamál út á ræningjann.
Tómstundaflugmenn nota alla
sína frítíma til að fljúga yfir
svæðið þar sem álitið er að
hann hafi stokkið og fjölskyld-
ur fara nú í „pikknikka" á
þetta skógarsvæði, í þeirri von
að finna hann sjálfan, fallhlíf-
ina — eða peningana, sem auð-
vitað yrði að skila aftur til
Northwestern Airlines. En ekki
eru allir jafn hrifinir af hetju-
dáð“ ræningjans. Flugmenn og
ílugfélög um þver og endilöng
Bandaríkin hafa lýýst yfir fyr-
irlitningu sinni á þessari tízku
Csem sífellt breiðist út) og tals-
maður TWA lét nýverið svo um
mælt, að ,,D. B. Cooper" væri
jafn hættulegur þjóðfélaginu og
Charles Manson & fjölskylda.
fbúi í Portland skrifaði bréf til
stærsta blaðsins í Oregon, The
Cregonian, og sagði þar meðal
annars: „Ég þekki persónulega
25 börn í barnaskóla hér í borg-
inni, og þau álíta öll að „D. B.
Cooper“ sé hetja og að hann
hafi ekkert gert rangt. Erum
við svo önnum kafin við að
safna peningum, að við látum
það dýrmætasta sem við eigum,
börnin okkar, halda að glæpa-
menn séu hetjur?“
Eins og áður segir, eru ekki
allir íbúar á þessu svæði sam-
mála þessum bréfritara. Margir
kjósa að líta á „D B. Cooper"
sem Hróa hött nútímans. „Okk-
týrum,“ sagði Dr. Otto Larsen,
ur finnst öllum gaman að ævin-
týrum,“ sagði Dr. Otto Larsen,
prófessor í félagsfræði við há-
skólann í Washington. „Maður-
inn tók á sig mikla áhættu og
sýndi allt það sem hetja þarf að
sýna. Glæpur hans var full-
kominn, en hann var hvorki
brjálaður né var þetta fram-
kvæmt í pólitískum tilgangi.
Hann vantaði 200.000 dollar og
það skiljum við vel.“
OKLAHOMA
Framhald af bls. 25.
og engir hrandarar, sem
skæru sig úr flatneskju
þráéölítillar sögu. í þessa
staö var spennandi, róm-
antisk sveitasaga frá ein-
hverjum lifríkasta tima al-
þýðulífs í Bandaríkjunum.
Með Oklahoma hófst nýr
þáttur í sögu gerðar gam-
ansöngleikja og er það
þangað, sem söngleikir
eins og My Fair Lady og
Fiðlarinn á þakinu eiga
rætur að rekja.
Og nú er þessi vinsæli
söngleiltur sýndur í Þjóð-
leikhúsinu. Aðalhlutverkin
eru leikin af Halldóri Krist-
inssyni og Björgu Árna-
dóttur. Halldór er ungur
maður, aðeins 22 ára að
aldri. Hann lék aðalhlut-
verkið í Hárinu og hlaut
góða dóma fyrir frammi-
stöðu sína þar. Hann hef-
ur að undanförnu sungið
með söngtríóinu „Þrjú á
palli“. Björg Árnadóttir er
einnig ung að árum. Hún
er útskrifuð frá Leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins ár-
ið 1970 og hefur að undan-
förnu leikið ýmis minni
hlutverk í sýningum hjá
Þjóðleikhúsinu. Leikararn-
ir Bessi Bjarnason og Sig-
ríður Þorvaldsdóttir fara
með tvö veigamikil hlut-
verk. Bessi er þarna hress
kúreki, sem eflaust á eftir
að koma mörgum í gott
skap. Margir af aðalleik-
endum Þjóðleikhússins
koma hér einnig við sögu,
svo sem Kristbjörg Kjeld,
Erlingur Gíslason, Árni
Tryggvason, Ævar Kvaran,
Gísli Alfreðsson, Flosi Ól-
afsson og fleiri. Hljóm-
sveitarstjóri er Garðar
Cortes, en leikmyndir eru
eftir Lárus Ingólfsson.
Leikstjóri er Danía
Krupska frá Bandaríkjun-
um. Hún er leikhúsgestum
að góðu kunn, því að hún
æfði og samdi dansana í
Zorba. Dania Krupska hef-
ur i fjölda ára starfað að
sviðssetningu söngleikja.
bæði á Broadway og, ann-
ars staðar. Hún þekkir
Oklahoma sannarlega vel,
því að það var einmitt hún
sem lék aðaldansmærina,
þegar Oklahoma var frum-
sýnt árið 1943.
☆
50 VIKAN 15. TBL.