Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 47
um, heimsfræg og tuttugu árum
eldri! Théo Sarapo var óþekkt-
ur Grikki, hárgreiðslumaður,
sem enginn kannaðist við. Al-
menningur sagði að hann tæki
hana vegna peninganna. Og
þegar það fréttist að hann lang-
aði sjálfan til að verða þekktur
söngvari, þá þurfti ekki lengur
vitnanna við: Hann notar hana
til að koma sjálfum sér í sviðs-
ljósið. Hinn laglegi Théo var
gigolo. En hin dásamlega Piaf
blómstraði.
En Théo elskaði hana. Hann
vissi að hún átti ekki langt eft-
ir og að hann gat gefið henni
nokkurra mánaða hamingju.
Edith skyldi ekki þurfa að bíða
dauðans einsömul... En pen-
ingarnir? Théo vissi vel hvernig
ástatt var með fjármál hennar.
Théo Sarapo fékk fjörutíu og
fimm franka (gamla franka) í
arf eftir konu sína, en það var
í skuldum.
BRÚÐKAUP
Þau sungu saman á sviðinu í
Olympia. Fólkið kom til að
hlusta á Piaf. En það þoldi Théo
bennar vegna. Og 9. október átti
brúðkaup þeirra að standa, hún
þoldi varla við fyrir kvölum.
Hún varð að stinga upp í sig
lakinu, til að öskra ekki upp-
hátt og hún sárbað lækninn:
— Ég verð að komast á fæt-
ur fyrir þann níunda!
Henni hrakaði óðum, en með
cortisongjöfum komst hún á
fætur og sagði já með skærri
rödd. Og hún söng nýja vísu
við mikinn fögnuð áheyrenda.
KVALIRNAR KOMUST
UPP í VANA
18. marz 1963 söng Piaf í
óperunni í Lille. Það var síð-
asta sinn sem hún stóð á svið-
inu. Nokkru síðar fékk hún
lungnabjúg og varð að fara á
sjúkrahús. Hún var með óráði
í hálfan mánuð. Théo vék ekki
úr sjúkrastofunni. Hún vissi
ekki hvar hún var eða hver hún
var. f óráðinu hélt hún að hún
stæði á sviðinu og hún söng,
dag og nótt. Théo þurrkaði svit-
ann af enni hennar. Þegar hún
vaknaði til meðvitundar og sá
Théo, sagði hún:
— Þú hefðir átt að losna við
þetta ...
Hann átti eftir að horfa upp
á fleira. En hvað hana snerti
komust kvalirnar upp í vana.
Á tólf árum hafði hún fjórum
sinnum lent í bílslysum, einu
sinni reynt að fyrirfara sér,
verið fjórum sinnum undir
iæknishendi til að venja sig af
eiturlyfjum. Hún hafði líka
Þessi litla
tafla
gerir
gervitennurnar
hreinar
á 10 mínútum!
(hún heitir COREGA TABS)
snc
COREGA
TABS
COREGA
PUIVER
Setjið töfluna í glas með volgu
vatni. Látið gervitennurnar liggja
í vatninu í 10 minútur. Svo auð-
velt er það. Þér sjáið hve hreinar
þær verða.
Corega Tabs innihalda efni sem
hreinsar, fjarlægir matarleifar og
lykt.
Og þér þurfið ekki að bursta. —
Aðeins eina töflu í glasið.
Corega töflur eru pakkaðar hver
fyrir sig í loftþéttan pappír og
eru því alltaf sem nýjar.
COREGA tannlím
— vel þekkt efni, sem held-
ur gómnum á sínum stað,
mjúkt og öruggt.
Kemikalía h.f.
þrisvar verið nær dauða en lífi
vegna lifrabólgu, einu sinni
fengið alvarlegt taugaáfall og
þar af leiðandi verið sinnisveik
um hríð, tvisvar fallið saman
af delirium tremens, sjö sinnum
verið skorin upp og tvisvar
fengið lungnabólgu ...
í bók sinni skrifar Simone
Berteaut um Théo:
„Þær tilfinningar sem hann
bar til hennar voru langt ofar
líkamlegum ástríðum. Alveg
fram í andlátið gat hann látið
Edith halda að hún væri ennþá
elskuð og aðlaðandi kona, þótt
hún í raun og veru væri aðeins
gömul kona, sem stundum var
að gefast upp á kvölunum. Fram
til þess síðasta færði hann
henni það sem hún hafði alltaf
lifað fyrir: ástina.“
Og svo fékk hún eitt lifra-
kastið ennþá og missti meðvit-
und. Théo vakti yfir henni, dag
og nótt. Piaf fékk að fara af
sjúkrahúsinu, en hún var alveg
í dauðanum. Hún vó aðeins
þrjátíu og þrjú kíló og Théó
varð að aka henni í hjólastól.
En hún hló og gerði að gamni
sínu, vegna þess að hún var
svo hamingjusöm.
Þau fluttu svo í einbýlishús
rétt hjá Grasse og þar ætlaði
hún að bíða dauðans.
— Mig langar svo til að
syngja, hvíslaði hún að lokum.
Þann 14. október var Edith
Piaf lögð til hinztu hvíldar.
Hún fékk ekki síðustu smurn-
ingu, vegna þess að náfinn lýsti
því yfir að hún hefði alltaf „lif-
að opinberlega í synd“. En Par-
ísarbúar grétu. Théo Sarapo
hafði lokið ætlunarverki sínu,
hann létti henni síðustu stund-
irnar. Þetta var sjaldgæf ást
og Théo upnlifði enga aðra.
Hann fórst í bílslysi. ý?
LYKILLINN
Framhald af bls. 13.
indum að skila lyklinum. Þeir
vissu með hvaða vagni ég hafði
ekið og örugglega voru þeir það
sniðugir að þeir myndu geta
haft upp á mér, þegar ég stigi
út úr vagninum. Þeir myndu
eflaust trúa mér, þegar ég segði
þeim að ég hefði ekki haft
hugmynd um að lykillinn var
i vasa mínum.
Alice beið mín með andasteik,
en ég gat ekki kyngt einum ein-
asta bita. Ég var geðvondur og
ásakaði Alice fyrir að hafa kom-
ið Polly snemma i rúmið, áður
en ég kom heim.
— Hversvegna reynir þú ekki
að borða, sagði Alice blátt
áfram. — Þér líður betur ef þú
borðar.
— Ég er ekki svangur.
— Reyndu nú að slaka svo-
lítið á. Öndin er ljómandi góð,
því máttu trúa.
— Það er óheppilegt, ég er
ekki svangur.
Alice virti mig undrandi fyr-
ir sér. Svo sagði hún: — Hefir
eitthvað komið fyrir, Johnny?
— Nei.
— En elskan mín, ég finn að
það er eitthvað að. Segðu mér
það.
— Ég sá mann verða undir
lestarvagni, sagði ég og sagði
henni alla söguna, auðvitað án
þess að segja henni frá lyklin-
um og náunganum sem hafði í
hótunum við mig.
— Þetta er hræðilegt, sagði
liún og ljúfa ásjónan hennar
var full meðaumkunar. Hún
var eitthvað svo ung og elsku-
15. TBL. VIKAN 47