Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 34
<M> NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. ViÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 Uftryggingariðgjatd er frádráttarhæft á skattskýrslu, og með því móti verða skattar þeirra lægri, sem líftryggja sig, og iðgjaldið 'raunverulega um helmingi .lægra en ið- gjaldatöflur sýna. Leitið nánari upplýsinga hjá Aðalskrifstofu eða umboðum.'um þessa hagkvæmu líftryggingu. OFTRYGGINGAFÉLAGIÐ AINUVÍ ÁRMÚLA 3 - SlMI 38500 LÍFSGLEÐI ÖRYGGI fylgir góðri I íftryggingu Til þess að hægt sé að segja, að ungt fólk hafi gengið vel frá trygg- ingum sínum, þarf það sjálft að vera líftryggt. Það er líka tiltölulega ódýrt, því að LÍFTRYGGINGAFÉLAGIÐ ANDVAKA hefur nýlega lækkað iðgjöld af „Verð-' tryggðum liltryggingum", og fást nú hærri tryggingarupphæðir fyrir sama iðgjald. 25 ára gamall maður getur liftryggt sig fyrir kr. 580.000. — fyrir kr. 2.000. - á ári. Síðan hægt var að bjóða þessa teg- und trygginga, hafa æ fleiri séð sér hag og öryggi i því að vera liftryggðir. Við andlát greiðir tryggingafélagið nánustu vandamönnum tryggingar- upphæðina og gerir þeim kleift að standa við ýmsar fjárhagslegar skuld- bindingar. STJÖRNUSPÁ ‘‘‘V'.iv HRUTS- MERKIÐ 21. MARZ • 20. APRÍL Þú ert leiður yfir hversdagsleikanum og hefðir gott af að rífa þig upp úr honum með góðri tilbreytingu, ferðalagi eða öðru því- líku. Þú færð óvænta og kærkomna hjálp frá persónu sem er í fjöl- skyidutengslum við þig. NAUTS- MERKIÐ 21. APRIL 21. MAÍ Líkur eru á að karl- menn fæddir 10.—18. maí eigi skemmtilega daga í vændum. Vinur þinn veldur þér von- brigðum vegna stað- festuleysis síns. Þú verður þátttakandi í fjölmennum hátíða- höldum í vikulokin. TVÍBURA MERKIÐ 22. MAÍ - 21. JÚNÍ Vikan verður viðburða- rík en ekki að sama skapi skemmtileg. Þú verður mikið heima á kvöldin og vinnur að vissum verkefnum. Þú færð gott tilboð sem ætti að geta fært þér betri afkomumöguleika. KRABBA- MERKIÐ 22. JÚNÍ ■ 23. JÚLÍ Deyfð og drungi liggur yfir þér eins og stendur, en innan skamms verð- ur nokkuð til að rifa þig upp úr sinnuleysinu. Þú munt eiga annríkt í vikulokin, réttast væri að leita sér aðstoðar. LJONS- MERKIÐ 24. JULI — 24. ÁGÚST Þú skemmtir þér nokkrU minna en ráð var fyrir gert vegna óvæntra atburða. Farðu varlega með fjár- muni þína einkum í kringum helgina. Gam- all vinur þinn kemur þér á óvart með til- tektum sínum. MEYJAR- MERKIB 24. ÁGÚST — 23. SEPT. a i Þú skalt varast að hafa nokkur strákapör í frammi þótt það freisti þín. Ákveðin persóna býður eftir tækifæri til að geta klekkt á þér og skaltu haga orðum þín- um og gerðum eins skynsamlega og þú getur. VOGAR- MERKIÐ 24. SEPT. - 23. OKT. Líkur eru til þess að þú fáir tilboð sem get- ur breytt framtíðar- áformum þínum veru- lega. Þú átt von á sendingu sem vinur þinn útvegar þér með ærinni fyrirhöfn. Þú ferð í stutt ferðalag. DREKA- MERKIÐ 24. OKT. — 22. NÓV. BOGMANNS MERKIÐ 23. NÓV. 21. DES. Dagarnir verða þægi- legir en ekki lausir við nokkrar áhyggjur af hinu daglega lífi, eink-1 um þjáir þig vandamál sem stendur í nánu sambandi við húsnæði. Utivera og íþróttir myndu henta þér mjög vel. W ert fremur ístöðu- litill og áhrifagjarn vegna óánægju þinnar á vissu sviði. Þér er ráð- legast að breyta til um atvinnu, ef þú hefur ekki baráttuvilja. Kannski væri þér einn- ig nóg að breyta um starfsaðferðir. STEIN- GEITAR- MERKIÐ 22. DES. — 20. JAN. Fjárhagslega gæti vikan orðið afar hagstæð. | Gættu þess að vera vel vakandi og láta ekkert tækifæri úr greipum 1 ganga. Þér er óhætt að tefla á tvær hættur og jafnvel að sýna nokkra ósvífni. VATNSBERA- MERKIÐ 21. JAN. — 19. FEB. r/1 é.1 Persóna sem þér er lítið um sýnir á sér mjög æskilega hlið. Laugardgaur er heilla- dagur fyrir konur fædd- ar 22. febrúar til 1. marz. Þú stendur í skuld við einhvern sem þú ættir að greiða hið fyrsta. FISKA- MERKIÐ 20. FEB. — 20. MARZ Eitthvað sem gekk úr- skeiðis í sfðustu viku fyrir þér, gengur nú aftur og verðurðu að taka afleiðingunum. Kvöldin verða óvenju- lega viðburðarík og nokkuð mikið um gesta- komur og heimsóknir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.