Vikan


Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 13.04.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI I FULLRI ALVORU HINUM MEGIN Kæri draumráðandi! Ég óska að fá eftirfarandi draum ráðinn í þættinum: Mér fannst ég vera komin til heimkynna þeirra, sem latnir eru. Mér fannst ég hitta þar móður mína, sem er dá- in fyrir tæpum 2 árum, en var þá orðin öldruð kona. Mér fannst hún vera mjög fallega klædd; í upphlut, gylltum, með fallegt hár og mjög ungleg, eins og hún væri á að gizka 40—50 ára. Hún var mjög ánægð og leit mjög vel út að öllu leyti. Mér fannst ég segja við hana: ,,Fór þér strax að líða svona vel, eftir að bú komst hingað?" Hún sagði: „Ekki alveg strax, ég var dálítinn tíma að jafna mig, en þetta kom samt mjög fljótt.“ Ég spyr hana: „Hefur þú ekki séð hana systur mína og bróður minn, sem eru dáin fyrir mörg- um árum?“ Hún svarar: „Jú, jú, ég hitti þau oft. og þeim líður mjög vel.“ Þá spyr ég: „En hefur þú þá ekki hitt hann bróðurson minn, sem er líka löngu dáinn?“ Hún svarar: „Jú, jú, ég hitti hann líka oft og honum líður líka mjög vel.“ Þá spyr ég aftur: „En hefur þú hitt hann bróður minn, sem er dáinn fyrir tæpum 3 árum?“ Hún svarar: „Jú, en hann var nú svo óheppinn að hann veiktist af útbrotum, en það er nú farið að lagast, og þá fer honum að líða vel.“ Þá fannst mér vera þarna kona, sem ég þekki ekki og hún snýr sér að mér og segir: „Hún mamma þín er svo vinsæl hérna, bað leita svo margir til hennar, hún er svo fjölhæf." Svo segir hún: ,,En hefur þú litið hérna út um gluggann og séð hvað allt er fallegt?“ Mér finnst ég líta út um glugg- ann og sé svo fallegt umhverfi, sem ég hef aldrei áður séð, blóm, akra, og engi, en allt í einu finnst mér að ég þurfi að fara að komast heim til mín, svo ég segi: „Ætli að ég rati nú heim?“ ,,Já, já, þú ferð bara hérna niður tröppurnar og út um dyrnar, þar er alltaf vörður, sem hleypir fólki út og inn.“ Mér finnst ég kveðja hana (mömmu mína) með kossi og faðmlögum, sem hún endurgalt í sömu mynt og mér fannst hún vera volg og hlý, alveg eins og ég þekkti hana áður. Síðan finnst mér ég fara niður breiðar og teppalagðar tröpp- ur og út um dyr sem standa opnar, og þar stendur maður við dyrnar en ég talaði ekki neitt við hann, en þegar ég kem út fyrir, finnst mér ég sjá vagna sem keyra fram og til baka og ég ætla að fá far með einum, sem er alveg að fara af stað, en þá er sagt við mig: ,.Þú getur ekki fengið far með honum, hann er alveg fullur, þú verður að bíða eftir næsta vagni.“ Ég var að bíða, en vaknaði áður en sá næsti kom. Með fyrirfram þakklæti. Hulda. Ekki er ólíklegt, að einhverjir harðir í trúnni myndu álíta að þetta væri sitthvað meira en draumur; að þú hefðir í raun og veru farið „yfirum“ í draumnum og að allt sem í honum var sé sannleikur. Sjálfir treystum við okkur ekki til að dæma um það, en víst er eitt, að þessi draumur er þér ekki fyrir neinu slæmu. Líklegt er, að þú verðir fyrir einhverju happi í nánustu framtíð, og það verður happ sem þú munt njóta góðs af um alla ókomna ævi. Ef þú skyldir finna hjá þér kvöð til að þakka einhverjum fyrir það happ, þá skaltu ekki láta hjá líða að minnast þeirra sem þú fyrir- hittir í draumnum. En einnig er fyrir hendi sá möguleiki að þú verðir eitt- hvað lasin á næstunni, en það verður ekkert alvarlegt. AÐTJÁSIGÍORÐUM Kennarar í framhaldsskólum hafa í æ ríkara mæli orðið varir við, hversu nemendur eiga erfitt með að koma fyrir si'g orði. Jafnvel þegar góðir nemendur, sem lesa lexíurnar sínar vel og samvizkusamlega á degi hverjum, eru spurðir út úr, rekur þá í vörðurnar æ ofan í æ og vefst tunga um tönn. Þeir virðast eiga erfitt með að klæða vitneskju sína í búning hins talaða orðs og segja vel og skipulega frá því, sem þeir hafa lesið. Það má kannski segja, að þetta komi ekki að sök, fyrst nemandanum tekst að gera læri- föður sínum skiljanlegt, að hann kunni skil á því verk- efni, sem fyrir hann er lagt. En skelfing hlýtur að vera hryggilegt og leiðinlegt að hlusta á myndarlegt og vellesið fólk stama og tafsa og mismæla sig í sífellu. Oft hefur verið á það minnzt, að ungir alþingismenn séu minni ræðuskörungar en fyrirrennarar þeirra. Þetta er hverju orði sannara. Það er furðulegt, að maður sem kom- inn er á þing, skuli ekki geta haldið skammlausa ræðu blaðalaust. Og jafnvel þótt hann dragi upp úr pússi sínu uppskrifaða ræðu, getur hann ekki flutt hana skýrt og skilmerkilega. Þessi ágalli á annars greindum og efnilegum mönnum er naumast einleikinn. Einhvers staðar hlýtur að vera pottur brotinn í þessum efnum og það meira en lítið. Sérhver fslendingur er skyldugur til að sitia í skóla í átta vetur. Þar er honum kennt það, sem að fróðra manna áliti má að gagni koma í lífinu. Honum er kennt að lesa og skrifa og reikna. Og þeir eru fáir, sem ekki sitja lengur í skóla en þeir eru nauðbeygðir til. En hversu langt sem þeim tekst að komast á menntabrautinni, er þeim aldrei kennt aS tala, bera móðurmálið sitt skýrt og rétt fram, segja skipulega frá á lifandi og kjarngóðu máli. Slíkt hlýt- ur samt að teljast nauðsynlegt hverjum manni, ekki sízt þeim sem vilja láta að sér kveða á sviði þjóðmála og kom- ast. á þing. Það er áreiðanlega tími til kominn að hefja kennslu í framsögn og framburði í öllum skólum landsins, og er i-aunar einkennilegt, að ekki skuli hafa verið byrjað á því fyrir löngu. G.Gr. i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.