Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI I FULLRIALVÖRU FORNIR GULLMUNIR Kæri draumráðandi! Mér fannst ég vera úti með mörgu fólki en er ég var á heimleið kom til mín gamall maður og gaf mér belti, rautt að lit. Þáði ég beltið og setti það á mig. Fannst mér ég síðan fara að sofa en fá engan frið fyrir þessum manni og þóttist ég þá vita að hann væri framliðinn. Var hann alltaf að segja mér að skoða sylgjuna á beltinu, sem ég og gerði. Fann ég þá miða í fóðrinu og var það uppdráttur. Næst var ég komin af stað með skóflu og fannst mér ég verða að hraða mér svo aðrir yrðu ekki á undan. Fann ég síðan staðinn og byrjaði að grafa. Ekki hafði ég lengi graf- ið er ég fann lítinn poka. Fór ég með hann heim og skoðaði innihaldið, sem var þá alls konar munir úr rauðagulli með ríbínum. Virtist mér þetta vera alls konar áhöld eins og notuð voru í gamla daga, askar, spænir, skóflur og svo fram- vegis. Fór ég síðan með þetta til þjóðminjavarðar og sagði hann að þetta væri fjársjóður, en ég mætti velja mér einn hlut. Tók ég hring með þremur steinum, einum stórum og tveimur litlum. Var hringurinn mjög fallegur og passaði mér alveg. Með fyrirfram þökk. Ein forvitin í Borgarnesi. Varla er mikil ástæða fyrir þig að vera með áhyggjur af þessum draumi, því auk þess að vera skemmtilegur boðar hann þér gott eitt. Þú munt innan skamms fá atvinnu sem þér líkar vel og verður viðloðandi það sem eftir er ævinn- ar, en draumurinn er þér jafnframt ábending um að rækja starf þitt af skyldurækni. TVEIR HNYKLAR AF EINNI HESPU Kæra Vika! Mig dreymdi um daginn draum, sem mig langar til að fá ráðningu á. Mér fannst sem hjón er ég þekki vel vera að vinda sinn hnykilinn hvort af sömu hespunni. Móðir kon- unnar hélt í hespuna sem var bleik og þótt ekki sé venju- legt að vinda tvo hnykla af sömu hespunni, þá þótti öllum þarna þetta svo sjálfsagt. R. Þessi draumur er mjög erfiður viðureignar og úrlausnar og því getum við ekki verið fullvissir í okkar sök eins og við viljum jú oftast vera. Helzt erum við á því, að til tölu- verðra erfiðleika komi hjá þessum hjónum, veikinda eða erfiðleika í hjónabandi og að öllum líkindum verða upptök- in beggja megin. Niðurlagið er enn óljósara, en þó er eitt- hvað sem heldur sameiginlegum krafti þeirra lifandi og virk- um . . . SVAR TIL D.H. Draumur þessi skýrir sig sjálfur, þú hættir við strákinn 10 dögum áður en þig dreymdi hann og varst þar af leiðandi ekki hætt að hugsa um hann. Auk þess hefur þig nær ör- ugglega dreymt þennan draum um morgun. SVAR TIL S.S. Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir, ekki satt? Ekki er nóg með að þú kveljist af ást á daginn, heldur dreymir þig piltinn líka. Draumurinn er merkingarlaus, en reyndu að komast í samband við kauða. SJÓNVARPSFRÍIÐ Enn einu sinni verður sjónvarpið að loka allan júlímánuð vegna sumarleyfa starfsfólksins. Það hefur svo oft áður verið kvartað yfir þessum mein- galla i starfsemi sjónvarpsins okkar, að óþarfi er að rifja það upp einu sinni enn. En liklega sakna menn nú sjónvarpsins meir en undanfarin sumur, sérstaklega þar sem nú fer fram hér á landi á lok- unartima sjónvarpsins heimsviðburður, sem er- lendar sjónvarpsstöðvar munu væntanlega segja frá jafnharðan. Er hér að sjálfsögðu átt við heims- meistaraeinvigið í skák, sem við liremmdum eftir mikið og margfrægt japl og jaml og íuður — mest fyrir duttlunga forlaganna. Það lilýtur að valda al- menningi miklum vonbrigðum að fá ekki að fylgj- ast daglega með glímunni miklu milli Spasslds og Fischers í fréttum sjónvarpsins. Það er ekki á hverj- um degi, sem slikur viðburður fer fram hér á landi, og einbvern veginn finnst manni, að sjónvarpið liefði getað freslað sumarleyfi sínu um einn mánuð af þessu sérstaka tilefni. Fyrst minnzt er á sjónvarp, er ekki úr vegi að minnast tveggja myndaflokka, sem sýndir liafa verið á þessu ári og báðir liljóta að teljast i alveg sérstölcum gæðaflokki. Hinn fyrri var italski flokk- urinn um hafið, sem unun var á að borfa og lirein- asla opinberun. Hinn flokkurinn var Siðmenning- in, sem hinn kunni brezki fyrirlesari og ritliöfund- ur, Kennetb Clark, annaðist. Hér er um að ræða heimsfrægan myndaflokk, sem sýndur hefur verið í öllum lielztu sjónvax-psstöðvum, frá Japan og Afríku til Norðurlanda. Efni þessa yfirgripsmikla og snjalla myndaflokks um siðmenninguna hefur einnig komið út i bókarfoi'mi og bafa 240.000 ein- tök selzt í Bandaríkjunum og 145.000 eintök í Brel- landi. Báðir þessir myndaflokkar eiga það sameigin- legt, að þeir eru upphaílega teknir i litum, en þeirra nutum við þvi miður ekki i islenzku útgáfunni. Menn verða að láta sér nægja að ímynda séi', hversu stórkostlegir þeir liljóta að hafa verið i litum. Þetta leiðir liugann að litasjónvarpinu, sem í'yð- ur sér til rúms ei-lendis i slöðugt vaxandi mæli. Allt helzta myndaefni, sem framleitt er fyrir sjónvai'p, mun nú vera tekið i lit og nýtur sín ekki sem skyldi i svart-hvítu sjónvai-pi. Einbvern tima liafa lieyrzt ráðagerðir vai’ðandi íslenzkt lilasjónvarp. En ætli þýði mikið að hugsa um það, á meðan sjónvarpið er svo bágstatt, að það verður að loka í heilan mánuð vegna sumai'leyfa — jafnvel þótt vilað sé fyrirfram, að heimsviðburð- ur fari fram hér á landi á sama tíma? G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.