Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 18
Hvernig er þaö meö eiginmanninn, sem ,,sér fyrir” heimiiinu, finnst honum hann fleygja peningum i konu slna? t þessu greinarkorni veröur ekki rætt um jafnrétti kynjanna, heidur þaö ástand sem skapast, þegar heimiiis- faöirinn einn vinnur fyrir heimiiinu og konan er heima, eöa hefir smástarf utan heimilis, um launaseöilinn og hvaö er mitt og hvaö er þitt, um afstööu fyrirvinnunnar til þeirra sem hann eöa hún hefir á framfærislnu. Hvernig á aö haga fjármálum heimillslns? Hvaö er sameiginlegur kassi? Hefir húsmóöirin þaö á tilfinningunni aö hún lifi á tekjum mannsins og aö starf hennar sé vanmetiö? Fyrirlesari einn i Noregi gekk fyrir skömmu alveg fram af á- heyrendum slnum meö þvi aö segja I ræöu: „Flestar vændis- konur er aö finna meöal viröu- legra húsmæöra. Eiginmenn þeirra þræla allan daginn, seint og snemma, fjölskyldulif er lltiö, þeir hafa ekki tlma til aö njóta þess, en frúrnar gera skyldu sína I rúminu og kvitta þar meö fyrir peningaupphæöinni sem þær fá til heimilisins.” Þetta eru stór orö, en þarna er samt aö finna brodd, sem svo sannarlega getur stungið illilega, þegar talaö er um peningamálin. Þau geta'orðið mörgum erfið, ef ekki er litið á þau frá skyn- samlegu sjónarmiði. Eiginmaður segir kannske: - Ég þræla og púla langt fram á kvöld, til aö skaffa nægilegt fé til heimilisþarfa, en þá er llka hart aö fá ekki annaö en nöldur og geð- vonzku frá konunni, vegna þess aö ég sé aldrei heima. Hún verður þó aö hafa hugfast aö hún lifir af mlnum peningum! Flest okkar brosa, þegar við heyrum einhvern tala svo djarflega og viö trúum tæplega á sllkar skrípamyndir. En getur þaö veriö aö til séu þeir menn sem hugsa og tala á þennan hátt? Eru erilsöm störf húsmóðurinnar, sem ekki vinnur neitt úti, svo vanmetin? Eru til þeir menn, sem láta konuna slna hafa það á tjlfinningunni aö hún lifi af ein- hverju náöarbrauöi? Norska blaðið Alle Kvinner hafði nýlega viötöl við 20 „heimakonur”, valdar af handahófi og 12 af þessum tuttugu viðurkenndu að eiginmenn þeirra bentu þeim oft á að þær lifðu af „hans peningum”. Húsmóöurstarfiö ekki virt aö verðleikum. Flestar þessar konur sögðu aö húsmóöurstörfin væru ekki metin aö verðleikum. Þaö er margt sem bendir til þess að þetta sé íétt, þótt margir af hinum háu herrum myndu örugglega ekki vilja skipta um störf. Hvernig haga þá hjónin, þar sem maöurinr. er eina fyrir- vinnan peningamálum sínum? Hafa þau ákveönar reglur? Hafa þau jafnmikla vasapeninga? Stingur maöurinn einhverju undan, sem honum finnst sjálf- sagt, vegna þess aö þetta séu „hans peningar”? Þessum spurningum er vand- svaraö, þar sem ekki liggja fyrir neinar skýrslur um þau mál. Það er aðeins hægt að fara lauslega eftir áliti einstaklinga, þar sem hagskýrslur fjalla yfirleitt ekki um þessi mál. Blaðið fékk þvi fern hjón, sem öll eiga það sammerkt að eiginmaðurinn vinnur einn fyrir mánaöarlaunum, en konan vinnur aðeins heimilisstörf, til að koma saman og ræöa þetta vandamál sameiginlega. Nöfnin, Moe, Hansen, Winge, Haland eru valin af handahófi. HerraMoe: Hjá okkur eru allir peningar „lagðir á borðiö” og við höldum búreikning, leggjum I byrjun mánaðar til hliöar þaö sem þarf til heimilishaldsins. Tekjur mínar leyfa ekki mikil frávik, en viö skiptum þeim krónum, sem afgangs eru, á milli okkar. Frú Moe: Já, maðurinn minn hefur á réttu að standa aö reglurnar eru i lagi hjá okkur. En mig langar til aö minnast á vasa- peningana. Ég geri aldrei neitt veöur <út af þeim, þvi aö mér finnst ekki ástæöa til að leita uppi deiluefni, en mig langar til aö minna þig á, góöi minn, aö þú reykir einn pakka, tuttugu slgarettur daglega og það reiknar þú ekki með I þinum vasa- peningum, þaö heyrir til daglegum þörfum. Ég reyki ekki og þaö sem ég fæ I eigin vasa, fer venjulega fyrir einhverju sameiginlegu. Þetta er auðvitaö ekkert stórmál, en ég er hrædd um aö fleiri eiginmenn hafi þennan hugsunarhátt. Herra Hansen: Tekjur mínar hrökkva, þvl mibur, ekki fyrir daglegum þörfum, svo ég verö að vinna eftirvinnu, sem að sjálf- sögöu gengur út yfir fjölskyldu- lifiö. Þaö verða fáar fristundir og ég er oftast of þreyttur til aö vera skemmtilegur, þegar ég kem heim. Frú Hanscn: Og þegar þú ert fúll, fæ ég lika aö heyra það aö þú sért aö gefast upp á vinnunni. Ég hefi stundum á tilfinningunni aö ég fari illa meö fé mannsins míns, en get ekki komið auga á hvar ég á aö spara. Viö höldum nák- væman búreikning. Herra Hansen: Við eigum llklega margt sammerkt með öörum hjónum. Ég veit aö við eigum jafna hlutdeild I tekjum mínum og aö konan mln vinnur sann- arlega fyrir sér. Ég veit llka að hún fer ekki illa meö peninga. En stundum er ég svo þreyttur og þá segi ég ýmislegt, sem ég vildi ekki hafa sagt, en þaö er auðvitaö sjálfsmeðaumkun. Frú Hansen: Ég held þaö hefði verib skynsamlegra að ég heföi fengið.mér einhverja vinnu, svo maðurinn minn væri ekki nauð- beygöur til að hafa svona langan vinnudag. En hann vildi þaö ekki, barnanna vegna. Frú Winge: Ég er hrædd um aö margar konur hafi þaö á tilfinn- ingunni að þær lifi af peningum mannsins slns og eigi aö vera þakklátar fyrir þaö. Þaö er oröiö svo algengt aö hjónin vinni bæöi úti og aö sameiginlegar tekjur séu svo lika notaöar sameigin- lega, en þvl miöur eru ekki allir eiginmenn sem sætta sig viö þaö. Á okkar heimili eru engin deilu- mál út af tekjunum, viö höldum búreikning og ég heyri aldrei talaö um „mina peninga og þlna”, en ég á vinkonur, sem segjast hafa minnimáttarkennd vegna þess aö þær „lifi á tekjum mannsins”. Herra Winge: Or því aö við erum farin aö tala um „aðra” menn megum viö ekki gleyma þvi aö þaö eru til margar húsmæður, sem eru svo óvitrar aö þær krefjast of mikils og neyöa þannig manninn sinn til aö leggja á sig alltof mikla vinnu. Með öörum orðum: stundum finnst mér maðurinn hafi ástæöu til aö slá I borðið og minna á aö þaö séu „hans peningar” og aö hann veröi aö strita fy-rir hverri krónu. Þaö er ekki þar meb sagt aö hann sé blindur fyrir þvi að konan leggi sitt af mörkum. Frú Winge: Þar komum viö inn á misræmi yfirleitt milli hjóna, en ef sambúðin er góö og innileg, munu fjármálin leysast af sjálfu sér. Þaðheldégaðminnsta kosti. Eigingirni frá öörum hvorum aöilanum skapar alltaf einhver vandræði I heimilislifinu. Frú Haland: Ég hefi alltaf haft þaö á tilfinningunni aö ég lifi af einhverju náðarbrauöi. Ég hefi ekki hugmynd um hve miklar tekjur maðurinn minn hefur. Hann skammtar mér fé til húshaldsins, án þess aö vilja ræða um tekjur sinar yfirleitt. Hvaö hann gerir við þaö sem afgangs er, hefi ég ekki hugmynd um. Herra Haland: Þetta er nú svolltiö djúpt tekið I árinni. Ég álít að nauösynlegt sé aö hafa gát á fjárhagnum og ég álit aö ég hafi meira vit á þvi en mín elskulega eiginkona, sem annars er svo ágæt. Frú Haland: En hver er það svo sem fær þessa skitnu húshalds- peninga til aö hrökkva til? Og hver er það sem aldrei kaupir neitt handa sjálfri sér? Og hver er það sem nöldrar ef þeir hrökk- va ekki til? Hcrra Haland: Þetta er nú of mikið einkamál til aö ræða þaö hér. Þetta er að sjálfsögöu aöeins lltiö sýnishorn af afstööu hjóna til peningamálanna og þannig sett upp aö hin óliku sjónarmið komi fram. Og reyndar erum viö litlu nær, en samt getur þetta oröið svolitið umhugsunarefni: Hvernig eigum viö aö haga fjármálum heimilanna? Þaö er aö minnsta kosti ljóst aö þetta „mitt eöa þitt” sjónarmiö getur orðið hættulegt hjóna- bandinu. Þaö getur llka veriö að eitthvaö sé rotið viö sambúöina á öðrum sviöum. Það ákjósan- legasta hlýtur aö vera aö allar tekjur séu lagftar á borðiö og að samkomulag sé um hvernig þeim veröi bezt variö allri fjölskyldunni til heilla. Fæst okkar hafa meiri tekjur en svo að dæmið rétt gengur upp. Látum þvi einingu rlkja I þessum málum og um fram allt: látum ekki kapphlaupiö um auö og stööutákn eyðileggja þau verömæti, sem eru svo margfalt mikilvægari. 1 sannleika sagt, þá er oftast hægt aö stilla þörfum okkar I hóf, losa sig viö ýmsar kröfur, sem alls ekki reynast naubsynlegar. Viö höfum ekki tekiö sjónarmið barnanna meö I þessari grein, til þess var ekki ætlast I þessum samtölum, en aö sjálfsögðu er nauösynlegt að börnin viti um fjárhagsástæðurforeldranna, þaö eru þá meiri líkur til að þau hagi kröfum sínum eftir því. Þaö eru svo mörg hættustig 1 ástamálum, pótt mammon veröi ekki orsök úifúöar og ósamlyndis. 18 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.