Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 34
I húmi nœturinnar —■ Nú er hún með kast, heyrði ég eldabuskuna segja. Ég rak hana á stundinni. En þunglyndið lét ekki á sér standa. Það dró úr hrifningunni hjá mér, og allt varð tilgangs- laust. Ég tók upp handritið mitt. en ég gat ekki skrifað neitt að ráði. öðruvísi en koma upp um mig með því. í fyrsta sinn minntist ég berum orðum á skilnað. — Við tilheyrum hvort öðru, sagði Robert. — Án mín ertu glötuð. -— Ég vil komast burt héðan, Robert. — Það yrði alveg sama sag- an annars staðar, svaraði hann á móti. — Skuggarnir mundu elta þig, hvert sem þú færir. Við getum ekki losnað við þá nema í sameiningu. í þessu sambandi gat ég, svona rétt til gamans, vitnað í bréf úr hinu ágæta safni hans, fannst mér — bara til að stríða honum. Ég kunni það utanbók- ar, hvort sem var. Svo las ég, hátíðlega: „Og allar leifarnar, sem eftir verða af þessari vondu kynslóð, á öllum þeim stöðum, þangað sem ég hef rekið þá, munu heldur kjósa dauða en líf, — segir Jahve hersveitanna." (Jer. 8, 3). — Jeremías! sagði ég. — Þú ert hissa á því, er það ekki? Jú, ég á algáð augnablik. Vissirðu ekki, hvað þú átt hámenntaða konu? Ég kann nú biblíuna mína. — Biblíuna eða skjölin mín? sagði Robert. Nú sá ég eftir að hafa hlaup- ið svona á mig, en ekki varð aftur snúið. — Eru það þín skjöl eða mín? Þú áttir engan rétt á að leggja þau undir þig. Ég lét smíða lykil og las þau, eins og ég átti líka fullan rétt á. Og yfirleitt ættu ekki að vera nein leynd- armál milli hjóna. —■ Nei, það væri dásamlegt, ef svo væri. Og ekki skyldi ég neitt amast við því. — Þú hefur farið bak við mig á auðvirðilegasta hátt. — Þar skjátlast þér. Bréfin voru stíluð til mín. Nafnlaus bréf afhenda menn lögreglunni. Og það gerði ég. Það var engin ástæða til að fara að koma þér úr jafnvægi. — Hvað leggur þú upp úr þessum dylgjum? — Að þær séu heilaspuni geðsjúklings. ■—■ En þú fleygðir þeim samt ekki? — Nei, það er oft hægt að lesa ýmislegt milli línanna, það er hægt að fá bendingar, sem leiða til sannleikans eftir ýms- um krókaleiðum. Eg er enn að rannsaka þau. Og ég vík að þeim aftur, þegar rétta stund- in er komin. Skemmtilegt að eiga von á því, hugsaði ég. 6. Dagurinn, sem ég hafði kvið ið fyrir kom loks og mér að óvörum, þrátt fyrir allt. Við vorum nýkomin heim úr fríi, og Robert átti enn nokkra daga eftir. Hann lagði mig á bekk- inn og framdi galdrabrögðin sín til þess að brjóta mótstöðu mína á bak aftur, en þetta fór allt öðruvísi. — Manstu vel eftir honum pabba þínum? Þetta var lævíslegt klám- högg. — Varla. Ég var sjö ára þeg- ar hann . . . þegar hann fór. — Eitthvað hlýturðu að muna eftir honum. Hvernig leit hann út? — Hann var lítill og gildur með yfirskegg. — Þótti þér vænt um hann? — Já, mjög. Mér svelgdist á og síðan bætti ég við með róm, sem var fullur sorgar og þrár: — Já, mjög. Og ég lagði í þetta „mjög“ alla tilfinningu ákaflynds, kvalins barns, sem hafði orðið fyrir hjartasorg endur fyrir löngu. Þetta fór ekki framhjá Robert og hann strauk höndina á mér blíðlega. Ég fór að gráta. Nei, Vera, ekki núna. Ég skal gefa þér sprautu, rétt til að róa þig, og þú þarft ekkert að vera hrædd. — Gerðu það. Sama er mér. Gerðu hvað þú vilt. En þegar Robert kom með sprautuna, heimtaði ég að fá að sjá skápinn. Svo lofaði ég hon- um að gefa mér sprautuna. — Robert? Letileg, þægileg hlýja fór um mig alla. — Robert? — Talaðu, Vera. Segðu það, sem þig langar til. — Við pabbi vorum svo lík. Það eru augun, skilurðu. Ef ekki væru augun, væri allt í lagi. — Hvað um augun? — Þau eru frá honum. — Og hvaða þýðingu hefur það? — Æ . . . Æ, Robert, þú verð- ur að hjálpa mér. Guð hjálpi mér, Robert, ég er með augun hans. Robert gekk um gólf, fimm skref aftur á bak og fimm áfram. Þessi ganga hans hafði næstum dáleiðsluáhrif á mig. Ég barðist gegn henni af öllum mætti. — Æ, í guðs bænum seztu niður, öskraði ég að honum. Ég þoli þetta ekki eitt augnablik í viðbót. Robert hlýddi sam- stundis. — Ef ekki væru augun, væri ég hún mamma. Og þá væri allt öðruvísi. — Augun í þér eru falleg, Vera. — Já, falleg, en brjáluð. Dettur þér í hug, að ég sjái það ekki? Kannski þú haldir, að ég sé einhver bjáni? Spegill- inn segir mér það. Og hvernig geturðu komið í veg fyrir það? Með þVí að taka alla spegla burt? Það er nú orðið um sein- an. Ég er brjáluð og veit það sjálf! — Nei ,Vera, farðu nú ekki að rannsaka þig sjálf. Þú kannt ekkert á það. Láttu sérfræðing- inn um það. — Og hvað segir sérfræðing- urinn? Svona nú, út með það! Hvað segir hinn mikli töfra- læknir? Reyndu að kannast við, að þér miði ekkert í áttina. Þú situr alveg fastur. Þú getur blekkt ósjálfbjarga sjúklinga þína og gefið þeim raflost, eins oft og þú vilt, því að þeir segja engum frá því. Þú ert hetjan þeirra, en þar sem ég er, hef- urðu fundið ofureflið. Þú ert alveg misheppnaður. Reyndu að losa þig við þessa hugmynd, að við séum 34 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.