Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 37
þrýsti hana, og hún þrýsti á móti.
Það var eins og hvorugt okkar
myndi eftir þvi lengur, að við
vorum að villast. En það fóru um
okkur bylgjur annarlegrar sælu,
er þó var i ætt við sársauka.
Þegar leið á daginr., fór að
draga úr henni mátt, og i hún
kvartaði um verk fyrir brjóstinu.
Ég varð að styðja hana og leiða af
allri þeirri varfærni, sem ég átti
til.
Undir kvöldið lagðist hún fyrir
með hönd undir kinn. Henni var
erfitt um andardrátt, og slagæðin
á gagnauganu sló óeðlilega hratt.
.JVfárla,” hvislaði ég, ,,þú ert
þó'ekki að veikjast?”
,,Ég veit það ekki fyrir vist ....
nei, en ég er alveg uppgefin.”
Og innan stundar lukust augu
hennar aftur. /
„Maria, Maria! Þú mátt ekki
loka augunum.”
,,Má ég það ekki?” Hún brosti
dauflega. ,,Ég ætla bara að sofna
andartak.”
„Það er svo hræðilegt að sjá þig
liggja svona með lokuð augu.
Geturðu ekki þraukað enn um
stund? .... Svo náum við til
mannabyggða, og þá verður allt i
lagi.”
Hún reyndi að risa á fætur, en
hneig niður aftur.
,,Ó, ég er svo þreytt .... ég get
ekki meira.”
Ég sat þarna hjá henni sár-
hryggur i huga. Það var átakan-
legt að horfa upp á hana svona
máttvana og góða og vita engin
bjargráð. Og nú skaut upp i mér
hugsun, sem sló mig skelfingu:
Ef hún skyldi nú veikjast alvar-
lega .... ef hún yrði nú verri á
morgun og gæti ekki stigið i fæt-
urna. Hvað átti ég að gera?
Ég spratt upp.
„Maria, ég ætla að fara og sjá,
hvort ég get ekki ráðið fram úr
þessu. Ef til vill erum við nær
mannabústöðum en við höldum.
Vertu ekki hrædd. Ég kem
bráðum aftur.”
„Já, komdu fljótt aftur.”
Ég lagði af stað, sveigði fyrir
lágt klettabelti og upp á hæð eina
og litaðist um, en sá ekkert, sem
ég gæti áttað mig á. Ég var i
þann veginn að snúa við, þegar
athygli min var vakin. Þarna
eygði ég eitthvað hvitt — ljósleita
skellu i fjarska. Hvað gat það
veriö? Ég hljóp spölkorn á áttina,
flýtti mér að komast það nærri,
að ég gæti gengið úr skugga um,
hvað þetta væri. Þessi skjanna-
hvita skella þarna fram undan
hlaut að vera i einhverju sam-
bandi við mannabyggð.
En þar kom, að ég þóttist viss
um, að þetta væri ekki annað'en
hvitleitar klappir .... ljós tinnu-
steinn eða ef til vill kritarklettur.
Nei, hér var ekkert að sjá nema
auðninaeina. Það var gagnslaust
að vera hlaupa þetta. Umhverfið
virtist mér furðulega illúðlegt og
miskunnarlaust.
Ég varð að snúa við og halda
sömu leið til baka.
Og ég sneri til baka nákvæm-
lega sömu leið, að þvi er ég hugði.
En nú fann ég Mariu frænku
hvergi. Ég leitaði alls staðar,
starði næstum augun úr hörðinu
.... Var ég kominn of langt? Hafði
ég villzt enn einu sinni? — Ég
nam staðar, kaldur svitinn spratt
mér á enni. Svo fór ég að kalla,
en enginp svaraði .... Nei, þetta
gat ekki átt sér stað, það var
óhugsandi með öllu .... Hún hlaut
að vera hérna skammt frá mér.
Ég hljóp þangað til ég stóð á önd
inni, nú i þessa átt, svo i hina,
fram og aftur og aftur og fram.
En árangurinn varð alltaf samur.
.... ég gat hvergi fundið hana. Þó
hlaut hún að vera þarna, mátti til
að vera þarna. Eða — var úti um
allt? Var guð mér gramur? Var
ég útskúfaður héðan i frá? —
Og nú tók ég að æpa i örvænt-
ingu: „ó, góði guð! Þetta er ó-
bærilegt, óhugsandi! Þú verður
að láta mig finna hana! .... Nei,
þetta getur ekki átt sér stað! ” En
allt i einu skipti ég skapi, varð is-
kaldur inn i merg. Eins konar
hatur til þessa skuggalega um-
hverfis altók mig, svo mér hélt
við köfnun. Ég kreppti hnefann.
En þegar ég litaðist um, lét ég
höndinasiga. Hin hljóða auðn var
mér of máttug.
Mér var orðið ljóst, að nú
mundi úti um allt. Ég fann, að ég
fjarlægðist hana meir og meir.
Krltarklettana gat ég ekki eygt
lengur. Og nú fór ég að hlaupa
sem óður væri — hljóp hugsunar-
laust og stefnulaust. Næmi ég
staðar andartak til þess að kasta
mæðinni, stóð mér þegar fyrir
hugarsjónum, hve hræðilega yfir-
gefin Maria frænka væri á þessari
stundu, og þá tók ég aftur á rás,
hrasaði hvað eftir annað um
steina og lyngflækjur, kom aftur
fyrir mig fótum og hljóp allt hvað
af tók. Við og við rak ég upp
tryllingsleg, skerandi öskur, eins
og fordæmd sál ... Einmitt i
þann munder sólin var að koma
upp, rakst ég á veg — sand-
stráðan stig. Og langt búrtu eygði
ég húsaþyrpingu. Ofurlitill
svartur kirkjuturn benti eins og
fingur til himins.
A þriðja sólarhringnum, undir
morguninn, fundu þeir hana. En
27. TBL. VIKAN 37