Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 36
Húsgögn eins og þér viljið hafa þau.
Sófasettið Hertoginn er alveg i sérflokki hvaðverðoggæðisnertir. Aðeins 59.240.
Norsk einkaleyfisframleiðsla
■ !l M .44 NAI I 'MI I I
Auðbrekku 63, Kópavogi, sími 41694
MARlA
Framhald aj bls. 13.
sem ég hingaó til hafói dáðst að
og gengið eftir með grasið i
skónum. Meðan ég gekk þarna
við hlið hennar, virti ég fyrir mér
i laumi vangasvip hennar, og þá
gleymdi ég þvi næstum, að við
vorum að villast. Og jafnvel
þegar ég mundi eftir þvi — þá var
ekki laust við, að vitundin um það
hefði eitthvað lokkandi við sig.
betta var þó að minnsta kosti
ferðalag með ungri stúlku á
sumarkvöldi — ferðalag inn i
ókannaða heima, inn i töfra
sumarnæturinnar.
Skyndilega nam hún staðar.
,Ö, þetta er ekki til neins,”
sagði hún, og það var uppgjöf i
röddinni. „Við komumst aldrei út
úr þessu.”
„Jú, nú hljótum við bráðum að
vera komin til mannabyggða.”
„Onei,” sagði hún og lækkaði
róminn. „Ég er svo hrædd um, að
við séum alveg ramvillt.
Hugsaðu þér, ef við höldum I
öfuga átt, þá getum við gengið
milu eftir mílu án þess að hitta
nokkurn mannabústað. Og nú
erum við liklega á þeirri leið. 0,
svona gengur það alltaf nú höfð-
um við sett okkur að taka rétta
stefnu, og svo villumst við bara
lengra af leiö.”
„Þú mátt ekki vera svona
hrygg, Maria, vitanlega áttum
við okkur.”
„Þakka þér fyrir, hvað þú ert
góður við mig,” sagði hún, horfði
myrkum augum fram undan sér
og þrýsti hönd mina.
„Góður við þig, Maria?” sagði
ég og fór dálitið hjá mér. „Það
hljóta allir að vera góðir við þig.”
Og nú tók ég hönd hennar og hélt
henni i lófa mér. Hún meinaði
mér það ekki. Og áfram héldum
viö.
Það leið á kvöldið, og nú tók að
húma. Grasið varð döggvott, og
mér fannst golan eins og hægur
andardráttur. Kvöldkyrrðin var
djúp, og við vorum bæði hljóð.
Smám saman þrýsti ég hönd
hennar fastar. Hægar og hægar
gengum við, og að lokum settum
við okkur niður.
„Marfa,” hvislaði ég eftir
stundarþögn. „Lofaðu mér að sjá
þig. Lof mér að horfa i augun þin
— i skæru, djúpu augun þin. Er
það ekki undarlegt, að ég skuli
aldrei fyrr hafa tekið cftir þvi,
hversu yndisleg þú ert? Jú, sjálf-
sagt hef eg tekið eftir þvi, en
aldrei eins og i kvöld. Guð minn
góður, hvað mér þykir vænt um
þig, Maria!”
Svipur hennar varð enn mildari
en áður, og augun döggvuðust.
En þau horfðu langt út i ifjarsk-
ann. Varir hennar bærðust,
eins og hun vildi segja eitthvað,
en gæti það ekki.
„Maria, er það ekki eins og ein-
mitt þetta hafi átt að koma fyrir
— að við skyldum lenda i þessari
villu saman? Mér finnst þetta allt
saman vera eins og táknmynd
ógengins æviferils okkar beggja.
öll þessi spor, sem við göngum,
án þess eiginlega að vita, hvert er
stefnt.”
„Já,” hvislaði hún, „ég held að
þú hafir rétt fyrir þér. Það er eins
og ég finni það á mér á þessari
stundu. ó, en ég þori ekki að lita
inn i ókomna timann. Það er svo
langt fram —■ svo ógnarlega
langt.”
Það seig á okkur eins konar
angurværð. Ég sat þegjandi og
strauk hönd hennar. En þegar
hún svo hallaði sér upp að mér,
þungt og þreytulega, tók ég utan
um hana og hvíslaöi ruglings-
legum .orðum i eyra henni. Bað
hana að leysa úr fléttunum, svo
ég gæti leikið mér að hári hennar.
Bað hana að halla sér út af og
brosa, því enginn gæti brosað
jafndásamlega og hún. Og áður
en varði, gerðist ég harðleikinn
við hana. Ég kreisti hendur
hennar, svo hún kenndi sársauka.
Og allt I einu, þegar ég skynjaði
til fulls, hversu ung og ósnortin
hún var, greip mig eins konar
hamslaus eyöileggingarfýsn, —
og ég kramdi hana og kyssti i
blygðunarlausum ofsa.
Hún veitti ekki viðnám, grét
ekki yfir þvi, sem gerðist, umlaði
aðeins nei — nei við og við —
máttlaust, hvislandi nei, sem lét
eins og andvarp i sumarnóttinni.
— En án þess að skynjað yrði
stigu upp af raklonHinu eimar
næturinnar, molluhlýir. rauð-
slikjaðir. Við vorum yi'irskyggð
þessum eimum. Við og við kom
ég til meðvitundar og varð
hræddur við sjálfan mig og við
hana — frænku mina, Mariu —
hana, sem á hverjum afmælis-
degi var vön að fá rauða rós að
gjöf frá föður sínum, — gat þetta
veriö hún? — En hin hljóða nótt
var öllu máttugri. Hún kramdi
okkur undir fargi sinu. Hún
svæfði okkur I mjúku litskrúði og
blakaði að áfengum ilmi.i Allar
jurtir næturinnar — búsað ill
gresið, hinar safaþrungu blað-
jurtir og bólgnu sveppir — ósuðu
hver sinum þef. Og stóru, hvitu
bikarblómin lukust upp smátt og
smátt, og allt hjálpaðist að til að
sveipa okkur i deyfandi ilmþokur
þessarar töfranætur.
— Svo tók að lýsa af degi*
Kynlegur morgunn, dagur
ólikur öllum öðrum dögum. Við
gengum hlið við hlið, án þess að
yrða hvort á annað, án þess að
spyrja eða svara. Ein^stöku
sinnum tók ég hönd hennar og
36 VIKAN 27. TBL.