Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 14
Hindúa-musteri í Bhadgaon, einni ef þremur elztu borgum í Nepal-
dalnum.
Pílagrímar fara yfir hengibrú yfir fljótiS Kali Gandaki, sem er í miðju
Nepal-ríki. Dhaulagiri-fjall er í baksýn.
honum svo hranalega til baka
að hann hrasaði. Þá heyrðust
hófaskeilir og hvítur, gullfaÞ
legur hestur kom skokkandi út
úr hliðinu.
goðið byggi í einni álmu hall-
arinnar og væri tilbeðið af
milljónum manna. Um nætur
sprangar það út um borg og bý
til.að heilsa upp á tilbiðjendur
hundruð miiljónir guða, ef alit
sé talið.
Nepal hefur lengst af verið
lokað land, en síðustu tvo ára-
tugina hafa samgöngur við Ind-
land komizt á. Konungurinn og
háaðalsmennirnir fengu sér
lúxusbíla, þótt engir bílfærir
vegir væru þá í landinu, en sú
vöntun var bætt upp með því
að láta þegnana bera límósín-
urnar á öxlunum, þegar höfð-
ingjana langaði í biltúr. 1966
var lagður vegur inn í Tíbet.
Það var Maó. formaður, sem af
höfðingsskap sínum kostaði
lagningu þessa vegar og komst
Nepal þannig í vegasamband
við Lasa og Peking.
Tveimur árum síðar lenti
sænskur flugstjóri Caravelle-
þotu á nýbyggðum flugvelli við
Katmandu, og þar með var
þotuöldin komin til þessa mið-
aldalands.
í dag streyma túristarnir til
Nepals. Aðeins eitt flugfélag
hefur þó leyfi til að lenda hjá
Katmandu, taílenzka félagið
Thai International, sem SAS á
stóran hlut í. Flugfélag þetta
flytur til landsins átta af hverj-
um tíu túristum, sem þangað
koma, svo að þjónusta þess hef-
ur mikið að segja fyrir ríkis-
kassann.
Katmandu er hrífandi borg,
full með gömul hof, pagóður
og skrautlegar furstahallir. Og
fólkið er ekki síður litríkt.
Þarna eru Sérpar, en sá þjóð-
flokkur er frægastur fyrir burð-
sína og blessa þá, og þeir for-
sóma aldrei að blóta þvi heyi,
rótarávöxtum og öðru, sem fell-
ur í goðsins guðlega smekk.
I nokkur hundruð metra fjar-
lægð frá hestguðnum býr ann-
að goð, en það er til tilbreyt-
ingar i mannsmynd. Þetta er
gyðja, sem býr í hvítri, dýr-
lega skreyttri höll. Hún er hin
alþýðlegasta, kemur oft út í
glugga og veifar til fólksins
fyrir utan, gjarnan klædd
skarlatsrauðu, mjög förðuð og
svert krignum' augum. Þrisvar
á ári kemur hún út úr höllinni
til að taka á móti hyllingum
konungs og þjóðar. Hún ekur
þá gegnum Katmandu í for-
gylltum vagni og rekur úr
staðnum ára og djöfla. Hún
sefur á dúnsæng líkt og prins-
essan á bauninni og þjónustu-
fólk gætir hennar nætur sem
daga. Hún má með engu móti
fá áverka, ekki einu sinni smá-
skeinu, því að missi hún þó
ekki sé nema einn dropa blóðs
hverfur henni allt guðlegt eðli
og hún verður upp frá þvi að-
eins mennsk.
En enginn skyldi ætla að hér
með væri goðafræði Nepala
öll. Landsmenn eru ýmist (eða
bæði) Hindúatrúar eða Búdda-
trúar, og sú grein af Búdda-
trú sem þeir hafa í heiðri er
svokölluð Lamatrú, sem Tíbet-
ar játa einnig. Og sízt verður
Nepölum brugðið um að þeir
séu guðlausir menn, því að tal-
ið er að þeir trúi alls á þrjú
Nepal
sagnalandio, þar sem búa tólf milljónir
manna - en þrjú hundruð milljónir guða!
Hefurðu nokkru sinni orðið
fyrir þeirri reynslu að guð hafi
reynt að slá þig eða sparka í
þig? Þeirri reynslu varð sænsk-
ur ferðamaður ríkari nýlega í
Nepal. Sem betur fór hitti guð-
inn ekki.
Ferðamaðurinn var þegar
þetta skeði á gangi við gömlu
konungshöllina við Durbar-
torg í Katmandu, höfuðborg
Nepals. Hann gekk forvitinn
yfir steinlagðan garðinn, þar
sem Nepalkonungar fyrri tíða
voru vanir að láta hálshöggva
menn í löngum bunum. Hann
kom að litlu hliði, sem tveir
vopnaðir menn stóðu vörð við.
Ferðamaðurinn bað um að
fá að líta inn, en hermennirnir
brugðust illa við og hrundu
Hermennirnir réttu úr sér
og gerðu grafalvarlegir honnör
fyrir hrossinu. Ferðamaðurinn
tók nokkrar myndir, en þá
gekk hesturinn til hans, þefaði
af hári hans, snarsnerist svo og
sló afturundan sér. Minnstu
munaði að ferðamaðurinn fengi
hófana i höfuðið . . .
Síðan hvarf hesturinn aftur
inn um hliðið, og varðmenn-
irnir urpu öndinni léttara. Leið-
sögumaður ferðamannsins hafði
orðið áberandi hræddur og
neitaði því með öllu að hér
hefði verið um hest að ræða.
— Þetta er guð, og meira að
segja einn sá allra helgasti í
Nepal, hvíslaði hann áhyggju-
fullur.
Hann upplýsti síðan að hest-
U VIKAN 27. TBL.