Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 26

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 26
HIN ÞOGULA TJANING UÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Ballettinn er hin þögula tjáning, — túlkun á mannlegum eigindum og ástriðum með hreyfingunum einum saman. Ballettinn er ung listgrein hér á landi, en hefur átt vaxandi gengi að fagna á undanförnum árum. Við höfum þegar eignazt nokkra ballettdansara, sem getið hafa sér gott orð erlendis. — Ballettskóli Þjóðleikhússins efnir til sýningar á hverju vori til að sýna árangur vetrarstarfsins. Að þessu sinni voru sýndir tveir ballettar eftir aðalkennarann, Vasil Tinterov: Prinsinn og rósin, og Amerikiimaður i Paris eftir Gerschwin. Á þessum siðum sjáum við nokkrar svip- myndir frá sýningunni, sem teknar voru á lokaæfingunni. Hirðfíflin í Prinsinum og rósinni dönsuðu þrír ungir úr Ballettskóla Þjóðleikhússins: Kristín Ólafsdóttir, Kristjana og Auður Bjarnadóttir. Pessar þrjár ikemmtilegu myndir eru af atriðinu „Rósablöð". Við sjáum greinilega, hvernig blöð rósarinnar opnast og lokast. Dansarar eru: Ás- dís Magnúsdóttir, Ásthildur Inga Haraldsdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir, Helga Eldnn, Kristín Björnsdóttir og Ingibjörg Ásgeirsdóttir. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.