Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 45
Sussu, sussu bía, er raulað við Schorschi á hverju
kvöldi og hann virðist kunna því vel.
Það er nú reyndar fósturmóðir hans, sem raular,
Ingrid Jákel og hún passar hann svo vel,
sem væri hann sonur hennar. Þessi svarti hnoðri er
líka mjög mikilvæg persóna,
þar sem hann er fyrsti górilluunginn, sem fæðst hefir
í dýragarðinum í Núrnberg.
Foreldrunum, Liane og Fritz, var ekki treyst
til að annast hann nógu vel fyrstu vikurnar, enda
hafa þau ekki góðar aðstæður í búri sínu.
Gúnter Jákel, yfirdýravörður, reynir að hafa ofan
af fyrir Liane og Fritsch og hefir nánar
gætur á þeim.
Þau Ingrid og Gúnter passa Schorschi eins og hann
væri þeirra eigin frumburður, en þau
eiga eina dóttur sjálf, sem nú er orðin tólf ára.
Schorschi virðist kunna vel við allt umstangið.
Hann var tæpar átta merkur þegar
hann fæddist og nú er hann veginn daglega. Verði
hann ekki léttvægur fundinn, þá fær hann
innan skamms að fara til foreldra
sinna og þá er eftir að vita hvort hann saknar
ekki fósturforeldranna.
Hann var hinn rólegasti, þegar myndirnar voru
teknar af honum, gjóaði augunum
á myndavélina, áður en hann sveif inn í svefninn...