Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 43
í mér sló af kvíðinni eftirvænt-
ingu. Skyldi Robert nú skilja
mig, aldrei þessu vant? Ég man
þetta enn alveg greinilega: Ro-
bert sat bak við skrifborðið
sitt, með Bibi á hnjánum, sem
var að reyna að vekja athygli
á sér. Skáhallir geislar morg-
unsólarinnar skinu inn um
gluggann, óhreinir daggardrop-
ar féllu niður úr þakrennunum,
og einmana spörfugl var að
snyrta sig á grasinu milli snjó-
hrúganna. Ég tók eftir svona
ómerkilegum smáatriðum, með-
an enn einu sinni var verið að
spilla því, sem ég hafði talið
heilagt.
Viðbrögð Roberts voru hon-
um alveg ólík. Hann starði á
veskið með augun galopin af
undrun, svo lagði hann það
snöggt frá sér, rétt eins og það
hefði verið einhver eiturorm-
ur, og stökk upp af stólnum.
Dauðskelfdur hundurinn datt á
gólfið með dynk, hristi sig, leit
móðgaður á Robert, og klifr-
aði síðan upp í körfuna sína,
stórhneykslaður.
— Hvar fékkstu þetta?
— Hann pabbi átti það. Ég
erfði það. Vildirðu ekki fá það?
Robert svaraði engu, en bar
hönd fyrir augu og strauk
ennið, hugsi. Fæturnir á hon-
um fóru að hreyfast, en ég held
ekki, að hann hafi tekið eftir
því sjálfur. Ég leit á þá með
kvíða. Það voru þessi eilífu
fimm skref til hægri og síðan
fimm til vinstri, með blindandi
nákvæmni, og snerti sömu
blettina á teppinu, eins og allt-
af þegar hann var eitthvað að
hugsa sig um eða átta sig. En
svo hætti þetta og hann settist
aftur.
— Það er fallegt, Vera. Þakka
þér fyrir. Ég skal gæta þess
vel. Röddin var sallaróleg, en
hann leit ekki á mig.
— Hvað gengur að þér?
— Svo sem ekkert merki-
legt. Mér skjátlaðist bara, það
var allt og sumt.
Mig langaði að spyrja hann,
hvað hann ætti við með þessu,
en tungan í mér var eins og
blý. Ég gat engu hljóði upp
komið. Weber hafði einu sinni
haft grun, sem var of ógur-
legur til þess að koma orðum
að honum. Minn grunur var
næstum enn ægilegri, því að
ég gat ekki einu sinni gert mér
neina grein fyrir honum; heil-
inn í mér stóð fastur í sporun-
um og lokaði leiðinni. Aðeins
eina spurningu hélt ég áfram
að leggja fyrir sjálfa mig: Var
það virkilega undrun. sem kom
Robert til að glenna svona upp
augun, eða var það eitthvað
annað — var það hryllingur?
En þá mundi ég eftir áletrun-
inni hans pabba. Robert var
enn ekki búinn að lesa hana.
Ég greip andann á lofti: væri
grunur minn á rökum reistur,
varð ég, hvað sem það kostaði,
að hindra, að hann sæi hana.
— Fáðu mér veskið aftur,
sagði ég. — Mér hefur snúizt
hugur.
Mér til mestu furðu maldaði
Robert ekkert í móinn og
spurði mig ekki um ástæðuna
til þess arna.
— Eins og þú vilt, sagði
hann kæruleysislega og rétti
mér það. Þá um kvöldið gekk
ég út að brúnni, nákvæmlega
á staðinn, þar sem Timo hafði
einu sinni beðið eftir mér, ég
hallaði mér yfir grindverkið og
fleygði dýrmætustu eigninni
minni í kolsvart vatnið. Það
glitraði ekki á gullið og ég
heyrði ekki einu sinni, þegar
það lenti í vatninu, vegna
gjálpsins við bryggjurnar,
hjartsláttarins í sjálfri mér og
hvinsins fyrir eyrunum.
Óró mín færðist í aukana. Ég
veit ekki, hvort það var veðr-
ið eða Robert.
Veðrið var umhleypingasamt
og eiginlega ómögulegt að
segja, hvort enn var vetur eða
vorið komið. Stundum var
næstum eins heitt og á sumar-
dag. Hitt veifið skóku haglél
landið og bændurnir horfðu
kvíðnir upp í blásvartan him-
ininn og grönnu narsissurnir
mínir skulfu á löngum stöngl-
unum, hristu reiðilega höfuð-
in, en brátt gáfust þeir upp og
lögðust í hliðina, berir og lam-
aðir. Þeir höguðu sér alveg eins
og mannverur — sum okkar
beygja sig og lifa það af, en
aðrir brotna og deyja.
Robert virtist lifa á ein-
hverju hærra plani. Hann var
sama sem aldrei heima og það
var eitthvert nýtt blik í aug-
unum á honum. Hann var um-
vafinn einhverju andrúmslofti,
sem ekki varð greint í fyrst-
unni, en mér tókst nú samt að
greina, með næmri eðlisávísun
minni, sem afbrýðisemin
skerpt enn meir, fyrir áhrif frá
annarri konu. Eitt kvöldið
fannst mér meira að segja ilm-
inum af ilmvatninu hennar
bregða fyrir, kringum hann.
Það er til tvenns konar hat-
ur: það ofsalega, sem grípur
mann allt í einu, ruglar skiln-
ingarvitin og lemur út í loftið,
og svo það varfærna, sem stíg-
ur eins og aðfall og liggur svo
í leyni fyrir óvininum, til þess
Gcrnlúns-
pdikir
Vcsti
lohhtr
Húfir
Ninor
Framtílin
Laugavegi 45
Sími 13061.
að grípa hann kverkatökum og
drekkja honum.
Ég var fullkomlega róleg. Ég
skyldi ekki gera neitt uppi-
stand. Robert er illa við öll
hneyksli, þess vegna yrði hann
ánægður með mig. Ég skyldi
læðast að og sjá um það í
æyrrþey, að Elisabeth færi. Hún
mundi lengi muna eftir mér.
Þetta hélt ég, en nú orðið
held ég, að Elisabeth hugsi
raunverulega um mig stundum,
en bara á allt öðrum forsend-
um en ég hélt þá.
Konur, sem eiga ótrúa eigin-
menn hafa aldrei svifizt neins,
held ég. Mín ráðagerð var að
minnsta kosti pottþétt, þótt
ekki væri hún sérlega frum-
leg, og var fólgin í vandlega
úthugsuðu mannorðsníði. Mis-
tækist það, var það ekki greind-
arleysi mínu að kenna, heldur
vegna þess, að ég gengi út frá
skökkum forsendum — eins og
líka brátt kom í ljós.
Ég ætlaði að vingast við
Elisabeth, hringja hana upp og
bjóða henni heim, og vera svo
hvergi nærri sjálf, og vera bú-
in að segja Robert, að ég æti-
aði að vera annars staðar um
kvöldið. Þá mundi Robert og
Elisabeth auðvitað halda, að
ég hefði gleymt þessu síma-
boði, og yrðu kannski í óheppi-
legum stellingum, ef ég kæmi
óvænt að þeim, í návist sjón-
arvotta -— eins og til dæmis
Reeder prófessors og frúar
hans. Þetta er vitanlega ekkert
frumlegt bragð, en gat dugað
samt. Fólk er svo hugsunar-
laust og það einfaldasta kem-
ur mest við það.
Fyrsta skrefið var bréfið,
þar sem ég bauð Elisabeth
heim og það sendi til til sjúkra-
hússins. Nokkuð leið áður en
svar hennar bærist, og þegar
það barst, var það allt annað
en ég hafði búizt við:
......Vinsamlegt boð þitt,
sem mér var fært heim til mín,
kom mér þægilega á óvart. Ég
er búin að vera gift í tvo mán-
uði. Það gerðist nú nokkuð
snögglega. Ég skal trúa þér
fyrir því, að ég á von á barni.
Maðurinn minn er verzlunar-
maður, og við höfum verið ást-
fangin hvort af öðru, árum sam-
an. Við erum nú ekki sofnuð,
en mjög hamingjusöm. Það var
fallegt af þér að hugsa til mín,
og ég hefði haft gaman af að
koma, en þetta er svo langt að
fara og sem stendur höfum við
bara ekki efni á þessu dýra far-
gjaldi. Má ég koma seinna og
þá hafa manninn minn með
mér . . . ?“
Framhald í næsta blaði.
KLIPPIÐ HÉR
Pöntunarseðill
C*
'LU
X
Q
Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við7 í því
númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í ávísun/póstávísun
/frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við).
Nr. 63 (9749) Stærðin á að vera nr........
Q'
vUJ
x
O
Vikan - Simplicity
Q_
Nafn
Heimili
KLIPPIÐ HÉR
27. TBL. VIKAN 43