Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 21
þegar hann kom auga á Andrei og rétti honum höndina. Svo hvíslaði hann svo lágt að það heyrðist varla: —• Natasja, hvar er Natasja? — Hún er að hvíla sig, sagði ég, — hún kemur bráðum. Hann kinkaði kolli og lokaði augunum. Læknirinn benti okkur að fara út úr herberginu. í forsalnum sneri Andrei sér að mér og nú var bros hans horfið. — Hvar er Natasja? Þér voruð að skrökva. var það ekki? Þá varð mér ljóst að hún var búin að vera ískyggilega lengi í burtu. Það hlutu að vera þrír eða fjórir klukkutímar síðan mér var ljóst að hún hafði far- ið ríðandi í burtu. — Hún fór snemma í morg- un ríðandi á Suleiman. Það hefur verið um sjöleytið. Við störðum hvort á annað. — Ég fer að leita að henni, það getur eitthvað hafa hent hana, sagði hann. Ég kem með. — Farið þá í hlý föt, ég skal láta leggja á Falcon. Þegar ég kom út, beið hann þar með Simon og nokkrum húskörlum. Við riðum um ná- grennið í tvo klukkutíma og spurðum alla sem við hittum. En þegar við vorum komin rétt að Ryvlach, skaut hugsun upp í kollinum á mér. — Grjótnáma, er einhver grjótnáma hér? Já, en það eru ekki marg- ir sem vita um hana. Hvað eigið þér við? — Hún talaði einu sinni um grjótnámuna. Það gæti verið rétt að fara þangað. Við riðum áfram og komum loksins að gömlu grjótnám- unni, sem hafði verið lögð nið- ur fyrir svo löngu síðan að hæðin var nú öll vaxin lág- vöxnu kjarri. Við gengum upp á hæðina og Andrei batt hest- ana við tré. — Ég klifra niður, sagði hann og eftir andartaks um- hugsun fylgdi ég honum eftir. Við fundum hana á miðri leið. Hún lá þar á syllu með útrétta arma. Hatturinn hafði dottið af henni og svarta hár ið breiddist í kringum höfuð hennar. Hún hlaut að hafa leg- ið þarna í nokkra klukkutíma, því að snjófölin huldi hana að mestu. Andrei féll á kné við hlið hennar. — Hún er dáin, sagði hann og það var eins og lífið fjaraði út í rödd hans. Hann rétti út höndina og lokaði augum henn- ar. Svo strauk hann blíðlega um hárið. — Við komum hér stundum á sumrin, það var eins og para- dís . . . Ég sneri mér undan. Eg hafði ekki kjark til að sjá hann gráta yfir þessari konu, sem hann hafði elskað og elskaði ábyggi- lega ennþá. Hún hafði sjálf svipt sig lífi og með því skilið okkur að, miklu fremur en ef hún hefði verið á lífi. Ég sat á föllnum trjástofni, skalf af kulda, allt var sem þurrkað burt úr vitund minni, allt nema sú eina hugsun að nú hefði ég misst hann að eilífu. Eftir stundarkorn, sem mér fannst vera óralangur tími, snerti hann við öxl minni. — Ég verð að sækja byss- una mína, sagði hann. — Bíddu hérna á meðan. Suleiman er hryggbrotinn, ég verð að skjóta hann. Nokkru síðar heyrði ég skot- ið og svo komu Andrei, Simon og húskarlarnir. Þeir báru Na- tösju upp kjarri vaxna troðn- ingana og svo lögðum við hægt af stað til Arachino. Við mættum Jean í forsaln- um. Ég horfði á óttaslegið and- lit hans. sá að stoltið og sjálfs- traustið hafði vikið fyrir hræðslunni og þá varð mér ljóst hvað dauði Natösju var honum örlagaríkur. - Er hún slösuð? — Hún er dáin. — Guð hjálpi mér, hvernig? - - Skilurðu það ekki? — Það getur ekki verið satt. Þetta var eins og örvænting- aróp og á þeirri stundu skildi ég að þrátt fyrir allt, þá hafði Jean eiskað hana, en nú var honum ljóst að henni hafði ekki einu sinni þótt vænt um hann og að hún var honum glötuð að eilífu. Andrei bar hana inn í dag- stofuna og lagði hana á legu- bekk. Jean fylgdi honum. Það var eins og þeir væru að vega og meta hvor annan með aug- unum, með látnu konuna á millii sín. — Þú varst svo viss um að þú hefðir hana á valdi þínu, en hún komst undan. Hún valdi einu leiðina sem fær var. Ég gæti myrt þig. Komdu þér í burtu héðan, ef þér er annt um líf þitt! Jean hrökk við, þegar hann sá hve reiður Andrei var, en hann gaf sig ekki. — Þú hefur engan rétt til að skipa mér. Hvað ertu að ásaka mig um? Eg hef ekki framið neinn glæp. — Hvernig leyfir þú þér að andmæla því, Dmitri gæti líka verið dáinn. — Það var Mischa sem skaut á hann. — Og hvar fékk hann byss- una? — Þú hefur engar sannanir. — Sannanir, hvers virði eru þær? Þú veizt það og ég veit það, er það ekki nóg? Á því augnabliki sá ég í framkomu Jeans eitthvað af þeim hroka og valdsmannslegu yfirbragði, sem Leo greifi hlýt- ur að hafa haft til að bera. — Staða mín er hér . . . bróð- ir. Hvorki þú eða nokkur ann- ar maður getur rænt henni frá mér. — Þú hlýtur að hafa þráð lengi að segja þetta! Rödd An- dreis var köld og bitur. — Þú skalt ekki svelta. Þú færð það sem þér ber sem bastarður föður míns, eða hvað þú vilt kalla þig, en þú færð ekki meira, heyrirðu það. Ef þú set- ur fót þinn innfyrir landar- eignina í framtíðinni, skal ég sjálfur hýða þig og ganga frá þér fyrir fullt og allt. Ég stóð á öndinni, en Jean snerist á hæl og fór. Þá varð mér ljóst að ég var svo þreytt að ég gat varla stað- ið upprétt. Ég komst með harm- kvælum upp á herbergið mitt, fór úr óhreinum reiðfötunum og kraup við arininn, til að ylja mér. Ég fór í hreinan kjól og var að bursta á mér hárið, þeg- ar Paul kom inn, náfölur og titrandi. — Mamma, hvíslaði hann. — hvar er mamma? Ég vil sjá mömmu mína . . . Svo fór hann að gráta hljóð- lega. Hann hlaut að hafa séð, þegar Andrei bar hana inn í forsalinn. Fyrst föðurinn og svo móðurina . . . Þetta hlaut að vera ofraun hverju barni. Ég tók hann í faðm minn og þá brauzt gráturinn út fyrir al- vöru. Ég beið þangað til hann fór að róast, en þá sagði ég » 27. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.