Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 39
svei mér klipa þetta 3öskotadýr.
(Mörg bréf til barna-
sálfræðinga fjalla um þetta
vandamál).
Gott ráð. Þegar maður un-
dirbýr þriggja til fimm ára barn
undir komu nýs systkinis, getur
maður sagt: . . . það verður
stundur erfitt, það grenjar
kannske og ég þarf að sinna þvi.
Þú verður kannske reiður og
heldur að mér þyki vænna um
litla barnið en þig. Ef þér finnst
það, þá skaltu koma til min og ég
skal sýna þér hve mér þykir vænt
um þig. Og svo getur maður sýnt
honum ennþá meiri ástúð. En
það getur verið nóg að gera fyrir
móður, sem þarf að hugsa um
hvitvoðung og afbrýðisaman og
þrjózkan litinn pjakk og það getur
reynt á þolinmæðina. En segjum
svo að stóribróðir hafi klipið litla
barniö, þá er tilgangslaust að
skamma hann, bara að segja:
. . . þú ert ekki hrifinn af litla
barninu, ég skil að þér leiðist hve
lengi ég er að sinna þvi. Það geta
allir orðið reiðir, eins og þú ert.
Komdu, nú skulum við vera góð ■
hvort við a.nnað.
Þetta litur kannske kjánalega
út á prenti, en það getur orðið til
þess að
1) mamma geri honum ljóst að
hún viti að hann sé afbrýðisamur,
en að
2) hún sé ekki reið við hann og
að henni þyki samt vænt um hann
(þvi að það er það sem hann vill
vita, hann óttast mest að missa
ást hennar)
3) hún huggar hann, þvi með
sjálfum sér er hann óttasleginn
yfir tiltæki sinu.
Mikilvægt sjónarmið: hafi maður
komizt klakklaust yfir fyrsta
sambýlisár systkinanna, er mjög
liklegt að björninn sé un-
ninn......
Eins til tveggja ára börn og
stórusystkinin.
Þegar barn á fyrsta og öðru ári
skrlður og staulast um til að
kynnast veröldinni, er það
ákaflega erfitt fyrir stærri bör^
nin. öll leikföng þeirra eru i voða
og litli kjáninn skilur oft við allt i
rúst. Þriggja til sex ára
systkinum hans finnst hann bæði
heimskur og erfiður og eðli sinu
samkvæmt hafa þau ekki önnur
ráð en að hrinda þeim litla frá og
þá oft nokkuð harkalega. Þá er
oft grenjað á báða bóga.
Astæða til ósamkomulafs er oft
að það litla stingur upp i sig
allskonar smáhlutum, perlum,
legokubbum og öðru þessháttar.
Og mamma verður hrædd eöa
reiö og segir: hef ég ekki sagt þér
þúsund sinnum að þú mátt ekki
láta barnið gleypa þetta dót.
Gott ráð. Það má ekki skella
allri skuldinni á stærra barnið,
það er ekki sanngjarnt. Ef það
eldra öskrar og hamast vegna
þess að leikföngin hafa verið
skemmd, þá er nauðsynlegt að
reyna að skilja það. Barnið er
Hka of ungt til að hægt sé að
ætlast til að það kunni að stilla
skap sitt. Segið ekki:
. . .skammastu þin ekki fyrir
að öskra svona, þú sem ert svo
stór! Það er örugglega heilla-
vænlegra að segja: „Þetta var
leiðinlegt! Ég skil vel að þú sért
leiður og reiður. En Lilla skilur
þetta ekki, hún veit ekki að hún ei;
að skemma. Reyndu að vera
reiður i tali i stað þess að slá
hana”.
Eigi maður bæði eins til tveggja
ára barn og þriggja til sex ára
barn, getur maður oft þurft að
verja það eldra. Þá er oft góð
lausn að senda það eldra á barna-
leikvöll eða leikskóla, eða leyfið
þvi að vera einu i barna-
herberginu. Sá sem skriöur getur
eins vel skriðið á eldhús eða
dagstofugólfinu. Ef búið er við
þrengsli og börnin þurfa að sofa i
hlaðrúmum, þá er nauðsynlegt að
útbúa hillu eða skáp við efri
k'ojuna, svo eldra barnið geti
geymt dýrgripi sina á öruggum
stað.
Þegar stór systkin slást.
Eftir þvi sem börnin eldast og
stækka þurfa foreldrarnir að
skipta sér minna af deilumálum
og erjum þeirra. Að sjálfsögðu
getur stundum orðið nauðsynlegt
að skilja þau að, áður en þau slita
hárið hvort af öðru. En fullorðnir
hafa sjaldnast möguleika á að
komast að réttri orsök deilunnar
eða hvor hafi átt upptökin og ættu
þvi að fara varlega i að taka
afstöðu með öðrum aðilanum.
Þótt öskur og ryskingar sé hvim-
leitt, þá er oftast bezt að láta
börnin sjálf jafna deilurnar. Það
er hægt að ræða um deilumálin,
þegar ró er komin á ((þótt slikar
umræður endi oft i rifrildi).
27. TBL. VIKAN 39