Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 41
ofan á kistuna, og svo er öllu
lokið. Getur ekki einfaldara
verið.
— Hún fannst, sagði ég.
— Hver?
— Nú, hún. Skolpræsið var
eitthvað í ólagi. Þeir fundu
hana þegar þeir voru að grafa.
Ég var þar sjálf og horfði á þá
slynglega falinn. Pabbi var
klókur. Og lögreglumennirnir
voru heldur engir bjánar, en
þarna gekk alveg fram af þeim.
Já, svo var það. Það var ekki
í'alleg sjón. Ég var sjö ára. Þetta
kvaldi mig.
Ég tók að skjálfa.
— Ég er alveg að frjósa, Ro-
bert. Gefðu mér annað teppi og
svo pillur. Ég er með höfuð-
verk. Hann þurfti ekkert að
vita, að ég væri með sorgar-
mars á heilanum. Ég lá endi-
löng á bakið. Köngulló var að
hlaupa neðan á loftinu.
•— Ég ætla að reka herberg-
isþernuna, Robert. Hún er
subba. Mamma hefði aldrei
þolað það. Hún var alltaf svo
dugleg. Hún hélt þessu ieyndu
fyrir pabba, að minnsta kosti í
þrjú kortér. Og það var enginn
barnaleikur, skal ég segja þér,
en mamma var afburða skipu-
leggjari. Missti aldrei jafnvæg-
ið.
— Farðu út í badminton með4
honum pabba þínum, svo að
hann sjái ekki neitt. Þetta hljóta
að vera einhverjar leifar frá
stríðsárunum. Við fengum á
okkur nokkrar loftárásir hérna.
En segðu ekkert við hann
pabba, það er ekki til annars
en angra hann. Þú veizt, hvað
hann er viðkvæmur.
Robert gaf mér pillur og
vatn. Tennurnar í mér glömr-
uðu við glasið.
— Nei, ég veit ekki, hvernig
hún mamma kláraði þetta. Sam-
kvæmin hennar voru velþekkt
af ýmsum sniðugum uppátækj-
um. Allt gekk alltaf eins og
eftir klukku. En hér var nú
sannarlega ekki um neitt sam-
kvæmi að ræða. Ég hló. —
Skrýtið, finnst þér ekki? En
þetta fór eins og í sögu. Lög-
reglan og sjúkravagninn komu
samtímis, kannski meira að
segja saman. Já, svona hlýtur
það að hafa verið: hópvinna,
undir stjórn mömmu.
Við pabbi lukum leiknum
okkar á stóra blettinum fyrir
framan húsið, og sátum nú und-
ir beykitrénu. Ég sat á hnénu
á honum og hann hélt einmitt
upp kveikjaranum sínum, handa
mér að slökkva á honum, þeg-
ar þau komu akandi inn á lóð-
ina, með bláu ljósin blaktandi
og sírenurnar vælandi.
— Pabbi var í góðu skapi
þennan dag. Sannast að segja
var hann nú alltaf blíður og
góður við mig, betri en mamma.
Svo stukku margir menn út.
Sjúkravagnsmenn í hvítum
fötum, burðarmenn, skilurðu.
— Hvað er að? spurði pabbi.
— Hvað gengur eiginlega á?
Hann stóð upp og höndin
hvíldi á hárinu á mér, sem hann
var að gæla við. Hann var svo
hrifinn af hárinu á mér. En þá
gleymdi ég loforðinu mínu,
vegna þess, hve ég fann til mín.
— Þeir voru að finna lík bak
við hesthúsið, sagði ég. Hann
æpti upp og ætlaði að hlaupa
burt, en það náðist strax í hann.
Hann streittist á móti eftir
föngum, en hjúkrunarmenn á
geðveikrahælum eru handfastir
eins og þú veizt.
Þegar þeir leiddu hann
burt, sneri hann örvæntingar-
fullu augnatilliti að mér, rétt
eins og hann væntist einhverr-
ar hjálpar frá mér. Það var
froða um munninn á honum. En
ég hljóp ekki á eftir honum,
heldur skildi hann eftir i neyð-
inni. Ég var orðin svikari við
föður minn, þvi að á svipstundu
skildi ég ailt saman. Spurðu
mig ekki, hvernig krakki viti
svona hluti. Það kemur bara
sjálfkrafa. Hann lét eins og óð-
ur maður í sjúkravagninum, og
við gátum heyrt skerandi vein,
þangað til vagninn sást aðeins
sem depill í fjarska. É'g gleymi
ekki þessum veinum, þó ég svo
verði hundrað ára gömul. Þau
nístu hjartað í mér . . . mér er
kalt, Robert . . . já, annað eins
og þetta eitrar blóðið, og nag-
ar sálina. Og það er aldrei hægt
að losna við það.
Hér hlýt ég að hafa fallið í
öngvit, því að meira man ég
ekki. Þetta var annað kastið
mitt. Sjúkdómurinn var að
ágerast.
Ég gaf Robert vindlingavesk-
ið hans föður míns, veskið, sem
var merkt H fyrir Halensee, og
hinni eftirtektarverðu áletrun,
sem pabbi hafði ritað með
hjartablóði sínu — því að nú
gat það engar nýjar upplýs-
ingar gefið framar. Hin mikla
stund var upprunnin. Ég hafði
fægt það þangað til það gljáði,
og nú lagði ég þénnan minja-
grip ástúðlega í hönd Roberts.
Pabbi hefði skilið þétta. Ást
mín á báðum þessum mönnum
gerði þetta að hátíðlegri athöfn,
og gjöfinni var ætlað að inn-
sigla samband okkar. Hjartað
Margir halda aB uppréttar ryksugur séu auBveldari i notkun og
hreinsi betur meB burstanum heldur en sogryksugirr geta gert.
ABrir hafa tröllatrú á hreinsimætti sogryksugunnar.
I þessari skemmtilegu „tvibura-ryksugu” eru
beztu eiginleikar beggja. Kraftur sogryksugunnar og
bursti hinnar uppréttu.
Loksins er komin ryksuga, sem hreinsar heimili yðar fullkomlega
Vörumarkaðurinn hí.
Ármúli 1 a - Sími 86-113
27. TBL. VIKAN 41