Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 8
OLÍAN BÝÐUR
HEIM ÚTRÝMINGU
INDÍÁNANNA
Nú æða vélbátar með skellandi vélum eftir
fljótum, sem eintrjáningar Indíánanna
liðu hljóðlaust eftir fyrir fáeinum árum.
Drunurnar í þotunum flæma skara
marglitra fugla á flótta. Olíuturnar rísa upp
úr frumskóginum.
Og veiðilendur Indíánanna eru „keyptar"
fyrir plasthatta og hárspennur.
Tuttugasta og níunda marz
1967 var gerður heyrinkunnug-
ur mikill olíufundur í hérað-
inu E1 Oriente í Ekvador. íbú-
ar landsins, fimm milljónir
talsins, tóku tíðindunum með
miklum fögnuði. Eða svo stend-
ur skrifað í miklum upplýs-
ingabæklingi frá bandarísku
olíuhringunum Gulf og Texaco.
Einhver gleðilæti af þessu til-
efni hafa líka orðið í ekva-
dorsku pressunni. f einu blaði
þarlendu var birt viðtal við
fjölskyldu af Indíánaættbálki,
sem heitir Cofán. Hjónunum,
sem heita Elías og Barbarita,
og barnabörnum þeirra er lýst
sem betlurum úr frumskógin-
um.
Hér liggur andstyggileg saga
að baki, saga sem vissir aðilar
vilja efalaust að gleymist að
baki tilbúinna gleðiláta í fjöl-
miðlum. Elías gamli og Bar-
barita bjuggu við San Miguel-
fljót á landamærum Kólombíu
og Ekvadors, þar sem Elías var
höfðingi yfir einum þeim
stærsta af hópunum, sem Co-
fán-Indíánar skiptust í. Hann
var sannkallaður höfðingi,
merkur maður með sterka
ábyrgðartilfinningu gagnvart
fólki sínu.
Indíánarnir á þessum slóð-
um hafa oft tekið hvítum gest-
um með magnaðri tortryggni,
s&ggjaB
8 VIKAN 27. TBL.