Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 4
¥ Hvað er verið l að skamma mann? liru þctta ekki Sommer-teppiii Jrá Litaveri scm þola aWtlÆ Teppin sem endast, endast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer teppjn eru úr naelon. Það er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- róttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppjn hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæði. LITAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 PÓSTURINN Hvernig fer það saman? Kæri Póstur! Nú langar mig til að þú segir mér hvernig þessi merki passa saman: Steingeitin og fiskarnir, fiskarnir og meyjan og stein- geitin og meyjan. Ég vona að þetta bréf verði birt. Hvað lestu úr skriftinni og hvernig er staf- setningin? Ein I vanda. Steingeit og fiskar búa bæði yf- ir mikiili fórnarlund og hafa þannig nokkra möguleika til samstarfs, en annars eru þau mjög ólik i eðli sínu. Fiskar og jómfrú geta orðið hvort öðru til mikils góðs þegar þau ná sam- an, en það skeður bara sjald- an, til þess eru þau of ólik. — Steingeit og jómfrú eiga á hinn bóginn ágætlega saman, eru bæði siðsöm, reglusöm og gef- in fyrir að láta skynsemina ráða. Því miður — þér þarf að fara drjúgt fram i skriftinni til að úr henni sé nokkuð lesandi. Hins vegar virðistu vera góð í staf- setningu. Svar til BSR Fyrst stelpan er þetta ung, er varla gerandi ráð fyrir öðru en þetta séu bara einhver krakka- læti. En haldi hún uppteknum hætti næstu eitt eða tvö árin, bendir það óneitanlega á kyn- villu — lesbisma eins og það er kallað hjá kvenfólki. En vita- skuld er ástæðulaust að hneyksl- ast á því ef því er mátulega stillt í hóf — og það gildir nú raunar um kynhvatir yfirleitt. Reynir hann að slíta á milli? Kæri Póstur! Ég hef séð í Vikunni að þú leysir mörg vandamál. Vildir þú vera svo góður að hjálpa mér? Þannig er mál með vexti að ég er með strák, sem er seytján ára, en ég er bara fimmtán ára. Ég er ekki hrifin af honum. Svo er strákur, sem ég er ofsalega hrifin af (ég veit ekki hvort hann er hrifinn af mér), hann er fimmtán ára (við höfum ver- ið saman). Þegar ég er með öðr- um strákum reynir hann að slíta sambandinu á milli mín og stráksins, sem ég er með. En þegar ég er ein er hann svo merkilegur með sig að hann lítur ekki á mig. Þessi strákur, sem ég er hrifin af, fylgist allt- af með mér. Heldur þú, kæri Póstur, að hann sé hrifinn af mér? Er hann að reyna að slíta á milli mín og stráksins, sem ég er með? Með fyrirfram þakklæti. Ein áhyggjufull. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? — Hvernig eiga vogarmerkið og fiskarnir saman? Vona að bréf mitt lendi ekki í ruslakörfu þinni. Þessi stráklingur jafnaldri þinn er varla neitt hrifinn af þér, en hins vegar hefur hann sjálfsagt veðrað það að þú ert veik fyrir honum og hefur því gaman af að sýna vald sitt yfir þér með því að stía þér frá öðrum strák- um. Láttu því sem þér standi á sama um hann. Hins vegar skil- ur Pósturinn ekki fyllilega hvað þú ert að gera með hinn, eða hvaða meining er í þvi að vera með strák sem maður er ekki hrifinn af? Ur skriftinni má lesa tilhneig- ingu til vandvirkni og full- komnunar, en skapgerðin mætti vera sterkari. Bæði vogin og fiskarnir eiga mikið af kærleika og mannúð, og þetta dregur þau saman. En samband þeirra verður oftast óákveðið og hikandi. Þau botna sjaldnast fyllilega hvort í öðru, verða oftast hvort öðru fram- andi hve lengi sem þau þekkj- ast. Stundum kallar hann á mig Kæri Póstur! Ég er svo ofsalega hrifin af strák en veit ekki hvort hann er hrifinn af mér. Hann er alls ekki feiminn. Stundum kallar hann á mig á götu og spyr mig þá um ákveðinn strák sem ég þekki, þótt hann þurfi ekki beint á þeim upplýsingum að halda. Ef ég sé honum bregða fyrir á götu sný ég mér undan og passa 4 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.