Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 16
ú ert asnt asw asni gshí Það sk að systkini ríf Þa& skaðar ekki að systkin rifist! Margir foreldrar furða sig á þvi hvernig orðið systkinakærleikur hefir orðið til, sérstaklega þegar þeir fá næði til að hugsa eftir einhver ólætin. Flestir foreldrar minnast tlmabila þegar börnin voru venju fremur óstýrilát og stundum eru þeir hreinlega að gefast upp. Sumir spyrja: Eru öll systkin svona? Hversvegna eru okkar börn svona óþekk? — Það er ekkert undarlegt og fullkomlega eðlilegt, að syst- kinum lendi saman, segir Anna Nordlund, barnasálfræðingur. — Orsakirnar geta verið óteljandi, meðal annars aldur þeirra, skap- lyndi og upplag. Systkin geta verið jafn ólik og aðrar man- neskjur, sumum kemur vel saman, öðrum ekki. Arekstrar milli systkina eru ekki hættulegir, það er jafnvel hægt að segja að þeir hafi sinar góðu hliðar.Til dæmis rennur það kannske upp fyrir börnunum að það eru ekki allir á sömu skoðun og að maður verður að skipta með sér þessa heims gæðum. Þegar systkinaerjur verða að reglulegu vandamáli, ef 3-5 ára barn meiðir hvitvoðunginn vis- vitandi, ef stærri systkin geta ekki verið i sama herbergi, án þess að rjúka saman, ef móðirin þarf stöðugt að vera i dómara- stöðu, ef þau geta ekki séð leik- föng systkina sinna i friði, ef þau hatast og eru eins og hundur og köttur, — þá er oftast alvarleg ástæða að baki, eitthvað I fjöl- skyldulifinu, sem betur mætti fara. Venjulegasta orsökin fyrir alvarlegu ósamkomulagi milli systkina er afbrýðissemi, — eitt systkinanna sé tekið fram yfir 16 VIKAN 27. TBL. annað. Svo áköf getur þessi af- brýðissemi orðið að hún leiði til haturs ævilangt. Börn eru ólik. Það er ekki alltaf jafn auðvelt, fyrir þá sem eiga tvö eða fleiri börn, að koma fram á sama hátt gagnvart þeim. Það er full- komlega eðlilegt að foreldrum þyki vænt um börn sin á mis- munandi hátt. í stórum systkina- hópi eru kannske sum likari manni sjálfum, maður skilur þau börn betur, kannast við viðbrögð þeirra og gengur betur að umgangast þau. Sum börn eru hávaðasöm i eðli sinu, þau hella niður, fella allt um koll . . .og það skapar ergeisi og leiða. Stundum er skuldinni skellt á þau stærri, þau minni komast oft undan . . . Sum eru greindari en önnur, elskuleg og ljúf i umgengni. Þessvegna er nauðsynlegt að gera sér ljóst: börnin geta verið ólik og tilfinningar okkar gagnvart þeim ólikar. En foreldrar verða að vera vel á verði. Þegar venjulegar systkinaerjur verða að van'- damáli, þá er það oftast vegna þess aö á heimilinu er tekin af- staða með öðru barninu og á móti hinu. Það er ekki til nein allsherjar- lausn á þvi hvernig við leysum deilur barna okkar, en oft er það þannig ef hægt er a6 komast yfir fyrstu árin, án þess að af- brýðisemi nái aö festa rætur, þá verður allt auðveldara siðar. Þaö skaöar ekki að komá með nokkur góö ráð. Vöggubarniö og eins til tveggja ára börn. Það getur orðið fyrsta reiðar- slagið I lifi litils barns, þegar nýtt barn, hvitvoðungur, kemur á heimilið . . . (hugsið yður sjálf, el þér væruð neydd til að búa i sama húsi og ung ástkona eigin mannsins, segir ameriskur sál fræðingur i bók sinni). Ef hvil voðungurinn kemur þegar hitt barnið er aðeins eins til tveggja 'ára, þá er þýðingarlaust að undir- búa það svo mjög. Það er ekki hægt að skýra það fyrir barni. sem er aðeins eins til tveggja ára. hversvegna þetta barn kemur. það hefir ekki möguleika til að skilja það. Ef maður eignast börnin svona þétt, þá verður maður lika að vera við þvi búinn að hafa tvö kornabörn til að hugsa um. Mesta hættan er þegar komið er heim af fæðingar- deildinni með hvitvoðunginn, þá má ekki gera of miklar kröfur til litla pjakksins, sem fram að þessu hefir átt mömmu sina einn. Ef sá stóri klipur þann litla, þá veit hann ekki að barnið finnur til og þá er einfaldlega hægt að lyfta honum-frá vöggunni og segja að litlu systur eða bróður þyki þetta vont. En það er aðeins ein leið til að sýna stærra barninu að manni þyki jafn vænt um það og það er að sýna það i verki. Það er mjög sennilegt að hann vilji fá sömu umönnun, jafnvel að láta setja á sig bleiju og púðra bossann. drekka úr pela og ýmislegt i þá veru. Erfiöleikar geta fljótt stungið upp höfðinu, ef manni verður á að höföa til þess að barnið sé eldra en vöggubarnið og það sé ástæðan fyrir þvi að mamma þurfi ekki að sinna honum eins og þvi litla. Eins til tveggja ára barn vill fá aö vera nicð. Og ef maður hugsar sig vel um, þá er hann smábarn. þótt hann standi á tveim fótum. Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.