Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 32
POPPAÐ MEÐ HEILÖGUM ANDA Ómar Valdimarsson heyra þó __ _ ' íi9a ma Myndirnar á þessari opnu eru teknar í Laugardalshöllinni á Hvítasunnudagskvöld, á samkomu þeirri er Æskulýðsráð Reykjavíkur stóð fyrir í samráði við embætti æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkjunnar. Mikið hefur verið rætt og ritað um þessa hátíð og hefur sitt sýnst hverjum, en yfirleitt eru allir sammála um að hátíðin hafi tekist þokkalega, ef undanskilið er skipulagsleysi í sambandi við hljómsveitir og rótara. Hinrik Bjarnason, framkvæmda- stjóri ÆR, sagðist með glöðu geði taka það á sig, en eins og við munum, þá lýstu bæði hann og séra Bernharður Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi, því yfir að þeir væru mjög ánægðir með skemmtunina. Og hvað sem hver segir, þá er það víst, að allir þeir, sem hönd lögðu á plóginn gerðu sitt bezta en annar dómur verður ekki lagður á þessa samkomu. Myndirnar tók Egill Sigurðsson, Ijósmyndari Vikunnar. Trúbrot vöktu mikla hrifningu og fluttu nokkur lög af „Mandala". Sænska Jesú-fóikið kynnt af séra Jónasi Gislasyni. 32 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.