Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 10

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 10
ELLERT B. SCHRAM EFTIR LÚPIIS Velþóknun hans á Sjálfstæðisflokknum mun sama eðlis og tryggð hans við KR Sjálfstæðismönnum hefur tekizt undanfarin ár að endurnýja fram- liðasveit sína drjúgum betur en öðr- um hérlendum stjórnmálaflokkum, sér í lagi í höfuðstaðnum, og her einkum tvennt til: þeir eiga margra þingfulltrúa völ í Reykjavík og geta því haft ýmis sjónarmið í huga í mannavali og liafa ennfremur tek- ið upp prófkosningar, sem krefjast raunar harðrar og jafnvel óvægi- legrar haráttu um framboð, en stuðla og að fjölbreytni og sam- keppni, sem er flokki einstaklings- hyggjunnar mikils virði. Fer varla milli mála, að frumkvæði Sjálf- stæðisflokksins að þeirri umdeildu nýlundu hafi reynzt honum næsta sigurstranglegt í höfuðborginni við síðustu kosningar. Barizt var ósleiti- lega um menn og skoðanir í próf- kjörinu í Reykjavík fyrir alþingis- kosningarnar í fyrrasumar, en sá ágreiningur leiddi ekki til neinna vandræða að fengnum úrslitum, þó að margur ætti um sárt að binda. Sundurþykkir hópar sameinuðust þvert á móti um Reykjavíkurlistann eftir hina sögulegu forkeppni, og fylgi Sjálfstæðisflokksins reyndist traustara i liöfuðborginni en öðrum kjördæmum landsins. í þeirri viður- eign lét til sín taka nýr keppinautur, Ellert B. Schram, sem nú er Benja- mín alþingis, enda þótt líkamlegur þroski hans væri löngu ærinn. Brauzt hann þangað af bernskri karlmennsku og virðist una sér vel. Ellert B. Schram fæddist i Reykja- vík 10. október 1939 og er sonur Björgvins Schram stórkaupmanns og konu hans, Aldísar Þorbjargar Brynjólfsdóttur. Hann stundaði nám við Verzlunarskólann og varð stúd- ent þaðan 1959, en las síðan lög við Háskóla Islands og lauk prófi i þeim fræðum 1966. Gerðist Ellert þá skrif- stofustjóri borgarverkfræðings og rækti það embætti þangað til i vet- ur, er leið, en hefur jafnframt námi sínu og starfi getið sér mikinn orð- stír sem íþróttamaður og farið i því efni að glæsilegu dæmi Björgvins föður síns. Er hann í tölu snjöllustu knattspyrnumanna á landi hér og KR-liðinu einstakur leiðtogi með ágætri fótfimi sinni og greindar- legri úlsjónarsemi. Skarar Ellert B. Scliram svo fram úr leikbræðrum sínum um dugnað og skipulags- liæfni, að KR-ingar eru að honum fjarstöddum eins og tvístruð hjörð, en undir leiðsögn hans líkt og bar- áttuglöð og sigurreif hersveit. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt liug og lijarta Ellerts B. Schram allt frá æskuskeiði líkt og gott foreldri. Eru skoðanir hans mjög hinar sömu og föður hans, sem þokaðist brátt i fylkingarbrjóst islenzkra kaupsýslu- manna og atvinnurekenda eftir að hann dró sig í hlé úr þátttöku í íþróttum og hefur nú látið af for- ustu í landssamtökum knattspyrnu- manna til að einbeita sér að inn- flutningi og heildsölu og félagsskap um hagsmuni stéttar sinnar. Skipti Ellert sér nokkuð af stjórnmálum námsárin og hefur færzt mjög i aukana í liðsinni við Sjálfstæðis- flokkinn. Hefur hann verið formað- ur Sambands ungra Sjálfstæðis- manna frá 1969 og sýnt í því starfi hressilegan áhuga. Þó mun honuin sælla að þiggja en gefa. Þótti hann tilvalinn fulltrúi reykvísku pabba- drengjanna i samkeppni um hylli flokksins í prófkjörinu í höfuð- staðnum fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Naut Ellert dyggilega félag- anna i KR og boltameðferðar sinn- ar á knattspyrnuvellinum við hin- ar pólitísku atkvæðaveiðar. Hafði hann erindi sem erfiði og hlaut sjö- unda sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, enda þótt við svinna væri að glíma. Fékk Sjálfstæðisflokkurinn sex þingfull- trúa kjörna í höfuðborginni, en uppbótarsæti þar honum til handa kom i hlut Ellerts B. Schram. Gekk hann hýr í bragði og hnakkakerrt- ur í þingsalinn á liðnu hausti og settist borginmannlega í liið tigna sæti. Ellert B. Schram virðist gera sér í hugarlund, að þingmennskan sé eins konar kappleikur. Hefur hann sig mikið í frammi eins og fyrir honum vaki að breyta vörn í sókn á leikvelli með snöggum upphlaup- um, en slíkir tilburðir verða hjá- kátlegir innan veggja alþingis. Ell- erti er sæmilega létt um mál, en talar með ópersónulegum og til- lærðum hætti eins og flestir heim- dellingar og kemur eklci hugsunum 10 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.