Vikan


Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 06.07.1972, Blaðsíða 38
DíHjSCDIM. FILIDTFINEINŒS MEKn Bezta lausnin mælalaust PIRA-SYSTEM ÓDÝRT - TRAUST - ENGIN SKRUFA EÐA NAGLI 1 VEGG HÚS OG SKIP NORÐURVERI HATUNI 4A.SÍMI 21830 WINTER ÞRÍHJÓLIN vinsælust og bezt. Varahlutaþíónusta þá höfðu dulmögnin lostið hana. Þvi náttúran lifir sinu lifi, þótt hún sýnist dauðakyrr og hljóð- Sofandi ásjóna auðnarinnar getur skyndilega bært á sér i bleiku og stirðnuðu glotti. Og þegar sólin slokknar og hin gráðugu rökkur- blóm fenjaflóans ljúkast upp, strýkst næturvindurinn eins og geigvænn andgustur um dular- bleika auðnina. Svo liðu dagar og nætur, er ég oftsinnis stóð fyrir utan gluggann hennar, þar sem tjöldin voru dregin fyrir. Á daginn var allt kyrrt og hljótt, að nóttunni þóttist ég stundum heyra einhvern gráta þar inni i myrkrinu — hljóðlátum, ekkalausum gráti. — — En það, sem ég hugði verða mundi mér fagnaðaróður ævidagsins — það varð ekki annað en dapurlegt stef, sem raulað er, þegar liður að kvöldi. Og það, sem ég hugði að verða mundi mér fagurrauð rós lifs- hamingjunnar — það varð nú liljublómið hvita, sem skartar fegurst á enni liðins liks. — Og þó .... það var hún, sem færði mér að gjöf bæði fagnaðar- óðinn og hið dapra stef. Frá henni hafði ég þegið bæði hin fögru blóm. úti í sumarnóttinni hafði hún brosað sinu óræða brosi, um leið og hún rétti að mér hið blóð- rauða blóm lifsins. En nú eru runnir dagar lilj- unnar hvitu. Ég hef mina sögu að segja, og sagan sú liður mér ekki úr minni. Ég hef hitt hana siðan og hitti hana þann dag i dag, þvi hún býr enn i sama húsinu, eftir að faðir hennar féll frá. Og þegar ég kem til hennar, réttir hún mér hönd sina, og ég horfi i augu hennar, sem lýsa annars konar skini en min. Og ég tek eftir hreyfingum hennar, sem eru allt öðruvisi en i gamla daga. Við tölum saman, og með ein- hljóma rödd sinni snertir hún eitt- hvað innra með mér. Og þegar ég er farinn, hugsa ég um hana eins og hún var þessa siðustu stund og minnist jafnframt sumardaganna löngu liðnu, þegar hún hljóp um i ljósa kjólnum sinum og var full ákafa eftir að eignast hvitan svan. En þó er hún söm og áður. Þetta er lika Maria frænka. Eg fer of! að finna hana, einkum þegar kvöldskuggarnir taka að lengjast. Hún fylgir mér út i skrúðgarðinn og sýnir mér blómin sin. Mér virðist hún fremur lifa i heimi blómanna en mannheimi. Að sjá gróðrinum skjóta upp úr moldinni, sjá hann dafna, blómgast og visna, — það held ég sé hennar lif og yndi. t engu finnur hún dýpri gleði en að sá og planta i súran jarðveg rak- lendisins og fá það til að skarta i skinandi blómskrúði. Ég hef reynt að fá hana til að sjá hlutina með minum augum, svo sem okkar er vandi. Nú er ég hættur slikum tilraunum, þvi eitt- hvað i mér sjálfum á rætur i þeirri veröld, sem er mér ókunn, þótt vakinn sé mér um hana óljós grunur af hinu bjarta bliki i augum frænku minnar og dular- brosinu á vörum hennar. Og svo gefst ég upp, loka augunum og læt sökkvast .... Ég tek undir hjal hennar, sem lætur i eyrum eins og hægróma söngur. Ég umla já við undarlegum spurningum hennar: Ég heyri lika svo sem, hvernig gamli hundurinn glammar að skóginum i kvöldhúminu, ég sé einnig hvita skýið úti við sjón- deildarhring, — það kemur fram á hverju kvöldi, en felur sig i bláma geimsins meðan dagur er á lofti. Siðan förum við út i garðinn og reikum þar um. Það tistir smá- fugl á grein hátt uppi yfir okkur, og það fer andblær um laufið. 1 hljóðum röðum standa blóm- jurtirnar með sinum margvislega litu krónum og biða þess þolin- móðar að safnast aftur til mold- arinnar. VIÐ OG BÖRNIN OKKAR Framhald aj bls. 17. Vöggubarnið og þriggja til fimm ára systkin. 3-4-5 ára börnum þykir venjulega gaman að fá litið barn á heimilið og það getur tekið þátt i þvi að annast það og hjálpa til. Ef svo stórt barn reynir að meiða hvitvoðunginn i laumi, þá kemur þaö örugglega af afbrýðisemi. Fyrst verður mömmu kannske á aö skammast: Hvað ertu að gera? Ertu að meiða barnið? Þú sem ert svo stór, þú ættir að vita . . . og þar fram eftir götunum. En það getur lika verið að hún hugsi: Nú er ekki spurningin um hvaöhann lhefir gert, heldur hversvegna. Hún getur lika lagt spurningu fyrir sjálfa sig: Hversvegna var stærra barnið undirbúið undir komu þess litla? Hvað hugsar hann-7 Já„ hvað hugsar hann? Þótt hann geti ekki tjáð sig með orðum, geta hugsanir hans verið eitthvað á þessa leið: Hvers- vegna fengu mamma og pabbi sér þetta nýja barn? Var ekki nóg að eiga mig? Hvernig getur þeim þótt vænt um þetta æpandi og ljóta barn, sem pissar i rúmið? Þeim þykir ekki lengur vænt um mig. Þau mega ekki vera að þvi að hugsa um mig. Allir sem koma i heimsokn standa kringum barnið og gefa þv! gjafir. Enginn tekureftirmér. Ju.efégæpi. Að visu skammar mamma mig, en það er betra en ekkeTl. Ég skal 38 VIKAN 27. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.