Vikan


Vikan - 09.11.1972, Qupperneq 4

Vikan - 09.11.1972, Qupperneq 4
f Hvað er verið ^ L að skamraa raann? Eru þetta ekki Soramer-teppin, Jrá Litaveri sem þola allt?jip Teppin sem endast endast og endast á stigahús og stóra gó ffleti Sommer teppin eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, iagningu, gerum tilboð og gefum góSa greiSsluskilmála. LeitiS til þeirra, sem bjóSa Sommer verS og Sommer gæði. UTAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 4 VIKAN 45.TBL. PÓSTURINN Svar til áhyggjusamrar móöur Dóttir ykkar á augljóslega mjög góða foreldra, sem vilja henni allt það bezta. Áhyggjur ykkar eru mjög skiljanlegar, en vanda- málið er sannast sagna ofur venjulegt. Það er leitt, að þið skuluð ekki þekkja piltinn, því að líklega er það helzt á hans faeri að leiða henni fyrir sjónir, hversu mikilvægt það er að slaka ekki á í námi. Á þessum árum eru börnin að vaxa frá foreldrum sínum og eiga oft erfitt með að taka leiðsögn þeirra, af því þeim finnst þau alltaf taka sig sem börn, og það telja þau sig sko alls ekki leng- ur. Það er einmitt afskaplega algengt, að krakkar láti fyrstu kynnin af ástinni glepja sig svo frá námi, að foreldrarnir standa uppi ráðþrota og skilja ekki, hvað komið hefur yfir gáfaða barnið þeirra. Oftast gengur þetta yfir, og krakkarnir kom- ast að raun um, að þau verða að skipta tímanum á milli náms og annarra áhugamála, og flest- ir sleppa með skrekkinn, ef svo má segja. Vonandi verður eins með dóttur ykkar. Þótt þú segð- ir það ekki berum orðum, mátti lesa út úr bréfinu þínu, að þú óttaðist jafnvel að verða amma, áður en þú vissir af. Og annað eins hefur nú skeð. Auðvitað eru þau of ung til þess að eign- ast barn og æskilegast væri, ef þið gætuð tekið málið raunsæj- um tökum og rætt þetta í hrein- skilni við dóttur ykkar eða þau bæði. Margir krakkar eru svo uppteknir af ástinni á þessum aldri, að þeir gera sér ekki Ijóst, hvaða afleiðingar geta orðið af nánu sambandi, enda varla von, eins og kynferðis- fræðslu er háttað hérlendis. Við vonum, að þið komizt öll yfir þetta erfiða tímabil, án þess að sárin skilji eftir ör. Viðbrögð mannsins þíns eru að vissu leyti skiljanleg og sennilega mjög venjuleg, því feður eiga yfir- leitt erfitt með að sætta sig við það, að dæturnar vaxi frá þeim. Bezt væri, ef þú gætir rætt öll þessi mál hreinskilnislega við dóttur þína, fengið hana til að skilja mikilvægi þess að búa sig undir framtiðina með góðri menntun, leitt henni fyrir sjón- ir þær afleiðingar, sem orðið geta af nánu sambandi hennar við piltinn, og síðast, en ekki sízt, fengið hana til að skilja afstöðu föðurins, því mikilvæg- ast af öllu er, að gagnkvæm ást ykkar og dóttur ykkar bíði ekki hnekki. Meö barn á brjósti Kæri Póstur! Mig langar að spyrja þig ráða í sambandi við það, hvort kona geti orðið ófrísk, meðan hún hefur barn á brjósti, og hvort hún fari á túr, á meðan hún mjólkar. Ég vona, að þú hendir þessu ekki í ruslakörfuna, því mig vantar svarið anzi mikið. Með fyrirfram þökk. Ein áhyggjufull. Þú hefðir fyrr komizt að því sanna með því að hafa sam- band við lækni, en margar kon- ur eru undarlega feimnar að ræða þessi eðlilegu mál við lækna, sem eru auðvitað réttu aðilarnir að leita til. Þetta er mjög útbreidd skoðun, að kon- ur verði ekki ófrrskar, meðan þær hafa börnin á brjósti. Það er hins vegar rangt og margar hafa farið flatt á því. Hitt er rétt, að venjulega stöðvast blæðingar algjörlega, meðan konan mjólkar. Sem sagt, þú verður að gera einhverjar ráð- stafanir, ef þú vilt ekki verða ófrísk strax aftur. Parasálfræði Kæri Póstur! Mig langar að spyrja þig um svolítið, sem ég hef mikinn áhuga á að vita. Þarf maður að vera með miðilshæfileika til að gerast parasálfræðingur? Hvað lestu úr skriftinni, og hvernig er stafsetningin? Hvernig fara vogin og fiskarnir saman? Trína. (r------------^^ Nei, miðilshæfileikar eru ekki skilyrði fyrir því að geta lagt stund á parasálfræði. Skriftin er skemmtileg og lýsir talsverðu sjálfsöryggi, en penninn er óþarflega feitur. Stafsetningin virðist vera í lagi, nema það fór fyrir þér eins og fjölmörg- um öðrum, sem okkur skrifa, /

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.