Vikan


Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 09.11.1972, Blaðsíða 8
ÁkveSið magn af stressi er okkur nauðsyniegttil viðhalds orku. og til að öðlast langlífi. Hitt er svo jafnvíst, að ef of miklar kröfur eru gerðar til orku okkar á of stuttum tíma, setur náttúran aðvörunarkerfið í gang. Orðið stress, sem margir vilja is- lenzka með orðinu streita, hefur fengið ákaflega neikvæða merkingu í hugum flestra. En stress hefur einnig sínar jákvæðu liliðar. Stress gerir kröfu til orkubeitingar, og án jtess yrðum við leið og sljó og tiifinningalega óþroskuð. Ákveðið magn af stressi er okk- ur nauðsynlegt til viðhalds orku, æsku og langlifis. Þessu til sönnun- ar hefur verið gerð tilraun með mýs, sem séð var fyrir mismun- andi miklu stressi. Eftir tveggja ára tímabil kom í ljós, að þær, sem fengið höfðu að njóta rólegs og við- burðalauss lífernis, drógust áhuga- lausar um búrin sín, meðan hinar spígsporuðu um hnakkakertar og státnar. Hitt er vist, að ef of miklar kröfur eru gerðar til orku okkar á of stuttum tíma, setur náttúran aðvör- unarkerfið i gang. Við fáum ltöfuð- þrautir, meltingartruflanir, útbrot, bakverki eða eitthvað í þeim dúr. Og það er löngu viðurkennd stað- reynd, að of mikið stress getur dreg- ið mjög úr mótstöðuafli okkar gégn líkamlegum og andlegum sjúkdóm- um og jafnvel valdið taugaáfalli. Orsakir margra sjúkdómstilfella hefur reynzt unnt að rekja til löngu liðinna atburða, sem reynt liafa um of á andlegt og líkamlegt þrek. Dr. TJiomas Holmes, prófessor í sálfræði við Washingtonháskóla i Seattle, gerði nýlega injög athyglis- verða tilraun til þess að mæla áhrif stress. Til grundvallar tilraun sinni úthjó liann lista yfir ýmsa atburði, sem lienda flest fullorðið fólk um ævina. Þar var elcki bara að finna ógæfusamlega atburði, eins og upp- sögn i starfi, lijónaskilnað, maka- missi eða þvi um likt, heldur einn- ig ánægjulega viðburði, eins og barnsfæðingu. Atburðirnir voru valdir með ]>að fyrir augum, að þeir hefðu í för með sér einliverja rösk- un á daglegu lífi og krefðust ]iess vegna orku umfram það venjulega. Til viðmiðunar notaði dr. Holm- es giftinguna, sem telja má með stærstu viðburðum í lífi hvers manns og sem liefur mikil áhrif á daglegt líf lians. Hann sendi þennan lista til 80 ihúa Seattle og einnig lil fólks víða erlendis og bað það að gefa hinum ýmsu athurðum, sem Iiann liafði selt á listann, stig í sam- ræmi við þau 50 stig, sem hann liafði gefið giftingunni, jafnóðum og þ'essir athurðir gerðust. Sem dæmi má nefna, að ef konu fannst missir eiginmannsins eða barns- fæðing hafa í för með sér meiri breytingar á daglegu lífi hennar heldur en giftingin, vúrð hún að gefa þeim atburðum yfir 50 stig. Dr. Holmes gat fylgzt náið ineð þeim 80 Seattlehúum, sem þátt tóku í tilrauninni, og borið saman út- komuna á stressstigatöflunni og andlega og likamlega heilsu þessa fólks. Eftir tveggja ára starf var út- koman augljós: þegar of margar og stórkostlegar breytingar urðu á dag- tegu lífi fólks á einu ári, mátti bú- ast við veikindum af einhverju tagi. Dr. Holmes komst að þeirri niðurstöðu, að ef lieildartala stress- stiga fór yfir 300 stig á ári, var full ástæða til að fara að gæta vel að sér. Við birtum hér listann, sem Dr. Holmes lagði til grundvallar i til- raun sinni, og ef liann er notaður skynsamlega og samvizkusamlega kemur hann að góðu gagni við að koma i veg fyrir of mikið stress. Hvern atburð, sem fyrir kemur, her að vega og meta af stakri vand- virkni og spyrja sjálfan sig sam- izkusamlega: Hefur þessi atburð- ur í för með sér meiri eða minni breytingar á daglegu lífi mínu en gifting? Síðan er hver stigatala færð jafnóðum inn á listann. Þetta er mjög persónuleg athug- un, og liver einstaklingur á að leggja silt mat á sin eigin viðbrögð, ekki að reyna að gefa hverjum at- burði stig með tilliti til þeirra áhrifa, sem hann væri liklegur til að liafa á manneskjur yfirleitt. Þegar tölurnar eru lagðar saman, má ekki gleyma að undanskilja 50 stigin fyrir giftinguna, nema auðvitað ef viðkomandi hefur gifl sig á árinu. Ástæða er þó til að vara fólk við því að fyllast skelfingu, þólt stiga- talan fari yfir 300, sem er aðeins lykiltala og merkir, að ástæða er til að taka það lieldur rólegar næsta ár og reyna að forðast of miklar hreytingar á daglegu líferni. Og nú sp.yr líklega einhver: Hvernig er hægt að draga úr stressi, þegai- um ólijákvæmilega atburði er að ræða, eins og giftingu, barns- fæðingu o. fl. ? Við skulum taka dæmi: Fríða var einkabarn vel stæðra foreldra, vel gefin og dugleg í námi og hafði náð umtalsverðum frama í starfi, þegar hún giftist 31 árs gömlum lögfræðingi. Iiún eignaðist barn, og ]>á lenti þessi duglega og gáfaða 8 VIKAN 45.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.