Vikan


Vikan - 09.11.1972, Side 11

Vikan - 09.11.1972, Side 11
einkenni eins og auknar reykingar og drykkjuskapur. Þegar líkaminn hefur þannig sent skilaboð um hættuástand, er uni að gera að snúast strax til varn- ar. Eftirfarandi ráð liefur reynzt mjög vel: Taka skal daglega lausa stund í einrúmi, jafnvel þótt ekki séu nema 10 mínútur til umráða. Eeggjast skal fyrir á þann hátt, sem manni liður bezt, og huganum beint að því einu að gera líkamann eins slakan og þungan og framast er unnt. Bvrjað er á þvi að segja tán- um að slaka á og þyngjast og farið þannig hægt og rólega upp eftir öllum líkamanum og hverjunr lík- amshluta fyrir sig sagt að slaka á og þyngjast. Þegar líkami'nn er orð- inn þungur eins og kartöflupoki, er spennan horfin úr honum, og hug- urinn getur hvílt sig við ímyndað- an lækjarnið og grænt gras og blá- an sumarhimin. Síðan þarf að vekja hvern líkamshluta fyrir sig, og það getur kostað talsvert átak að hverfa aftur til raunveruleik- ans. En þegar náðst hefur gott vald á þessari æfingu, heiur hún undra- verð áhrif á líðan manna, Hún er t. d. mjög góð fyrir fólk, sem þjáist af svefnleysi. Þunglyndi er eitt af þeim ein- kennum, sem of mikið stressy leiðir í ljós. Það er um að gera að rífa sig strax upp úr þunglyndisköstum og má nota ýmsar aðferðir til þess að dreifa huganum. Það er hægt að bregða sér í leikhús, kvikmynda- hús eða út að borða, jafnvel smá- ferðalág, ef aðstæður eru til. Mörg- um konum er einfaldlega nóg að fá sér nýjan kjól eða skreppa á hár- greiðslustofu. Mjög margar konur Framhald á bls. 43. i i i < ATBURÐIR STIG 1 Giftinq. (5» 2 Makamissir 45 3 Barnsfæðing/ ungbarnsumönnun 100 4 Uppsögn í starfi (eigin eða maka) 45 5 Hjónaskilnaður 75 S Aðskilnaður hjóna B 7 Óvelkomin þungun •0 8 Óregla á tíðum 15 9 Fyrsta kynlífsreynsla » 10 Kynlífsvandamál 25 11 Ósamkomulag við maka 25 12 Lát fjölskyldumeðlims (annars en maka) •0 13 Lát náins vinar 40 14 Heilsufarsbreyting einhvers í fjölskyldunni 30 15 Hjónasátt (eftir meiriháttar misklíð) 40 16 Starfi hætt vegna aldurs 00 17 Eigin meiðsli eða veikindi 35 18 Niðurlæging i starfi eða félag'Slífi 35 19 Breytingatímabil kvenna 40 20 Ósamkomulag við yfirmann 25 Þennan lista getur hver og einn notað sem hjálpartæki til að lifa heil- brigðara og hamingjusamara lífi. Ágætt er að byrja á því að fara yfir atburði síðustu tólf mánaða og gefa þeim atburðum stig, og útkoman úr þeirri athugun getur hjálpað til við að gera áætlanir til næsta árs. Mikilvægt er að muna alltaf, að þetta er mjög persónuleg athugun. Stigin, sem gefin eru á meðfylgjandi töflu, eru aðeins til viðmiðumar, og pað er ekkert undarlegt, þótt þau sýni e. t. v. allt aðra útkomu en manni sjálfum kann að virðast eðlileg. Tökum nr. 40 sem dæmi. Þeim, ATBURÐIR STIG 21 Lántaka innan við 200 þúsund 20 22 Skortur á greiðslugetu fyrir áfallinni skuld 40 23 Lántaka yfir 200 þúsund 30 24 Sonur eða dóttir fer að heiman 30 25 Hætt að reykja eða drekka 25 26 Dauði heimilisdýrs 15 27 Fæðubreyting (megrun eða sjúkrafæði) 25 28 Breytingar á kunningjahópi 20 29 Ósamkomulag við foreldra 30 30 Börn byrja eða hætta í skóla 15 31 ÓsamkomOlag við tengdafóik 20 32 Breyting á efnahag (á annan hvorn veginn) 15 33 Skipt um starf 30 34 Afreksverk/persónulegur sigur á einhverju sviði 35 35 Bústaðaskipti 35 36 Skipt um áhugamál 15 37 Frí 15 38 Ósamkomulag við nána vini eða ættingja 20 39 Árekstur við lögin 35 40 Sambúð við eldri ættingja 50 sem gengur illa að þola tengdamóður sína, kann vera hennar á heim- ilinu að valda sltku stressi, að stigatalan 100 væri ekki óeðlileg. Sé um gagnkvæma velvild að ræða og sambúðin snurðulaus, gæti stiga- talan 5 verið nær lagi. Eins er með t. d. 37. Ef um hóteldvöl er að ræða, þarf undirbúningurinn ekki að kosta mikið erfiði, en eigi að fara í útilegu eða óbyggðaferð, getur undirbúningurinn orðið talsvert álag á starfsþrekið. Þetta verður hver og einn að meta algjörlega frá eigin sjónarhóli. 45. TBU VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.