Vikan - 09.11.1972, Page 22
— Já.
—- Og þetta?
— Það er eins.
Ég sneri mér við og opnaði
augun. Lögregluforinginn sagði:
— Annað var þegar dyrnar
lokuðust, svona. Hitt hljóðið
var í lásnum. Eruð þér alveg
viss um að þér hafið ekki heyrt
þetta tvisvar?
— Ég heyrði þetta aðeins
einu sinni . . . og þó . . .
— Og þó hvað?
— Þegar hundarnir komu
nær voru þeir geltandi, það
hefði getað heyrzt í lásnum þá,
án þess ég heyrði það.
— Malin! Klemens gekk eitt
skref í áttina til mín. — Þetta
er ósanngjarnt, lögreglufor-
ingi! Lásinn Wlýtur að hafa
skroppið í, þegar hún fór út.
Þá fyrst varð mér ljóst hvað
orð mín giltu. Ef dyrunum
hefði verið læst með vilja að
baki hennar, þá var þetta morð.
Án þess að nokkur maður hefði
snert hana með einum fingri.
— Nei — það er ómögulegt
. . . lásin getur ekki hafa
skroppið í af sjálfu sér.
Hann leyfði okkur að fara.
Klemens settist aftur við hlið
mér og nær í þetta skipti, svo
að ég fann fyrir handlegg hans.
Claes þrýsti sér upp að mér
hinum megin.
Eftir stundarkorn kom
Lemming aftur og tók til að
yfirheyra fólkið. Sumar spurn-
ingarnar endurtók hann æ of-
an í æ. Hvar við hefðum ver-
ið, þegar hún fór að hljóða?
Það voru aðeins við Klemens,
sem höfðum verið á fótum,
hann í steypibaðinu og ég við
gluggann. Allt hitt fólkið hafði
verið sofandi í rúmum sínum.
Hver í sínu rúmi. Enginn
heyrði neitt, fyrr en hávaðinn
jókst. Og hundarnir. Jú, fólk-
ið hafði heyrt í þeim, eftir að
hún tók að hljóða. Allir voru
svo vanir við gelt hundanna
að þeir voru hættir að heyra
þegar þeir fóru að gelta.
Síðan spurði hann að því
hvort það hefði verið venju-
legt að ungfrú Dickman færi
út í garðinn á kvöldin. Flestir
viðurkenndu að vita um það.
Svo kom garðyrkjumaðurinn,
Lemming hafði látið gera boð
eftir honum. Hann var náföl-
ur og skjálfandi af hræðslu.
Jú, hann viðurkenndi að hafa
verið að vinna í garðinum all-
an seinni part dagsins.
— Skilduð þér hliðið eftir
opið, þegar þér fóruð inn?
Maðurinn varð ennþá
bræðslulegri. — Það held ég
ekki. Ég er alltaf vanur að
læsa því — það hefur aldrei
hent mig.
— En munið þér ekki ná-
kvæmlega hvort þér læstuð í
þetta sinn?
Vesalings maðurinn var þá
að því komin að líða útaf. —
N-ei. Maður gerir þetta ósjálf-
rátt, en ég hlýt að hafa gert
það.
— Það var samt opið, sagði
Lemming. — Renfeldt sendi-
herra man eftir að hafa tekið
eftir því að hliðið var opið um
áttaleytið.
Axel greip fram í með sinni
rólegu og valdmannslegu rödd.
- É'g hefði átt að sjá til að
því væri lokað, það var yfir-
sjón, sem ég fyrirgef aldrei
sjálfum mér.
Lö"reí?iuforinginn spurði
hvort nokkur annar hefði tek-
ið eftir að hliðið var opið, en
allir hristu höfuðin.
Claes lá á öxlinni á mér og
var svo þreytulegur að ég tók
á mig rögg, stóð upp og spurði:
- Má ég ekki fara upp með
drenginn. Hann verður að kom-
ast í rúmið, hann er alveg upp-
gefinn.
Lögregluforinginn kinkaði
kolli, en við höfðum aðeins
gengið nokkur skref, þegar
einn af lögregluþjónunum kom
inn í forsalinn með einhvern
hlut, vafinn í plast. — Við
fundum þetta í garðinum.
herra lögregluforingi, og við
héldum að þetta gæti kannski
verið mikilvægt.
Lemming skoðaði þetta vand-
lega, án þess að snerta á því.
—• Hvar funduð þið þetta?
— í runna vinstra megin við
dyrnar, fjórum metrum frá
þeim.
—- Hafið þið séð þetta áður?
spurði Lemming og hélt hlutn-
um á lofti. Þetta var hvítt, af-
langt málmstykki, sjö, átta
sentimetrar á lengd og ég gat
ekki séð það fyrr en ég gekk
nær.
—■ Þetta er flauta, sagði
Klemens, flauta til að kalla
hundana inn á morgnana, þeg-
ar á að — þegar átti að læsa
þá inni.
Lemming leit á mig. —
Heyrðuð þér blísturshljóð, ung-
frú Bergström?
— Nei, ég heyrði ekki blíst-
urshljóð.
— Það heyrist ekki í henni,
sagði skær barnsrödd við hlið
mér. — Það eru aðeins hund-
arnir sem heyra það.
Góði guð, nei, bað gat ekki
verið! hugsaði ég alveg viðut-
an. Enginn gat hafa gert slíkt:
Blístrað á hundana, þegar það
var ljóst að Vera var í garð-
inum og hliðið ólæst . . .
Ég veit ekki hve mörg okk-
ar hafa hugsað þetta sama. Ég
trúði ekki að Claes hefði dott-
ið það í hug og ég vildi fá
hann í burtu, áður en honum
kæmi slíkt í hug É'g flýtti mér
með hann að stiganum og lög-
regluþjónarnir höfðu ekkert
við það að athuga.
Ég kveikti ljós í herberginu
hans, en hann stanzaði við
dyrnar.
— Eg vil ekki vera einn,
Malin.
Hann var of stór til að skríða
upp í rúmið mitt, en mér var
alveg sama. Hg þurfti sjálf á
félagsskap að halda, þessa
hræðilegu nótt.
Ég lokaði glugganum og
hugsaði með mér að framveg-
is myndi ég ekki geta notið
ilmsins frá blómagarðinum.
Okkur var báðum kalt, þar
sem við lágum í stóra rúminu.
Claes skreið nær mér og smám
saman hlýnaði honum. Hann
sofnaði og ég varð líka rólegri
við að hlusta á rólegan andar-
drátt drengsins. Sjálf hef ég
líklega blundað við og við, en
ég glaðvaknaði eftir nokkra
klukkutíma. Og þá komu hin-
ar hræðilegu minningar yfir
mig, eins og holskefla.
Ég renndi mér fram úr rúm-
inu og skokkaði að gluggan-
um. Þeir voru ennþá í garðin-
um og mér fannst að þeir
myndu finna ef eitt strá hall-
aði í aðra átt en eðlilegt var.
Ég sá einn þeirra beygja sig
niður og taka eitthvað upp,
veifa síðan til félaga síns. En
ég heyrði ekki hvað þeir sögðu
og vildi ekki opna gluggann.
Hvers vegna vildi einhver
ryðja Veru Dickman úr vegi?
Ég gat ekki trúað því, hún
hlaut sjálf að hafa skellt óvart
í lás.
Flautan . . . Lögregluforing-
inn hafði ábyggilega spurt hitt
fólkið, þegar við Claes vorum
farin og ég hafði ekki heyrt
svörin, en ég hefði ekki orð-
ið hissa þótt ég hefði heyrt að
einhver hefði týnt henni fyrir
löngu síðan.
Að minnsta kosti gat eng-
inn framið slíkan glæp, nema
alvarlegar ástæður væru fyrir
því, einhver sem hataði hana
svona æðislega. Claes var að
vísu illa við hana, en þetta
illvirki gat ekkert barn fram-
ið.
Ef þér snertið mig, þá drep
ég yður. Hún hafði slegið hann
utan undir, en öll börn geta
sagt sitt af hverju í reiði, án
þess að leggja nokkra mein-
Framhald á bls. 43.
22 VIKAN 45. TBL.