Vikan


Vikan - 09.11.1972, Page 25

Vikan - 09.11.1972, Page 25
Hafsteinn eyðir miklum hluta dagsins i rúmgóðri vinnustofu sinni. Hann er 'nú að reyna nýja aðferð í listsköpun sinni. Lóðin við Kastalagerði 7 er full af ævintýralegu grjóti, . eflaust huldufólk i hverjum steini," segir Guðrún. dreypt á léttum veigum. En það var gaman að þessu, og við sjáum enn eftir þessum . samkomum. Það er alltof litill samgangur milli islenzkra listamanna utan starfstlma. — Hefur þér aldrei dottið i hug að snúa þér eingöngu að leik- listinni? — Nei, segir Guðrún eftir dálitla umhugsun, ég held mér hafi aldrei dottið það i hug. Mér þykir gaman að kenna, og ég held ég mundi sakna þess mikið, ef ég hætti þvi. Ég er lika búin að kenna svo lengi. að ég fer liklega að komast á eftirlaun! Guörún kenndi fyrst við Laugamesskóla, þá Miðbæjar- skólann og loks Kársnesskóla, eftir að þau fluttust i Kópavoginn. Þar kennir hún dönsku o.fl. i eldri bekkjunum, en einnig hefur hún á hendi svokallaða hjálparkennslu, sem hún er sérmenntuð i. Haf- Steinn kennir teikningu við sama skóla. Dæturnar tvæf. Dóra 18 ára og Kristin 16 ára, eru i menntaskólum, önnur i M.R., hin i M.T. — Ég hef alltaf unnið úti, nema eitt ár, þegar stelpurnar voru báðar á höndum. Ég get ekki fundið, að þær hafi haft neitt verra af. Hafsteinn hefur lika verið mikið heima við, og það er annað en að koma að tómu húsi. Svo Hafa þær nú alltaf átt greiðan aðgang að mér á vinnustað. Ég held, að það hafi bara verið betra fyrir þær að fá mömmu ánægða heim úr vinnunni heldur en ef ég heföi setið óánægð heima. Ég reyndi lika að láta umönnun þeirra sitja fyrir húsverkunum. Guðrún býður upp á kaffi, og meðan hún tekur það til, sýnir Hafsteinn okkur vinnustofu sina. Hann segist vinna þar eitthvað á hverjum degi, stundum 5—6 tima, og þar er mikið af málverkum. Flest eru þau ný, máluð með acryllitum með sérkennilegri upphleyptri áferð. — Aðferðin er eiginlega hern- aðarleyndarmál, segir Haf- steinn, ég hef verið að gera til- raunir með þetta upp á siðkastið, en ég mála alltaf með oliulitum á milli. Ég ætlaði áð halda sýningu I haust, en það datt nú upp fyrir, sjálfsagt læt ég verða af þvi fljót- lega^ — Málarðu aldrei figúrativt? — Ég geri það stundum að gamni mínu, eiginlega bara til að hvila mig. Þetta segi ég alls ekki af þvi að það sé i sjálfu sér léttara að mála figúrativt. Það er bara léttara fyrir mig, af þvi að ég tek það ekki nógu alvarlega, enda sýni ég aldrei slikar myndir. — Skirirðu ekki myndirnar þinar? — Ég skiri þær, áður en ég'sýni þær, bara til að greina þær hverja frá annarri. Nöfnin skipta mig engu. Þessi heitir t.d. Sveifla. Sérðu eitthvað út úr henni? - Sjó. — Er það? En þessari? — Lika sjó. — Ne-ei? En þessari hérna'' - Sjó!! — Hvað ertu aö segja! Heyrðu Guðrún, hún sér ekkert nema sjó út úr myndunum minum. — Það er náttúrlega Stokkseyrarbrimið, segir Guðrún striðnislega. Hann er sko frá Stokkseyri i föðurættina (sonur Kristjáns Hreinssonar) og biður alltaf eftir þvi, aö þeir byggi handa honum hús á Stokkseyri, Framhald, á bls. 40.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.