Vikan - 16.11.1972, Qupperneq 5
Vill þjóna Jesú
Kæri Póstur!
Ég þarfnast aðstoðar þinnar, —
svo blessaður leggðu nú höfuð-
ið í bleyti.
Ég hef verið að hugsa um, hvað
mig langi til að verða. Og ég
held ég sé komin að niður-
stöðu: Mig langar til að gera
eitthvað nytsamlegt, ekki sitja á
skrifstofu og vélrita alla ævi eða
vinna við að búa til einhverja
tilgangslausa hluti, eins og
skartgripi, sælgæti eða annan
hégóma, sem er nothæfur þessa
stundina, en ómögulegur hina
stundina.
Sjáðu til, mig langar til þess að
þjóna Jesú, ekki með því að
gerast nunna eða prestur eða
biðja bænir áður en ég fer að
sofa, heldur sýna það í verki.
Jæja, Póstur minn, nú ertu bú-
inn að heyra úrdrátt úr því, sem
ég er að velta fyrir mér, og nú
kemur það stóra: Heldurðu, að
þú getir hjálpað mér að hafa
upp á kristinni kommúnu utan
eða innan lands, eða til hverra
get ég leitað?
Sóló.
Með fyrirfram þakklæti.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni, og
hvernig er hún?
Heldur er það nú slæmt vegar-
nesti út í lífið aS hugsa sem
svo: GóSi guS, ég þakka þér,
aS ég er ekki eins og aSrir
menn! ESa heldurSu, aS þaS sé
í anda Jesú aS lítilsvirSa störf
annarra? ViS lítum svo á, aS öll
störf séu jafnrétthá í þjóSfélaginu
svo framarlega sem þau þjóna
engu illu. Og þaS er hægt aS
þjóna Jesú meS því einu aS
vera trúr yfir því litla, sem
maSur er settur yfir. Mundu, aS
illa leikiS aukahlutverk getur
eySilagt annars góSa leiksýn-
ingu.
Þó eru vissulega mörg störf,
sem öSrum fremur fullnægja
þeim, sem sýna vilja hjálpsemi
og náungakærleika í starfi. Þú
nefndir prest og nunnu, viS þaS
má bæta lækni, hjúkrunarkonu,
IjósmóSur, kennara, lögreglu og
ótal mörgum öSrum störfum,
sem krefjast sérstakrar þjón-
ustu viS annaS fólk. Þetta virS-
ist þó ekki vera þaS, sem þú
leitar aS, þó okkur sé ekki
Ijóst, hvers vegna þú telur ekki
presta og nunnur sýna þjónustu
viS Jesú í verki.
Hér á landi sem annars staSar
eru starfandi ýmsir kristnir hóp-
ar, sem þú gætir leitaS til, t. d.
Hjálpræðisherinn, Sjöunda dags
aSventistar, Vottar Jehova og
FíladelfíusöfnuSurinn, sem þú
finnur alla í símaskránni. ViS
vonum, aS þetta svar nægi þér.
Þú ert greinilega hugsandi
manneskja og vilt láta gott af
þér leiSa í lífinu, sem er ein-
mift þaS, sem viS lesum út úr
sérstæSri og skemmtilegri skrift
þinni. En eitt þarftu að hafa í
huga: „DæmiS ekki, þá munuS
þér ekki heldur verSa dæmd-
ir".
Því í andsk... ?
Jæja vinurinn, þetta er í alvöru.
Við komum okkur strax að efn-
inu. Hvernig í andsk . . . stend-
ur á því, að við megum giftast
og stofna heimili, þegar við
höfum náð 18 ára aldri, en
megum ekki fara inn á vínveit-
ingastaði um helgar? Við erum
hérna þrjár 18 ára vinkonur,
sem höfum velt þessu fyrir
okkur og viljum fá svar! Því við
erum í vígahug og látum ekki
bugast. Þær stúlkur, sem eru
sammála, láti til sín heyra. Þökk-
um birtinguna, ef af verður.
þrjár vinkonur.
ViS erum ykkur alveg sammála
um, aS þarna gætir ósamræmis
í hlutunum og væri eiginlega
nær aS snúa þessu viS. Flestir
18 ára ættu aS vera orSnir nægi-
lega þroskaSir til þess aS kunna
aS umgangast vín, en dæmin
sanna, aS flestum er hollast aS
geyma hjúskaparhugleiSingarnar
fram yfir tvítugsaldurinn. Sjálf-
sagt kemur aS því, aS fært verS-
ur niður aldurstakmark þeirra,
sem sækja mega vínveitinga-
hús, hvort sem þaS kemur ykk-
ur nú aS góSu.
46. TBL. VIKAN 5