Vikan - 16.11.1972, Qupperneq 9
Börn smitast við leik og í skólanum og
bera svo ófögnuSinn með sér heim:
taugaveiki og fylgikvilla henn-
ar á milli manna. Þetta voru
banvænir sjúkdómar, áður en
fúkalyfin komu til sögunnar.
Þessir sjúkdómar hafa vérið
örlagaríkir í flestum styrjöld-
um, þar sem ekki hefur verið
hægt að koma við hreinlæti.
En það er eitt, sem vert er
að athuga og það er að um leið
og lús, sem er sýkilberi, hefur
bitið manneskju, þá fær mann-
eskjan strax mikinn hita, 39—
40 stig. Það þykir lúsinni nokk-
uð heitt og fer hún strax á stúf-
ana að leita á nýjan einstak-
ling. Sýkilinn ber hún með sér
og þannig gengur það koll af
kolli.
Það er táknrænt fyrir þessa
sjúkdóma að þeir þrífast og
verða að faraldri, aðeins á þeim
stöðum sem fólk gengur í föt-
um, en óþekktir í hitabeltis-
löndum, þar sem fólkið gengur
nakið.
Napoleon — og Finnmörk
eftir stríðið.
Hryggilegt dæmi upp á her-
ferð lúsanna var í hinni miklu
herferð Napoleons til Rúss-
lands árið 1812, þegar mesti
hluti hersins hrundi niður á
hinni löngu ferð, vegna þess
• Þrjár tegundir af lús
og kláði, sem orsakast af
maur, svo hann heyrir líka
dýraríkinu til. Flær?
Flærnar eru reyndar ekki
óhreinleg dýr . . .
• Það er auðveldast að
forðast hæði lús og lcláða
með fullkomnu hreinlæti
og líka að losna við lúsina,
ef svo óheppilega hefur
viljað til að hún hefur
komizt inn á heimilið. Það
er verra að losna við kláð-
ann, en mjög auðvelt að
[á hann, það getur hent
hvern sem er . . .
að mótstaða Rússanna og kuld-
inn gerði það að verkum að
hermennirnir þurftu að kúldr-
ast saman við frumstæð skil-
yrði. Lúsin var ekki lengi að
breiða út blettataugaveikina og
hermennirnir fengu litla eða
enga hjúkrun og hrundu niður.
Jafnvel nú, í síðari heims-
styrjöldinni, gaus blettatauga-
veikin upp bæði meðal her-
manna og almennra borgara,
ekki sízt í fangelsum og fanga-
búðum.
f Noregi hafa menn alls ekki
farið varhluta af blettatauga-
veiki gegnum aldirnar, sérstak-
lega fyrir og eftir síðustu alda-
mót. Síðasti faraldurinn af
blettataugaveiki í Noregi var
árið 1946 í Söröy í Finnmörk.
Síðan hefur veikinnar ekki
orðið, vart þar í landi. En hætt-
an vofir yfir, svo lengi sem
lúsinni er ekki algerlega út-
rýmt.
Eftir stríðið var gerð herferð
gegn fatalúsinni í Noregi og
það gekk vel, þangað til fyrir
2—3 árum síðan, þá fór hún að
gera vart við sig meðal fólks,
sem bjó við slæm hreinlætis-
skilyrði eða sinnir ekki hrein-
læti sem skyldi.
• Kláði og kláðabólur eru
þau óþægindi, sem fylgja
bæði lús og kláðamaur ..
• En aðallega þarf að
vera á verði gegn fatalús-
inni! Það er hún sem ber
blettataugaveiki milli
manna og þá sjúkdóma,
sem fylgja í kjölfar henn-
ar. Þessir sjúkdómar hafa
fylgt mannkyninu og lagzt
á það á neyðar- og stríðs-
tímum allt fram að lokum
síðari lieimsstyrjaldar-
innar . . .
— Er það þá ekki meðal
síðhærðu unglinganna, sem
klæðast görmum og þeirra sem
búa í skuggahverfum
stórborganna?
— Ekkert frekar, hún gerir
ekki síður vart við sig meðal
barna og fullorðinna og það
eru ekkert meiri brögð að
henni í stórborgum en annars
staðar. Það er ekki hægt að af-
saka sig með því að hafa ekki
baðherbergi. Það er ákaflega
einfalt að losna við lúsina, að-
eins að viðhafa venjulegt hrein-
læti og það á við um alla lús.
-— Eru til aflúsunarstöðvar nú
í dag?
— Til þeirra er ekki gripið,
nema til alvarlegrar hættu
komi, eins og ef faraldur af
blettataugaveiki brýzt út. Þá
er hafin herferð gegn iúsinni
og ekki spurt hvort einhver sé
með lús, allir verða að lúta að-
gerðinni. Þegar verið var að
byggja Finnmörk upp eftir
stríðið, voru menn hræddir um
að blettataugaveikin skyti aft-
ur upp kolli og þá þurfti að
gera út af við lúsina, vegna
þess að fólkið, sem flutti aftur
til Troms, bjó við svo frum-
Borgarlæknirinn i Oslo
dr. Fr. Melbye.
stæð skilyrði. Þess vegna þurftu
allir að fara í gegnum heilsu-
verndarstöðina í Tromsö. Að-
gerðin var einfaldlega þannig
að allir voru látnir fara í
steypubað og fötin úðuð með
efni, sem drepur lýsnar og nit-
ina.
Flatlús —- sápuþvottur bezti
„lúsamorðinginn".
Þriðja tegundin er flatlús,
nafn sitt fær hún af því að hún
er flöt. Flatlúsin verpir eggj-
um sínum í líkamshár, annars
staðar en á höfðinu og þá fyrst
og fremst kringum kynfærin.
Þess vegna smitast hún aðallega
við samfarir, en þetta er samt
ekki kynsjúkdómur.
Það er eins með þessa lýs og
aðrar, þær orsaka kláða og þá
klórar fólkið sér að sjálfsögðu.
Við það myndast sár, sem oft
hleypur bólga í og þá er nauð-
synlegt að lækna þau, um leið
og lúsin hverfur.
Flatlúsina er aðallega að
finna þar sem persónulegt
hreinlæti er á lágu stigi. Ef
fólk þvær sér vel, þá þvær það
lúsina burt líka. Það er eigin-
lega hægt að slá því föstu að
lúsin sé vottur um sóðaskap.
Framhald á bls. 43.
46. TBL. VIKAN 9