Vikan


Vikan - 16.11.1972, Side 14

Vikan - 16.11.1972, Side 14
HELGI F.SELJAN ■lil EFTIRLUPBS Aöhyllist þann sósíalisma, sem numinn er af lífsins bók Fylgi islenzku stjórn- málaflokkanna hefúr litt raskazt siðustu þrjá áratugi. Fulltrúar þeirra eru og harla þaulsætnir á alþingi og i öðrum trúnaðarstöðum. Nýir menn komast þvi sjaldan aötil forustu nema helzt að fylla i skörðin, þegar gamlir og þreyttir vikja nauðugir viljugir. Þess vegna skiptir vonbiðlana i islenzkum stjórnmálum miklu máli að ástunda þolinmæði. Þá er þess nokkur von, að frama- draumarnir rætist einhvern tima. Fljótt á litið virðist þingmennska Hélga Seljan undantekning frá þessari reglu, en svo mun ekki, þegar betur er að gætt. Hann náði raunar kosningu i fyrrasumar- út á at- Rvæðaaukningu flokks sins i kjördæmi, sem telst næstum óvenjuleg á islenzkan mæli- kvarða, en á eigi áð siður upp- hefðina einkum þvi að þakka, hvað hann er trygglyndur og þolinmóður. Helgi hefur lengi unnið fyrir sinni Rakel og ekki veitt sér að þýðast neina Leu á meðan, en hirt sauði Labans af kostgæfni. Helgi Seljan fæddist á Eskifirði i Suður—-Múlasýslu 15. janúar 1934, sonur Friðriks Arnasonar verkamanns þar og konu hans, Elinborgar Þorláksdóttur, en var tekinn i fóstur að Seljateigi i Reyðarfirði af hjónunum Jóhanni Björnssyni og Jóhönnu Helgu Benedikts- dóttur. Þótti Helgi strax á barnsaldri gáfaður og bók- hneigður, og réðst harln ungur til riáms i kennaraskólann og lauk prófi þaðan 1953. Gerðist hann þá um haustið kennari á Búðum i Fáskrúðsfirði, en fluttist til Búðareyrar i Reyðarfirði 1955 og varð þar kennari við barna— og unglingaskólann, en hefur verið skólastjóri siðan 1962. Helgi er stakur reglumaður og áhugasamur góðtemplari og var formaður Sambands bindindis- félaga i skólum 1952—1953. Hann á drjúgan hlut að leiklistarlifi á Reyðarfirði og fleiri menn- ingarmálum og félagsstörfum i átthögunum eystra. Helgi Seljan mun snemma hafa gerzt róttækur i skoðunum og hefur aldrei látið deigan siga i þvi efni, þó að hæglátur sé. Skipaði hann sér brátt i sveit Sósialistaflokksins og siðan Alþýðubandalagsins og hefur verið Lúðviki Jósepssyni fylgi- spakur i baráttunni á Aust- fjörðum. Helgi gekk i verkalýðs- félagið á Reyðarfirði strax og hann settist þar að eftir skólagönguna i Reykjavik og hefur verið formaður þess lengi. Hann var kjörinn i hreppsnefnd Reyðarfjarðar 1962 og sat þar til 1966, en var kosinn i hana öðru sinni 1970. Fer hann mjög að dæmi róttækra manntamanna úti á landsbyggðinni frá ár- dögum verkalýðs- hreyfingarinnar milli styrj- aldanna. Þeir lögðu gjarnan alþýðusamtökunum liðsinni hver á sinum stað og hófust svo af þeim á vettvang lands- málanna. Stjömu Lúðviks Jósepssonar skaut upp á himin islenzkra stjórnmála óvænt eins og viga- hnetti i haustkosningunum 1942. Varð Lúðvik liðsterkur i Suðúr — Múlasýslu á skömmum tima og hreppti annaðþingsæti kjördæm- isins 1946, en hafði ekki erindi sem erfiði 1949 og 1953 og varð að láta sér lynda að heita lands- kjörinn. Atti þó Sósialista- flokkurinn vaxandi fylgi að fagna i sovétinu i Neskaupsstað i Norðfirði, svo að kjósendur i öðrum byggðarlögum sýslunnar hlutu að duga honum sýnu verr. Mun nokkru hafa valdið i þvi efni, að helzti samfylgdarmaður Lúðviks á atkvæðaveiðunum, Arnfinnur Jónsson fyrrum skólastjóri á Eskifirði og Bolsakardináli þar um slóðir, var löngu fluttur brott úr héraðinu og beitti sér naumast, þó að hann skryppi austur fyrir kosningar. Varð þvi að ráði að fá nýjan mann og ungan til að veita Lúðviki og flokki hans. Valdist Helgi Seljan til þess hlutverks i alþingiskosningunum i Suður- Múlasýsíu 1956. Gekk þeim félögum mjög að óskum bar- daginn á vegum Sunnmýlinga, en Helgi varð varamaður hans og skauzt á þing i mýflugumynd á kjörtimabilinu. Helgi Seljan skipaði og annað sæti framboðs- listans i sýslunni við fyrri 14 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.