Vikan


Vikan - 16.11.1972, Qupperneq 21

Vikan - 16.11.1972, Qupperneq 21
einhver af fjölskyldunni vera grunaður, þá er það beinlínis háskalegt, en . - - Já, það er ómögulegt að vita, en þetta getur nú ekki verið neinn al- varlegur grunur. Að minnsta kosti vona ég það . . . Hann tók töskuna sína, kink- aði til okkar kolli og gekk út. Mér_ fannst dásamlegt að vita til þess að Klemens var á mínu máli, hvað sem lögreglu- foringinn hugsaði, og meðan við Claes hjóluðum um garð- stígana var ég svo hamingju- söm, að ég hefði getað sungið, þau augnablik, sem ég losnaði við minninguna um Veru. Þegar við fórum inn til að snyrta okkur fyrir hádegisverð- inn, var Arvid Sterner ekki kominn með dóttur sína. Ég var fljótari en Claes og þegar ég kom niður í forsalinn, stóð Ga- briella þar í samræðum við Klemens. Þegar ég sá á þeim svipinn, hrökk ég við. Hvað var nú á seyði? Þá sá ég hvað það var, sem hún hélt á í hendinni. Gull- penninn, sem Vera Dickman hafði svo mikið dálæti á. Ég leit spyrjandi á Klemens. — Segðu henni frá því. Rödd hans var áköf. Gabriella sneri pennanum milli fingra sér. — Þekkið þér þetta, systir? — Já. — Ein af stúlkunum fann þetta, þegar hún tók til í her- bergi Claes. Undir koddanum hans. Mér fannst sem höfuð mitt væri að springa og það hefur líka sézt á svip mínum. — Hann varð reiður, þegar hún sagði að hann hefði stolið honum, var það ekki? — Jú og það hafði hann heldur ekki gert. — Nei, ég heyrði það, að minnsta kosti leit það þannig út. En nú var hann samt und- ir koddanum hans. Systir Mal- in . . . Gabriella leit í kringum sið. — Hvar var Claes, þegar hún fór að hljóða? Ég stirðnaði. — í rúminu sínu, býst ég við. — En þér sáuð hann ekki! Þér vitið það ekki með vissu. — Hann var háttaður, þeg- ar ég bauð honum góða nótt. Svo veit ég ekki meira um það. Þér haldið þó ekki . . . — Ég veit ekki hvað ég á að halda, sagði hún og ég sá að tárin komu fram í augu hennar. — Ég veit aðeins að Gunnvör sagðist hafa fundið pennann undir koddanum hans og ég veit að hún hefur sagt satt. Og ef lögregluforinginn hefur á réttu að standa, að þetta hafi verið morð, að ung- frú Dickman hafi verið myrt, þá hlýtur einhver að hafa gert það. Það getur ekki hafa ver- ið neinn af þjónustufólkinu. Það er allt saman fólk, sem er alið upp hér og ábyggilegt í alla staði og hvaða ástæðu hefði einhver þeirra haft? Hún hafði lítið samneyti við það. Claes getur hafa laumazt niður og læst dyrunum, án þess að þér yrðuð vör við það, getur það ekki verið? — Já, en það er allt annars eðlis en þetta með pennann. Það getur hvaða barn sem er ruplað penna, en að hann gæti lagt svona djöfullega gildru trúi ég ekki eina einustu mín- útu. — Ég vil heldur ekki trúa því. sagði hún. Við litum báðar á Klemens ni vonuðum að hann gæti rek- ið þennan draug á dyr. — Claes er ekkert venjulegt ha’’n, sagði hann þunglega. — Það veit enginn hver áhrif allar þessar glæpasögur, sem hann les, hafa á hann. Og hve,'nig sem maður lítur á be+ta mál, þá er alltaf sá mögu- leiki fyrir hendi, að hann hafi aðeins ætlað að hræða ung- frú Dickman. Til að hefna sín á henni, hefna fyrir kinnhest- inn. Ef hann hefur gert það, ef! — já, þá þarf hann ekki endilega að hafa haft morð í >uicra. Ég held að Claes hafi ekki vitað hve hættulegir hundarnir voru í raun og veru. En það er annars undarlegt, að sá, sem tók blístruna upp úr skúffunni, skuli ekki hafa lagt hana þar aftur. Þá hefði enginn vitað að hún var not- uð. En ef það hefur verið Cla- es, þá skýrir það nokkuð mál- ið. Hann er aðeins barn, þrátt fyrir allt og hann hefur kann- ske verið svo æstur að hann haíi ekki hugsað svo langt. Hann var mjög æstur, þegar hann kom niður. Hann hélt fast í þig og sleppti þér ekki allan tímann. — Nei, sagði ég hneyksluð. — Það var ekki þess vegna sem hann var svo æstur! Svipur Klemens varð blíðari. —• Mér finnst líka 'sú hugsun fráleit, Malin. En ef lögreglan hefur á réttu að standa og Vera Dickman hefur verið myrt, þá hlýtur einhver að hafa gert það. En þá hver? Pabbi? Ga- briella? Axel? Eða ég? Hvern gizkar þú á? — Engan! En það getur ekki verið Claes! Ég starði á gull- pennann með viðbjóði. Ég hefði viljað fleygja honum í gólfið og trampa á honum. — Hvað ætlarðu að gera við pennann? — Ekkert, sagði Klemens. — Ég sendi hann til systur hennar með hinum eigum hennar. Við ræddum þetta svo ekki meir, en mér leið illa. Ég hafði ekki þekkt Claes svo lengi og sumt af því sm hanen hafði sagt og gert, gekk alveg fram af mér. Mér fannst það ekki vera líkt heilbrigðum dreng, tólf ára. Og þegar fjölskylda hans gat ætlað honum annað eins og þetta, hvernig gat ég þá verið viss í minni sök? Arvid Sterner og dóttir hans komu ekki fyrr en klukkan fjögur. Ég sá bílinn og þótt Claes væri tregur að taka á móti þeim, þá dró ég hann með mér niður í forsalinn. — Hugsaðu um það að þú ert í raun og veru gestgjafi hennar hér á Rensjöholm. Það leit út fyrir að orð mín hefðu góð áhrif á hann, að minnsta kosti tók hann hæversklega í hönd hennar, þótt hún væri miklu hærri í lofti en hann og það hefur örugglega ekki aukið vinsældir hennar í hans augum. 46. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.