Vikan - 16.11.1972, Page 22
Ég hafði oft séð Arvid Stern-
er á mynd og líka í sjónvarpi,
svo ég varð ekkert hiss, þegar
ég sá hve glæsilegur hann var
í raun og veru og þegar ég sá
hve innilega þau föðmuðu
hvort annað, hann og Gabri-
ella, þá fannst mér óskiljanlegt
að hjónaband þeirra skildi hafa
farið út um þúfur. Þau voru
eins og sköpuð hvort fyrir ann-
að, en það var líklega aðeins
á yfirborðinu . . .
—■ Mér þykir það leitt, að ég
er á hraðri ferð, sagði hann.
— Þú getur þó alltaf staðið
við í hálftíma? Við látum syst-
ur Malin og Claes sjá um Ann.
Komdu og rabbaðu við mig
smástund, Arvid. Hún tók und-
ir arm hans og leiddi hann
með sér inn í dagstofuna.
Börnin stóðu kyrr og virtu
hvort annað fyrir sér með tor-
tryggni og ég flýtti mér að
segja: — Komið þið með mér,
við verðum að sýna Ann her-
bergið sitt.
Claes yppti öxlum, en hann
kom samt með okkur. Meðan
við gengum upp stigann, sagði
Ann — Ég hélt að þetta væri
alvoruslot, með turnum, hall-
arsíkjum og dýflisssum.
Þessu gat Claes ekki látið
ósvarað.
— Við höfum dýflissur. við-
bjóðsleg greni, með járnkeðj-
um sem fangarnir voru hlekkj-
aðir með og allt svoleiðis.
— Er það? sagði Ann full
aðdáunar.
— Já, því að Rensjöholm er
byggt á gömlum hallargrunni
frá miðöldum. É'g get sýnt þér
dýflissurnar, ef þú trúir mér
ekki!
— Ó, hve það er spennandi!
hrópaði Ann upp yfir sig og
mér varð á að hugsa hvtort ég
hefði nú líka fengið kvenlega
útgáfu af Claes í hendur.
— Eru rottur þar?
— Fullt af þeim, sagði Cla-
es. — Ertu hrædd við snáka?
Ég hef taminn snák á her-
berginu mínu. Og skjaldböku.
— Ó, hve þú átt gott! and-
varpaði hún. — Sg á engin
dýr. Mamma og pabbi eru svo
oft á ferðalögum og ég get
ekki haft dýr hjá ömmu.
Þetta gekk nú betur en mig
hafði órað fyrir og ég var létt
í skapi, þegar ég opnaði dyrn-
ar á herbergi hennar. En það
fyrsta sem hún gerði, var að
hlaupa út að glugganum og
halla sér út. — Var það þarna
sem þetta skeði? Sem hund-
arnir réðust á hana?
— Já, einmitt þarna, sagði
Claes og hallaði sér líka út.
— Er það satt að hundarnir
hafi rifið hana í sundur?
— Næstum því. Malin sá
hana. Er það ekki satt, Malin?
— Ég vil helzt ekki tala um
það. Passið ykkur, þið getið
dottið út um gluggann.
— Ég heyrði þetta í útvarp-
inu í morgun, en ég sagði
mömmu og þabba ekki frá því,
þá hefði ég kannski ekki feng-
ið að koma hingað. En nú er
það of seint, pabbi verður að
skilja mig eftir hér. Hvar eru
hundarnir?
Þð er búið að skjóta þá.
— Það er leiðinlegt. Er blóð-
ið þarna ennþá?
— É'g hef ekki komið niður
í garðinn. En nú, þegar lög-
reglan er farin, getum við at-
hugað það, er það ekki, Malin?
— Það held ég ekki. Hugs-
aðu um sjúkdóm þinn! mundu
að bú ert með asma. Það var
líklega ekki fallega gert að
minna á þetta svo hún heyrði,
pji ég varð að kæfa þessa hug-
mvnd híá honum í fæðingunni.
— Ertu með asma? snurði
Ann í hluttekningarrómi. —
Mamma fær stundum asma. En
það var miklu verra þeear hún
var ung. Hún hefur vaxið upp
úr hví, nú er hún eiginlega
"ðnins með svolitla heyveiki.
Það getur verið að þú vaxir
lík upp úr því.
Ég virti Ann fyrir mér og
mér fannst hún. ekki lengur
ófríð og ótrúlegt að hún ætti
svona laglegan föður. Með
tímanum yrði hún ekki svona
rengluleg og freknurnar
mvndu líka hverfa og hún
hafði mjög falleg augu . . .
— Viltu koma og líta á dýr-
in mín? spurði Claes.
Ég var búin að ákveða að
skilja þau aldrei ein eftir, en
ég þurfti, eins og aðrir, að
skreppa inn á baðherbergið og
það leit ekkert út fyrir að
Claes myndi slá hana í rot með
borðlampanum þetta augna-
blikið.
Ég hafði því ekki hraðann
á, reyndi að snyrta mig eftir
föngum og var einmitt að
bursta hárið, þegar ég heyrði
ópið. Mér fannst hárin bók-
staflega rísa á höfði mér. Ég
rak mig illa á kommóðuna,
þegar ég þaut framhjá henni,
en fann ekki fyrir sársaukan-
um. Þetta var bara snákurinn,
hugsaði ég, hún þykist vera
hrædd við hann, hún er að
leika, — það gat enginn hljóð-
að svona, nema að vera viti
sínu fjær af ótta.
Ég reif upp hurðina og æddi
inn til þeirra. Claes lá á gólf-
inu og hélt annarri hendi um
hálsinn, það fóru kippir um
fingur hans. Ann þrýsti sér
upp að veggnum, náföl af ótta.
— Hann er dáinn, snökkti hún,
— hann er dáinn.
Geitungar — það voru geit-
ungar í herberginu hans. Ó,
guð!
Ég hringdi og dró um leið
út skúffuna í náttborðinu hans.
En skúffan var tóm, sprautan
og innspýtingarhylkin voru
horfin.
— Ég sagði honum að reyna
ekki að slá geitungana, sagði
Ann vesældarlega, — en hann
sló þá, hann gerði það samt.
Þjónustustúlka kom í gætt-
ina.
Sæktu lyfjatöskuna mína,
hún er á snyrtiborðinu. Flýttu
þér!
Hún hljóp.
Ég hélt að ekkert gæti nú
biargað Claes. Ég fann ekki
púlsinn og ég sá hvernig bólg-
an breiddist út.
Stúlkan kom með töskuna og
ég náði strax í öndunarpípuna
og tróð henni ofan í hálsinn á
honum. Og sprautan, ég náði
í sprautuna og gaf honum einn
skammt og annan strax á eftir,
en það varð engin breyting,
alls engin.
— Segið doktor Renfeldt eða
Klemens frá þessu. Hann hef-
ur fengið geitungsbit. Þeir
verða að hringja eftir lækni
og sjúkrabíl. Þetta er hræði-
legt, þeir verða að koma
strax.
Þriðja sprautan og ekkert
lífsmark. Eitrið hafði lamað
öndunarfærin. Ég blés lofti í
ungu hans og nagaði mig í
handarbökin fyrir að hafa ekki
séð um að súrefni væri alltaf
við hendina.
Ó, guð, myndi hann deyja,
ætlaði þeim, sem vildu hann
feigan, að takast þetta, þrátt
fyrir alla árverkni mína? Því
að þetta var morðtilraun. í
fyrra skiptið hafði ég haldið
að geitungarnir hefðu sloppið
óvart inn í herbergið hans, en
ekki í þetta sinn.
Það var Ann, sem að lokum
gaf mér svolitla von. — Fing-
urnir titra, þá getur hann ekki
verið dáinn, systir.
Ég gat ekki svarað, þorði
ekki að hætta við að blása
lofti í lungu hans, en ég þreyf-
aði á úlnlið hans og fann að-
eins fyrir púlsinum. Ég hætti
öndunaræfingunum andartak
og gaf honum sprautu.
Þegar Strandberg læknir
kom, andaði hann hjálparlaust.
Læknirinn hafði súrefni með-
ferðis og meðan við biðum
eftir sjúkrabílnum gáfum við
honum súrefni. Gríman huldi
andlitið, en ég sá að bláminn
á nöglunum var að hverfa. En
hann var ekki kominn til með-
vitundar og alls ekki úr hættu,
en nú var læknirinn kominn
svo ég varð rólegri.
Ég gekk út að glugganum.
Þrír geitungar voru á einni
rúðunni og fjórir á annarri. Ég
reyndi að opna glugga og
hleypa þeim út, en ég gat það
ekki. Þegar ég hafði gengið
frá þeim dauðum, fór ég að
athuga loftræstinguna. Þar var
ekki nokkur rifa og jafnvel
þótt heilt geitungabú væri und-
ir glugganum, hefðu þeir ekki
getað komizt þangað inn.
Og sprautan og lyfið, sem ég
hafði sett í náttborðsskúffuna
. . . Claes hefði aldrei snert
það sjálfur og ég trúði því
ekki heldur að þjónustustúlk-
urnar hefðu snert þessa hluti.
Sá sem hafði tekið sprautuna,
hlaut að hafa gert það með
vilja, líklega haldið að allar
birgðir mínar væru þarna.
Framhald í næsta blaði.
22 VIKAN 46. TBL.