Vikan - 16.11.1972, Page 25
o
Maður sem orðið hafði fyrir áhrifum frá kristni-
boðum gróðursetti jams—ávexti á álagabletti.
Fáum mánuðum siðar gekk hann af vitinu og
fyrirfór sér. — Frásögn af lifi melanesiskra
ættbálka á Nýju — Suðureyjum, þar sem mannát
var iðkað fyrir fáum áratugum.
Þótt komið væri framyfir
miðnætti, glaðvaknaói
ljósmyndarinn og áhugaþjóð-
fræðingurinn Kal Muller á sámri
stund er hann heyrði orðið
„tabú”. Við rekkju hans úr
bananablöðum stóðu þrir
húðdökkir menn, sem gáfu
honum til kynna á sinni bjöguðu
ensku að hann skyldi fylgja þeim.
Þeir sögðust ætla að sýna honum
nokkuð, sem væri „svolitið” tabú.
Og Muller spratt á fætur, þreif
myndavélarnar sinar og
fygldi þeim innbornu eftir út I
myrkriö.
Kal Muller er fæddur Ungverji,
en bandariskur borgari og hefur
nú um skeið dvalið á Nýju —
Suðureyjum, eyjaklasa á
Kyrrahafi sem byggður er fólki af
stofni Melanesa. Nú var hann
staddur i þorpinu Lendomdwey
langt inni á eynni Malekula. Allt
félagslif ættbálksins, sem þar
býr, er markað tat>úum, sem og
samskipti hans við
utanaðkomandi. Og þar eð Muller
var fyrsti hviti maðurinn, sem
komið hafði til þorpsins i æðitima,
giltu sérstaklega mörg tabú
varðandi samskiptin við hann.
Til dæmis var kvenfólkinu lengi
vel bannaö aö koma horlum i
augsýn. Langur timi leið unz
Muller vann traust höfðingjans i
þorpinu að þvi marki að hann
fékk að ljós — og kvikmynda
konurnar. Margskonar matur er
lika tabú. öfriskum konum er til
dæmis stranglega bannað að
boröa kjöt af skjaldbökum, þar að
óttast er að börnin fæðist þá með
skjaldbökuhreifa. Litlum
stúlkum er bannað að borða
krabba, af ótta við að i stað brj-
ósta vaxi á þær krabbaklær.
Framhald á bls. 28.