Vikan


Vikan - 16.11.1972, Síða 39

Vikan - 16.11.1972, Síða 39
iörunar, né heldur hræöslu viö af- leiöingarnar af verkum sinum. — Vilmaes hafði svikið mig i tryggðum, svo að ég gat átt á hættu að verða að hætta algjör- .lega við tilraunir minar, sagði Partington, eftir nokkra þögn. — Hann verðskuldaði fyllilega þaö, sem hann fékk. — Kann að vera. En var þá dauði ungfrú Bartlett jafn verð- skuldaður? Ofúrlitið hljóð, sem liktist helzt hlátri, kom frá hreifingarlausum manninum i rúminu. — Hvers- vegna spyrjið þér mig að þvi? sagði hann. — Áfþvi að þegar ég heimsótti yður seinast, varð ég sannfærður um, að þér hefðuð myrt hana, svaraði Priestley hörkulega. — Einmitt? Og hvað kom yöur á þá skoðun? — Mér datt það fyrst i hug, þegar þér tókuð uppá þvi — alveg til óþarfa — að lýsa nákvæmlega feröum yöar, kvöldiö sem hun var myrt. Þér hefðuð átt að vita, að oftast er það hættulegra að upp- lýsa ofmikið en oflitið. Eg spurði aöeins, hvar þér hefðuð verið og þér svöruðuð með nákvæmri lýs- ingu á öllu ferðalagi yðar. Og svo, þegar ég fékk ástæðu til að halda, að þér hefðuð myrt Vilmaes, lá hitt auðvitað beint viö, þar sem það var vist, að þau voru I einhverju ráðabruggi saman. Ég skildi, að lýsing yðar á morðinu hafði villt mig, eins og henni lika var ætlað að gera. Ég skildi lika, að eina skynsamlega skýringin var sú, að þér hefðuð kyrkthana i húsi yðar I London — sennilega skömmu fyrir klukkan niu um kvöldið. — Það þyrði ég að segja, að yður mundi erfitt að sanna, svar- aðiPartington. —Enefþað getur glatt yður, skal ég viðurkenna, að röksemdaleiðsla yðar er hárrétt. Fyrst ég á annað borð ekki slepp —- og það tek ég mér ekki nærri — er engin ástæða til að neita einum glæpnum, þegar hægt er að sanna hinn á mann. En svo að ég fyrst svari spurningu yðar, þá verð- skuldaði Cynthia Bartlett dauð- ann, miklu fremur en nokkurn- tima Vilmaes, þvi að það var hún, sem fékk hann til að svikja mig. — Ef til vill skiljið þér tilgang minn,ef ég segiyðuralla söguna. Þér virðist hafa getið þess til, að ég hafi grætt fé til visindastarf- semi minnar með þvi að selja eiturlyf þeim, sem vildu greiða nógu hátt verð. Ég ætla ekkert að fara að afsaka mig, en segi aðeins það, að rannsóknir minar voru vel þess viröi, að hvaða hugsan- leg ráö sem var, væru notuð þeim til framdráttar. Og ég hafði á nokkrum árum útvegað mér marga skiptavini, sem ég græddi stórfé á. — Fyrir nokkrum mánuðum kynnti mig einn vinur minn, eins og ég sagði yður áðan, ungfrú Bartlett. Ég skal taka það fram, að þaö voru ekki nærri allir kunn- ingjar minir, sem ég gerði til- raunir á. Ég neyddi þá aldrei til þess, en var hinsvegar mjög feg- inn, þegar þeir gáfu sig fram, sjálfkrafa. Hugsanagangur manna, sem nota eiturlyf, er sér- lega eftirtektarvert rannsóknar- efni. Ungfrú Bartlett var ein þeirra, sem gáfu sig fram. Eftir að hafa talað nokkrum sinnum við hana I London, stakk ég upp á þvi, að hún skyldi koma út I sveit til min, og það varð úr, að hún dvaldi hér i mánuðinum, sem leiö. — Frá visindalegu sjónarmiði voru tilraunir minar með hana misheppnaðar. Þrátt fyrir beiðni mina um að einbeita huganum að hinu og þessu, varð „myndin”, sem ég fékk frá henni, alltaf sú sama, og að þvi er ég gat næst komizt, táknaði hún brennandi ósk. Auðvitað gat ég ekki séð, hvers hún óskaði svona innilega, én ég þóttist vita, að hún væri al- tekin löngun eftir að fá einhverju framgengt. Og af ýmsum orðum, sem hún lét falla, ályktaði ég, að ósk hennar væri sú að verða auðug. — Ég tók eftir þvi sjálfur, að hún virtist eitthvað vera að draga sig eftir André, og systir min minntist á þetta viö mig, oftar en einu sinni. En ég lét það eins og vind um eyrun þjóta, þvi að ég hélt, að þessi samdráttur þeirra væri alveg saklaus. Mér brá þvi heldur en ekki I brún, þegar ég komstað sannleikanum. Ég hafði verið I London aöfaranótt 14. júni og kom heim þann fjórtánda og fyrrenéghafðigertráðfyrir. Ég setti bilinn inn i skúrinn og fór út I rannsóknarstofuna, án þess áð hitta nokkurn mann. Þannig at- vikaðist það, að enginn Vissi, að ég var kominn hewn. Ég hafði verið dálitla stund I stofunni, þegar ég heyröi manna- mál fyrir utan gluggann, sem ofurlitil rifa var á, enda þótt hler- inn væri fyrir. Ég þekkti strax raddirnar, það voru þau Vilmaes og ungfrú Bartlett, og ég hlustaði á samtaliö, sem annars var allt I hálfum hljóðum. Með vaxandi skelfingu hlustaði ég á það, sem nægði til að sanna mér, að André haföi látið undan stúlkunni og brugöizt mér, og að þau höfðu gert samsæri til að féfletta mig. — Þetta samsæri var ósköp ein- falt. Þaö hafði verið aftalað með okkur André, áð hann skyldi fljúga til Bruxelles, 2. júll, og maucDnvi piLiu'irjNniNCBs IMSIKn Bezta lausnin mælalaust PIRA-SYSTEM ÓDÝRT - TRAUST - ENGIN SKRUFA EÐA NAGLI 1 VEGG HÚS OG SKIP NORÐURVERI HATÚNI 4A.SÍMI 21830 VEEU V- BAR KEÐJUR er rétta lausnin Það er staðreynd að keðjur eru Öruggasta vörnin gegn slysum í snjó og hálku. WEED keðjuraar stöðva bílinn öruggar. Eru viðbragðsbetri og halda bílnum stöðugri á vegi. Þér getið treyst Weed V-Bar keðjunum. Sendum í póstköfu um allt land. KltlMIW (.IDWMIV II.F. Suðurlandsbraut 20 Simar 86633 - 86624 46. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.