Vikan


Vikan - 16.11.1972, Qupperneq 43

Vikan - 16.11.1972, Qupperneq 43
<M> NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE662X. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 Iftra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós I ofni. Fæst með eða án glóðar- stoikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 3M - HAUSAR, HENDUR OG FÆTUR Framhald af bls. 10. haust, en þá síðarnefndu er rétt nýlokið við. Richard Harr- is lék aðalhlutverk í þeim báð- um. Ray Smith semur einnig og leikur á gítar. Hann á að baki áralangan feril með Lundúna- hljómsveitum, þ. á. m. Spring- fields, Lord Such og Hljóm- sveit John Barry. Hann og To- ny Colton hafa unnið mikið saman og samið fjöldann all- an af lögum og textum sem, eins og áður sagði, hafa lent í efstu sætum vinsældalista. Pete Garvin leikur á tromm- ur. Hann hefur verið atvinnu- trommuleikari síðan hann var 16 ára. Hann stofnaði sína eig- in hljómsveit 1966 og með honum var á tímabili núver- andi saxafónleikari hljómsveit- arinnar Soft Machine, Elton Dean. Pete spilaði einnig með Long John Baldry og hljóm- sveit hans, Bluesology. Hann gerðist félagi þeirra Tony og Ray 1968. Hljómsveitin hét þá Poet and the One Man Band. Chas Hodges er bassaleikari hljómsveitarinnar. Hann vakti fyrst athygli árið 1960, svo hann er nú ekki neinn ung- lingur lengur hann Chas. Hann hefur lítt unnið sér til frægð- ar, annað en að spila með Jerry Lee Lewis á hljómleikum, sem sá síðarnefndi hélt í Lond- on á árinu 1963. Hann var einnig í hljómsveit sem hét The Rebel Rousers, en sú spil- aði meðal annars á síðustu hljómleikunum sem Bítlarnir héldu í Þýzkalandi. Þá kynnt- ust Lennon og McCartney þeim og skrifuðu m. a. fyrir hljóm- sveitina lagið Got to get you into my life, sem The Rebel Rouseres gáfu síðan út. Komst lagið í fjórða sæti vinsælda- lista. Bítlarnir settu lagið síð- an sjálfir á eina af L.P. plöt- um sínum, Revolver. Albert Lee leikur á gítar með hljómsveitinni, sem er í raun ekki fastur meðlimur hennar. Hann leikur eins konar gesta- hlutverk. Albert Lee hefur hlotið fádæma góða dóma fvr- ir túlkun sína á því sem Kan- inn kallar country music eða amerísk þjóðlög. Hann hefur m. a. leikið með Chet Atkins á hljómleikum í Albert Hall í London og það þykir nokkur viðurkenning. Hann er hátt skrifaður í Nashwille í Banda- ríkjunum, höfuðborg amerískr- ar þjóðlagatónlistar, og að vera hátt skrifaður í þeirri borg þýðir nokkur mikið hátt, þess utan sem „allt sem er svo stórt þar yfir frá“, eins og kellingin sagði. Hausar, hendur og fætur vinna nú mikið og þykir hljóm- sveitin hafa gert það gott að undanförnu. Hún hefur spilað mikið á hljómleikum víðs veg- ur um England, en L.P. plötu hefur þeim ekki tekizt að gefa út ennþá. Þeim hefur hins vegar tekizt að hljóðrita tvær, en þær hafa aldrei komizt á markað. í fyrra sinnið fór hljómplötufyrirtsekið á hausinn sem með útgáfuna hafði að gera, svo ekkert varð úr því. Hljómsveitin fór fljótlega í stúdíó aftur og hljóðritaði aðra plötu á vikutíma, en notaði nokkra aðstoðarhljóðfæraleik- ara. Þegar svo átti að gefa plötuna út, urðu þessir aðstoð- arhljóðfæraleikarar eitthvað óhressir og vildu ekki fyrir nokkurn m'un að platan kæm- ist á markað. Og við það situr enn, þesar þetta er skrifað. Framtíðin virðist þó vera nokkuð björt hjá Hausum, höndum og fótum, þó svo, að hausarnir snúi fram og aftur, hendurnar séu öðru hvoru í kross og fæturnir þvælist hvor- ir fyrir öðrum af og til. ☆ sjOkdömar vegna HREINLÆTISSKORTS Framhald af bls. 9. — Er þaS þá þannig að sóSa- skapur sé aS færast í aukana núna? — Aukningin er ekki svo mikil, en ástandið er nú þann- ig, að í svo mörg ár hefur þetta legið niðri og þess vegna hefur fólk ekki verið á verði. Nú er það staðreynd, því miður, að lúsin er farin að stinga sér nið- ur, sumpart meðal þeirra sem búa við léleg kjör og sumpart meðal skólabarna, sem fá hana á sig í skólanum og koma með hana heim. En sem betur fer, er miög auðvelt að komast að upptökunum og stöðva fram- gang þessa leiða kvikindis. Þótt einhver verði svo óheppinn að verða fyrir ágangi þess, er hægt að losna við það með venjulegu hreinlæti. Kláði — börn eru sérstaklega næm fyrir lionum. Og að lokum getum við tal- að um kláðann. Það er maur, sem lifir í yzta lagi hörundsins og verpir eggjum sínum í rás- ir, sem hann myndar sjálfur í húðina. Það eru upptök kláða á mönnum. Hjá öllum þjóðum finnast oft hópar fólks, sem eru óþrifnir af einhverjum orsök- um. Kláðinn breiðist örar út, ef hreinlætis er ekki gætt, ým- ist við snertingu eða þá að not- ur eru rúmföt, sem kláðasjúkl- ingur hefur notað. Á stríðsárunum var kláðinn mjög útbreiddur í Noregi, vegna þess að erfitt var að fá sápu og þvottaefni, þessar vörur voru skammtaðar og það sem fékkst voru ákaflega lélegar tegundir. Eg fékk sjálfur 2svar kláða á stríðsárunum, segir dr. Melbye. — f fyrra skiptið fékk ég hann á gistihúsi, þar sem svo mikil aðsókn var, að engin tök voru á því að hreinsa ullarábreið- urnar eftir hvern gest. Hitt skiptið fékk ég hann á strand- ferðaskipti af sömu ástæðu. Kláðinn hvarf eiginlega al- veg, þegar möguleikar til hrein- lætis jukust, en nú er aftur farið að bera á honum og hann er síður en svo sjaldgæfur nú til dags. Það eru sérstaklega börnin sem eru næm fyrir hon- um. í eðli sínu eru börn ekki svo þrifin og kláðinn smitast við snertingu. Það er nóg að börnin haldist í hendur. Svo bera þau sjúkdóminn inn á heimilin. Það getur hent hvern sem er að fá kláða. Kláðinn lýsir sér, eins og nafnið bendir til, með kláða og útbrotum, — kláðabólum. Það er ekki eins auðvelt að losna við kláða eins og lús, vegna þess að hann grefur sig í hör- undið. Það þarf sérstök kláða- lyf og ef einhver hefur verið svo óheppinn að fá kláða á heimilið, þá er sjálfsagt að láta alla fjölskylduna nota þetta lyf, hvort sem kláðaeinkenni eru fyrir hendi eða ekki. — Eigið þér við að maður geti sjálfur gert sjúkdóms- greinmguna? — Já, ef maður hefur einu sinni séð kláða, en sem betur fer eru þeir ekki margir. Ef 46. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.